Virði ísganganna rauk upp um 55 prósent í fyrra Kristinn Ingi Jónsson skrifar 13. júní 2018 06:00 Ísgöngin hafa notið vaxandi vinsælda á meðal ferðamanna á undanförnum árum Vísir Virði félagsins Into the Glacier, sem býður upp á daglegar ferðir inn í ísgöngin í Langjökli, jókst um ríflega 55 prósent í bókum stærsta eiganda þess, framtakssjóðsins Landsbréf Icelandic Tourism Fund, í fyrra og var félagið metið á um 1.565 milljónir króna í lok ársins. Sjóðurinn, sem er í eigu Icelandair Group, Landsbankans og sjö lífeyrissjóða, bætti við eignarhlut sinn í félaginu á síðasta ári og átti í lok ársins 96 prósenta hlut sem var þá metinn á ríflega einn og hálfan milljarð, að því er fram kemur í nýbirtum ársreikningi. Til samanburðar átti framtakssjóðurinn 88 prósenta hlut – að virði 885 milljónir króna – í lok árs 2016. Ísgöngin, sem eru stærstu manngerðu ísgöng í heimi, eru stærsta einstaka eign framtakssjóðsins. Virði 55 prósenta eignarhlutar framtakssjóðsins í LAVA, eldfjallaog jarðfræðisýningu á Hvolsvelli, jókst jafnframt um 63 prósent í bókum sjóðsins í fyrra og var metið á 240 milljónir í lok ársins. Þá seldi sjóðurinn allan hlut sinn í félaginu IWE, sem rekur hvalasýningu á Grandanum, fyrir um 440 milljónir króna. Kaupandi var ST Holding, eignarhaldsfélag Special Tours, sem er í meirihlutaeigu Eyþórs Arnalds fjárfestis, en sjóðurinn festi um leið kaup á þriðjungshlut í því félagi. Var sá hlutur metinn á 821 milljón króna í lok liðins árs. Auk þess keypti framtakssjóðurinn 20 prósenta hlut í Íslenskum heilsulindum, dótturfélagi Bláa lónsins, sem fjárfestir einkum í baðstöðum og er meðal annars einn af stærstu hluthöfum jarðbaðanna við Mývatn. Eignarhlutur sjóðs Landsbréfa í félaginu nam um 367 milljónum í lok síðasta árs. Alls hagnaðist framtakssjóðurinn um 368 milljónir króna í fyrra borið saman við 390 milljóna hagnað árið áður. Átti sjóðurinn eignir fyrir ríflega fjóra milljarða í lok árs 2017. Fjárfestingatímabili sjóðsins lýkur á þessu ári og er gert ráð fyrir að honum verði slitið árið 2022. Samtals voru innkallaðar 1.210 milljónir króna í fyrra en ódregin hlutafjárloforð voru um 850 milljónir í lok ársins. Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Ísgöngin í Langjökli metin á milljarð króna Félagið sem býður upp á ferðir í ísgöngin í Langjökli er metið á rúman milljarð króna í bókum framtakssjóðsins ITF. Virði félagsins var fært upp um 150 prósent í fyrra. 21. júní 2017 08:00 Mest lesið Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Vá en æðislegt: Fundurinn fellur niður í dag! Atvinnulíf Opið fyrir innsendingar í Lúðurinn 2025 Samstarf Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Sjá meira
Virði félagsins Into the Glacier, sem býður upp á daglegar ferðir inn í ísgöngin í Langjökli, jókst um ríflega 55 prósent í bókum stærsta eiganda þess, framtakssjóðsins Landsbréf Icelandic Tourism Fund, í fyrra og var félagið metið á um 1.565 milljónir króna í lok ársins. Sjóðurinn, sem er í eigu Icelandair Group, Landsbankans og sjö lífeyrissjóða, bætti við eignarhlut sinn í félaginu á síðasta ári og átti í lok ársins 96 prósenta hlut sem var þá metinn á ríflega einn og hálfan milljarð, að því er fram kemur í nýbirtum ársreikningi. Til samanburðar átti framtakssjóðurinn 88 prósenta hlut – að virði 885 milljónir króna – í lok árs 2016. Ísgöngin, sem eru stærstu manngerðu ísgöng í heimi, eru stærsta einstaka eign framtakssjóðsins. Virði 55 prósenta eignarhlutar framtakssjóðsins í LAVA, eldfjallaog jarðfræðisýningu á Hvolsvelli, jókst jafnframt um 63 prósent í bókum sjóðsins í fyrra og var metið á 240 milljónir í lok ársins. Þá seldi sjóðurinn allan hlut sinn í félaginu IWE, sem rekur hvalasýningu á Grandanum, fyrir um 440 milljónir króna. Kaupandi var ST Holding, eignarhaldsfélag Special Tours, sem er í meirihlutaeigu Eyþórs Arnalds fjárfestis, en sjóðurinn festi um leið kaup á þriðjungshlut í því félagi. Var sá hlutur metinn á 821 milljón króna í lok liðins árs. Auk þess keypti framtakssjóðurinn 20 prósenta hlut í Íslenskum heilsulindum, dótturfélagi Bláa lónsins, sem fjárfestir einkum í baðstöðum og er meðal annars einn af stærstu hluthöfum jarðbaðanna við Mývatn. Eignarhlutur sjóðs Landsbréfa í félaginu nam um 367 milljónum í lok síðasta árs. Alls hagnaðist framtakssjóðurinn um 368 milljónir króna í fyrra borið saman við 390 milljóna hagnað árið áður. Átti sjóðurinn eignir fyrir ríflega fjóra milljarða í lok árs 2017. Fjárfestingatímabili sjóðsins lýkur á þessu ári og er gert ráð fyrir að honum verði slitið árið 2022. Samtals voru innkallaðar 1.210 milljónir króna í fyrra en ódregin hlutafjárloforð voru um 850 milljónir í lok ársins.
Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Ísgöngin í Langjökli metin á milljarð króna Félagið sem býður upp á ferðir í ísgöngin í Langjökli er metið á rúman milljarð króna í bókum framtakssjóðsins ITF. Virði félagsins var fært upp um 150 prósent í fyrra. 21. júní 2017 08:00 Mest lesið Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Vá en æðislegt: Fundurinn fellur niður í dag! Atvinnulíf Opið fyrir innsendingar í Lúðurinn 2025 Samstarf Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Sjá meira
Ísgöngin í Langjökli metin á milljarð króna Félagið sem býður upp á ferðir í ísgöngin í Langjökli er metið á rúman milljarð króna í bókum framtakssjóðsins ITF. Virði félagsins var fært upp um 150 prósent í fyrra. 21. júní 2017 08:00