Komið fagnandi, fiskibollur Sif Sigmarsdóttir skrifar 16. júní 2018 08:00 Í vikunni var eiginmaðurinn spurður að því við hvað eiginkona hans starfaði. Hann svaraði því til að hún ynni sem „fúll á móti“. Í kjölfarið einsetti ég mér að afsanna starfstitilinn. Eftirfarandi er dæmi um það þegar góður ásetningur fer myndarlega í vaskinn. Skoðun mín á fótbolta er þessi: Ég kysi heldur að horfa á málningu þorna á vegg en að horfa á fótboltaleik í sjónvarpinu. Mánuðum saman hefur mér tekist að leiða hjá mér heimsmeistaramótið í fótbolta og dýrð íslenska karlalandsliðsins. En svo gerðist eitthvað. Sjálfsímynd mín er sú að ég sé of andfélagsleg fyrir hópíþróttir. Að flagga íslenska fánanum af öðru tilefni en Júróvisjón er allt of mikið fiskibollur í dós í mötuneyti Framsóknarflokksins þegar ég er að reyna að vera meira svona latte og avókadóbrauð á Kaffihúsi Vesturbæjar. Þegar ég heyri orðið víkingar sé ég fyrir mér fjárglæframenn og kennda kalla á Fjörukránni. En dropinn holar steininn. Í Norður-London er nú að finna leikskóla fullan af börnum alls staðar að úr heiminum sem hrópa slagorðið „húh“ einum rómi. Ég ber ábyrgð á þessum gjörningi. Eftir að hafa sent stýru leikskóla barnanna minna ítrekuð YouTube-vídjó af íslenska víkingaklappinu lét hún undan þrýstingi og kallaði leikskólann saman á kóræfingu. Í gær var HM-dagur í leikskólanum. Börnin mættu með fána og ég bakaði köku; ég keypti þrjú kíló af m&m til að komast yfir nógu marga bláa, rauða og hvíta súkkulaðihnappa til að þekja kökuna í fánalitunum. Ég er orðin eins og pabbinn í kvikmyndinni My Big Fat Greek Wedding, gamall Grikki í Bandaríkjunum sem bætir upp fyrir fjarlægð við heimalandið með því að vera grískari en allt grískt: „Nefndu orð, hvaða orð sem er, og ég skal sýna fram á að það á grískar rætur,“ var slagorðið hans. Á gangi um hverfið mitt hér í London heyrði ég sjálfa mig segja: „Krakkar, Islington hét áður fyrr Gislandune. Orðið er samsett úr karlmannsnafninu Gísli og „dun“ sem er fornenska og þýðir hæð; Gísla-hæð. Fornenska er náskyld íslensku. Islington á því íslenskar rætur.“ Næsta dag heimsóttum við Greenwich-hverfi. Þegar við gengum framhjá Kirkju heilags Alfegusar fylltist ég skyndilegum þjóðernismóð: „Krakkar, þessi kirkja stendur á þeim stað þar sem við, norrænu víkingarnir, drápum Alfegus erkibiskup af Kantaraborg eftir að hafa farið ránshendi um dómkirkjuna hans og brennt hana svo til grunna. Húh!“Aðkeyptur hvítþvottur Skilaboð þessa pistils áttu í alvörunni að vera einföld: Ég er ekki „fúl á móti“ – áfram Ísland. Komið fagnandi, fiskibollur. Hvar er skráningareyðublaðið í Framsóknarflokkinn? En svo, aftur, gerðist eitthvað. Í vikunni sendi Knattspyrnusamband Íslands frá sér fréttatilkynningu þar sem kvartað var undan litlum fyrirtækjum sem nota „strákana okkar“ í markaðsskyni. Vildi KSÍ koma því á framfæri að slíkt stríði gegn reglum um notkun á vörumerkjum KSÍ. Sama dag fór glæsilegt kynningarmyndband um landsliðið eins og eldur um sinu á samfélagsmiðlum. Myndbandið var vandað í alla staði og var því leikstýrt af markmanni liðsins sem á framtíðina fyrir sér í kvikmyndagerð. Nema hvað, myndbandið var ekki kynningarmyndband. Það var Kók-auglýsing. Sem móðir tveggja áhrifagjarnra barna sem eru nýbúin að uppgötva fótbolta og hlaupa um götur Lundúna og hrópa „húh“ hef ég töluvert meiri áhyggjur af vali KSÍ á opinberum styrktaraðilum liðsins en þeim litlu fyrirtækjum sem hengja nú upp heimatilbúin plaköt í gluggann hjá sér með mynd af landsliðstreyjunni og loforði um tvennu-tilboð. Um leið og ég óska íslenska karlalandsliðinu góðs gengis í fyrsta leik sínum á HM í dag óska ég þess að forsvarsmenn KSÍ hugsi sig tvisvar um áður en þeir bjóða aftur stórfyrirtæki sem selur vöru sem gengur gegn öllum hugmyndum um heilbrigði, hollustu og hreysti að kaupa sér hvítþvott með því að bendla sig við „strákana okkar“. Það stríðir kannski ekki gegn reglum um vörumerki, en það brýtur í bága við almennt velsæmi. Húh! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sif Sigmarsdóttir Mest lesið Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Í vikunni var eiginmaðurinn spurður að því við hvað eiginkona hans starfaði. Hann svaraði því til að hún ynni sem „fúll á móti“. Í kjölfarið einsetti ég mér að afsanna starfstitilinn. Eftirfarandi er dæmi um það þegar góður ásetningur fer myndarlega í vaskinn. Skoðun mín á fótbolta er þessi: Ég kysi heldur að horfa á málningu þorna á vegg en að horfa á fótboltaleik í sjónvarpinu. Mánuðum saman hefur mér tekist að leiða hjá mér heimsmeistaramótið í fótbolta og dýrð íslenska karlalandsliðsins. En svo gerðist eitthvað. Sjálfsímynd mín er sú að ég sé of andfélagsleg fyrir hópíþróttir. Að flagga íslenska fánanum af öðru tilefni en Júróvisjón er allt of mikið fiskibollur í dós í mötuneyti Framsóknarflokksins þegar ég er að reyna að vera meira svona latte og avókadóbrauð á Kaffihúsi Vesturbæjar. Þegar ég heyri orðið víkingar sé ég fyrir mér fjárglæframenn og kennda kalla á Fjörukránni. En dropinn holar steininn. Í Norður-London er nú að finna leikskóla fullan af börnum alls staðar að úr heiminum sem hrópa slagorðið „húh“ einum rómi. Ég ber ábyrgð á þessum gjörningi. Eftir að hafa sent stýru leikskóla barnanna minna ítrekuð YouTube-vídjó af íslenska víkingaklappinu lét hún undan þrýstingi og kallaði leikskólann saman á kóræfingu. Í gær var HM-dagur í leikskólanum. Börnin mættu með fána og ég bakaði köku; ég keypti þrjú kíló af m&m til að komast yfir nógu marga bláa, rauða og hvíta súkkulaðihnappa til að þekja kökuna í fánalitunum. Ég er orðin eins og pabbinn í kvikmyndinni My Big Fat Greek Wedding, gamall Grikki í Bandaríkjunum sem bætir upp fyrir fjarlægð við heimalandið með því að vera grískari en allt grískt: „Nefndu orð, hvaða orð sem er, og ég skal sýna fram á að það á grískar rætur,“ var slagorðið hans. Á gangi um hverfið mitt hér í London heyrði ég sjálfa mig segja: „Krakkar, Islington hét áður fyrr Gislandune. Orðið er samsett úr karlmannsnafninu Gísli og „dun“ sem er fornenska og þýðir hæð; Gísla-hæð. Fornenska er náskyld íslensku. Islington á því íslenskar rætur.“ Næsta dag heimsóttum við Greenwich-hverfi. Þegar við gengum framhjá Kirkju heilags Alfegusar fylltist ég skyndilegum þjóðernismóð: „Krakkar, þessi kirkja stendur á þeim stað þar sem við, norrænu víkingarnir, drápum Alfegus erkibiskup af Kantaraborg eftir að hafa farið ránshendi um dómkirkjuna hans og brennt hana svo til grunna. Húh!“Aðkeyptur hvítþvottur Skilaboð þessa pistils áttu í alvörunni að vera einföld: Ég er ekki „fúl á móti“ – áfram Ísland. Komið fagnandi, fiskibollur. Hvar er skráningareyðublaðið í Framsóknarflokkinn? En svo, aftur, gerðist eitthvað. Í vikunni sendi Knattspyrnusamband Íslands frá sér fréttatilkynningu þar sem kvartað var undan litlum fyrirtækjum sem nota „strákana okkar“ í markaðsskyni. Vildi KSÍ koma því á framfæri að slíkt stríði gegn reglum um notkun á vörumerkjum KSÍ. Sama dag fór glæsilegt kynningarmyndband um landsliðið eins og eldur um sinu á samfélagsmiðlum. Myndbandið var vandað í alla staði og var því leikstýrt af markmanni liðsins sem á framtíðina fyrir sér í kvikmyndagerð. Nema hvað, myndbandið var ekki kynningarmyndband. Það var Kók-auglýsing. Sem móðir tveggja áhrifagjarnra barna sem eru nýbúin að uppgötva fótbolta og hlaupa um götur Lundúna og hrópa „húh“ hef ég töluvert meiri áhyggjur af vali KSÍ á opinberum styrktaraðilum liðsins en þeim litlu fyrirtækjum sem hengja nú upp heimatilbúin plaköt í gluggann hjá sér með mynd af landsliðstreyjunni og loforði um tvennu-tilboð. Um leið og ég óska íslenska karlalandsliðinu góðs gengis í fyrsta leik sínum á HM í dag óska ég þess að forsvarsmenn KSÍ hugsi sig tvisvar um áður en þeir bjóða aftur stórfyrirtæki sem selur vöru sem gengur gegn öllum hugmyndum um heilbrigði, hollustu og hreysti að kaupa sér hvítþvott með því að bendla sig við „strákana okkar“. Það stríðir kannski ekki gegn reglum um vörumerki, en það brýtur í bága við almennt velsæmi. Húh!
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun