Evrópuríki deila vegna andstöðu Ítala við flóttamenn Kjartan Kjartansson skrifar 13. júní 2018 10:40 Salvini leiðir Bandalagið, öfgahægriflokk sem er andsnúinn innflytjendum. Vísir/EPA Ítalska ríkisstjórnin situr fast við sinn keip og ætlar að neita björgunarskipum sem taka upp flótta- og farandfólk á Miðjarðarhafi um leyfi til að koma til hafnar. Franska ríkisstjórnin deilir hart á afstöðu Ítala og fullyrðir að þeim beri skylda til að taka við fólkinu samkvæmt alþjóðalögum. Matteo Salvini, innanríkisráðherra Ítalíu og leiðtogi öfgahægriflokksins Bandalagsins, bannaði fransk-þýska björgunarskipinu Aquarius að koma til hafnar þar með á sjöunda hundrað farandfólks á sunnudag. Síðan þá hefur skipið haldið kyrru fyrir á Miðjarðarhafi á meðan Evrópuríki þræta um örlög fólksins. „Við munum ekki breyta afstöðu okkar til skipa sem tilheyra félagasamtökum. Skip sem tilheyra erlendum stofnunum undir erlendum fánum geta ekki stýrt innflytjendastefnu Ítalíu,“ segir Salvini.Spænska ríkisstjórnin hefur samþykkt að taka við fólkinu og er byrjað að flytja það til hafnar í Valencia á austurströnd Spánar.Frakkar og Ítalir skiptast á skotum Þrátt fyrir að Spánverjar hafi haldið samskiptum sínum við Ítali á diplómatískum nótum vegna málsins hafa stjórnvöld í Frakklandi brugðist harðar við, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Emmanuel Macron forseti hefur fordæmt ákvörðun ríkisstjórnar Ítalíu um að banna björgunarskipinu að koma til hafnar. „Það er viss hundingsháttur og ábyrgðarleysi í hegðun ítölsku ríkisstjórnarinnar varðandi þetta alvarlega mannúðarástand,“ segir talsmaður Macron að forsetinn hafi sagt við ríkisstjórn sína. Gabriel Attal, talsmaður flokks Macron, gekk enn lengra. „Afstaða Ítala lætur mig gubba,“ sagði Attal. Á móti sakaði Guiseppe Conte, forsætisráðherra Ítalíu, frönsk stjórnvöld um hræsni. Þau hefðu alltaf kosið að snúa bakinu við innflytjendamálum. Utanríkisráðuneyti Ítalíu kallaði svo franska sendiherrann í Róm á teppið vegna ummæla Macron í dag. Ítölsk stjórnvöld hafna því ennfremur að þau séu ómannúðlega eða haldin útlendingahatri. Vísa þau meðal annars til þess að skip ítölsku strandgæslunnar með rúmlega níu hundruð farandfólks um borð hafi komið til hafnar á Sikiley í dag. Flóttamenn Tengdar fréttir Spánn ætlar að taka við björgunarskipinu Stjórnvöld á Ítalíu og Möltu hafa neitað að leyfa skipinu með á sjöunda hundrað farandfólks að koma þar til hafnar. 11. júní 2018 14:05 Komast hvergi í land 629 flóttamönnum var bjargað á leið þeirra yfir miðjarðarhafið af skipinu Aquarius, skipið fær þó hvergi leyfi til að koma að landi. 10. júní 2018 22:44 Vill hleypa farandfólki í land í trássi við vilja ríkisstjórnarinnar Borgarstjórinn í Palermo ætlar að standa upp í hárinu á nýrri ríkisstjórn popúlista og hægriöfgamanna sem hafa bannað björgunarskipi með farandfólki að koma til hafnar á Ítalíu. 11. júní 2018 07:21 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Erlent Fleiri fréttir Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Sjá meira
Ítalska ríkisstjórnin situr fast við sinn keip og ætlar að neita björgunarskipum sem taka upp flótta- og farandfólk á Miðjarðarhafi um leyfi til að koma til hafnar. Franska ríkisstjórnin deilir hart á afstöðu Ítala og fullyrðir að þeim beri skylda til að taka við fólkinu samkvæmt alþjóðalögum. Matteo Salvini, innanríkisráðherra Ítalíu og leiðtogi öfgahægriflokksins Bandalagsins, bannaði fransk-þýska björgunarskipinu Aquarius að koma til hafnar þar með á sjöunda hundrað farandfólks á sunnudag. Síðan þá hefur skipið haldið kyrru fyrir á Miðjarðarhafi á meðan Evrópuríki þræta um örlög fólksins. „Við munum ekki breyta afstöðu okkar til skipa sem tilheyra félagasamtökum. Skip sem tilheyra erlendum stofnunum undir erlendum fánum geta ekki stýrt innflytjendastefnu Ítalíu,“ segir Salvini.Spænska ríkisstjórnin hefur samþykkt að taka við fólkinu og er byrjað að flytja það til hafnar í Valencia á austurströnd Spánar.Frakkar og Ítalir skiptast á skotum Þrátt fyrir að Spánverjar hafi haldið samskiptum sínum við Ítali á diplómatískum nótum vegna málsins hafa stjórnvöld í Frakklandi brugðist harðar við, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Emmanuel Macron forseti hefur fordæmt ákvörðun ríkisstjórnar Ítalíu um að banna björgunarskipinu að koma til hafnar. „Það er viss hundingsháttur og ábyrgðarleysi í hegðun ítölsku ríkisstjórnarinnar varðandi þetta alvarlega mannúðarástand,“ segir talsmaður Macron að forsetinn hafi sagt við ríkisstjórn sína. Gabriel Attal, talsmaður flokks Macron, gekk enn lengra. „Afstaða Ítala lætur mig gubba,“ sagði Attal. Á móti sakaði Guiseppe Conte, forsætisráðherra Ítalíu, frönsk stjórnvöld um hræsni. Þau hefðu alltaf kosið að snúa bakinu við innflytjendamálum. Utanríkisráðuneyti Ítalíu kallaði svo franska sendiherrann í Róm á teppið vegna ummæla Macron í dag. Ítölsk stjórnvöld hafna því ennfremur að þau séu ómannúðlega eða haldin útlendingahatri. Vísa þau meðal annars til þess að skip ítölsku strandgæslunnar með rúmlega níu hundruð farandfólks um borð hafi komið til hafnar á Sikiley í dag.
Flóttamenn Tengdar fréttir Spánn ætlar að taka við björgunarskipinu Stjórnvöld á Ítalíu og Möltu hafa neitað að leyfa skipinu með á sjöunda hundrað farandfólks að koma þar til hafnar. 11. júní 2018 14:05 Komast hvergi í land 629 flóttamönnum var bjargað á leið þeirra yfir miðjarðarhafið af skipinu Aquarius, skipið fær þó hvergi leyfi til að koma að landi. 10. júní 2018 22:44 Vill hleypa farandfólki í land í trássi við vilja ríkisstjórnarinnar Borgarstjórinn í Palermo ætlar að standa upp í hárinu á nýrri ríkisstjórn popúlista og hægriöfgamanna sem hafa bannað björgunarskipi með farandfólki að koma til hafnar á Ítalíu. 11. júní 2018 07:21 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Erlent Fleiri fréttir Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Sjá meira
Spánn ætlar að taka við björgunarskipinu Stjórnvöld á Ítalíu og Möltu hafa neitað að leyfa skipinu með á sjöunda hundrað farandfólks að koma þar til hafnar. 11. júní 2018 14:05
Komast hvergi í land 629 flóttamönnum var bjargað á leið þeirra yfir miðjarðarhafið af skipinu Aquarius, skipið fær þó hvergi leyfi til að koma að landi. 10. júní 2018 22:44
Vill hleypa farandfólki í land í trássi við vilja ríkisstjórnarinnar Borgarstjórinn í Palermo ætlar að standa upp í hárinu á nýrri ríkisstjórn popúlista og hægriöfgamanna sem hafa bannað björgunarskipi með farandfólki að koma til hafnar á Ítalíu. 11. júní 2018 07:21