Ruglaðri ferill ef vaxtaferillinn er birtur Kristinn Ingi Jónsson skrifar 14. júní 2018 06:00 Már Guðmundsson, seðlabankastjóri. Vísir Már Guðmundsson seðlabankastjóri segir að sér hugnist ekki sú tillaga nefndar um ramma peningastefnunnar að Seðlabankinn birti vaxtaspáferil sinn í því augnamiði að styrkja markaðsvæntingar. „Ég held það hefði skapað töluvert meiri vandamál ef við hefðum birt ferilinn. Það hefði bara ruglað umræðuna, engum til gagns,“ sagði hann á fundi í bankanum í gær. Nefndin, sem birti niðurstöður sínar í síðustu viku, sagði að ein leið til þess að bæta væntingastjórnun Seðlabankans væri sú að hagfræðideild bankans myndi birta vaxtaspáferla sína sem liggja til grundvallar verðbólguspá hans. Slíkt gæti aukið gagnsæi í langtímavaxtastefnu bankans.Sjá einnig: Már: Að taka húsnæðisliðinn út er eins og að „henda barninu út með baðvatninu“ Í skýrslu nefndarinnar kom fram að margt benti til þess að styrkja þyrfti væntingastjórnun, auka gagnsæi við vaxtaákvarðanir og gefa betri framtíðarleiðbeiningar um setningu vaxta. Már sagðist ekki vera þeirrar skoðunar að heppilegt væri að birt spáferla bankans. Hann benti á að vandinn við tillöguna væri sá að stýri vaxta spáin væri gerð af starfsmönnum bankans, en hún væri hins vegar ekki spá peningastefnunefndarinnar. „Og til þess að þetta yrði einhver marktæk framsýn leiðsögn þyrfti að útkljá það mál hverjir eru jafnvægisraunvextirnir. Það er mjög flókið úrlausnarefni,“ nefndi hann. Aðspurður tók Már einnig fram á fundinum að sterk hagfræðileg rök væru fyrir því að hafa kostnað vegna húsnæðis inni í vísitölu sem notuð er við beitingu verðbólgumarkmiðs bankans. Hægt væri að taka húsnæðisliðinn út en það væri eins og að „henda barninu út með baðvatninu“. Ein af tillögum nefndarinnar var að verðbólgu markmiðið undan skildi húsnæðisverð Birtist í Fréttablaðinu Efnahagsmál Tengdar fréttir Már: Að taka húsnæðisliðinn út er eins og að „henda barninu út með baðvatninu“ Már Guðmundsson seðlabankastjóri segir að það séu sterk hagfræðileg rök fyrir því að hafa kostnað vegna húsnæðis inni í vísitölu sem notuð sé við beitingu verðbólgumarkmiðs. Már segir að það sé hægt að taka húsnæðisliðinn út en það sé eins og að "henda barninu út með baðvatninu.“ 13. júní 2018 14:30 Óbreyttir stýrivextir Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að halda vöxtum bankans óbreyttum. 13. júní 2018 08:56 Mest lesið Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Fleiri fréttir Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Sjá meira
Már Guðmundsson seðlabankastjóri segir að sér hugnist ekki sú tillaga nefndar um ramma peningastefnunnar að Seðlabankinn birti vaxtaspáferil sinn í því augnamiði að styrkja markaðsvæntingar. „Ég held það hefði skapað töluvert meiri vandamál ef við hefðum birt ferilinn. Það hefði bara ruglað umræðuna, engum til gagns,“ sagði hann á fundi í bankanum í gær. Nefndin, sem birti niðurstöður sínar í síðustu viku, sagði að ein leið til þess að bæta væntingastjórnun Seðlabankans væri sú að hagfræðideild bankans myndi birta vaxtaspáferla sína sem liggja til grundvallar verðbólguspá hans. Slíkt gæti aukið gagnsæi í langtímavaxtastefnu bankans.Sjá einnig: Már: Að taka húsnæðisliðinn út er eins og að „henda barninu út með baðvatninu“ Í skýrslu nefndarinnar kom fram að margt benti til þess að styrkja þyrfti væntingastjórnun, auka gagnsæi við vaxtaákvarðanir og gefa betri framtíðarleiðbeiningar um setningu vaxta. Már sagðist ekki vera þeirrar skoðunar að heppilegt væri að birt spáferla bankans. Hann benti á að vandinn við tillöguna væri sá að stýri vaxta spáin væri gerð af starfsmönnum bankans, en hún væri hins vegar ekki spá peningastefnunefndarinnar. „Og til þess að þetta yrði einhver marktæk framsýn leiðsögn þyrfti að útkljá það mál hverjir eru jafnvægisraunvextirnir. Það er mjög flókið úrlausnarefni,“ nefndi hann. Aðspurður tók Már einnig fram á fundinum að sterk hagfræðileg rök væru fyrir því að hafa kostnað vegna húsnæðis inni í vísitölu sem notuð er við beitingu verðbólgumarkmiðs bankans. Hægt væri að taka húsnæðisliðinn út en það væri eins og að „henda barninu út með baðvatninu“. Ein af tillögum nefndarinnar var að verðbólgu markmiðið undan skildi húsnæðisverð
Birtist í Fréttablaðinu Efnahagsmál Tengdar fréttir Már: Að taka húsnæðisliðinn út er eins og að „henda barninu út með baðvatninu“ Már Guðmundsson seðlabankastjóri segir að það séu sterk hagfræðileg rök fyrir því að hafa kostnað vegna húsnæðis inni í vísitölu sem notuð sé við beitingu verðbólgumarkmiðs. Már segir að það sé hægt að taka húsnæðisliðinn út en það sé eins og að "henda barninu út með baðvatninu.“ 13. júní 2018 14:30 Óbreyttir stýrivextir Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að halda vöxtum bankans óbreyttum. 13. júní 2018 08:56 Mest lesið Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Fleiri fréttir Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Sjá meira
Már: Að taka húsnæðisliðinn út er eins og að „henda barninu út með baðvatninu“ Már Guðmundsson seðlabankastjóri segir að það séu sterk hagfræðileg rök fyrir því að hafa kostnað vegna húsnæðis inni í vísitölu sem notuð sé við beitingu verðbólgumarkmiðs. Már segir að það sé hægt að taka húsnæðisliðinn út en það sé eins og að "henda barninu út með baðvatninu.“ 13. júní 2018 14:30
Óbreyttir stýrivextir Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að halda vöxtum bankans óbreyttum. 13. júní 2018 08:56
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun