Leigubíl ekið á gangandi vegfarendur í Moskvu Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. júní 2018 20:54 Skjáskot úr öryggismyndavél á svæðinu. Gríðarlegur fjöldi ferðamanna er staddur í Moskvu um þessar mundir vegna HM. Vísir/AFP Átta eru slasaðir eftir að leigubílstjóri ók á hóp gangandi vegfarenda í miðborg Moskvu í dag. Á meðal hinna slösuðu eru mexíkóskir knattspyrnuaðdáendur sem staddir eru í borginni til að fylgjast með heimsmeistaramótinu sem þar fer fram. Í myndskeiði úr öryggismyndavélum á svæðinu sést að ökumaðurinn tók skarpa beygju út úr bílaröð og ók bílnum upp á gangstétt. Bílstjórinn flúði vettvang en nokkrir vegfarendur veittu honum eftirför, að því er fram kemur í frétt breska ríkisútvarpsins. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni í Moskvu er leigubílstjórinn 28 ára karlmaður frá Kirgistan. Þá fer tvennum sögum af tildrögum atviksins, borgarstjóri Moskvu sagði manninn hafa misst stjórn á bílnum en heimildarmenn rússneskra miðla segja hann hafa sofnað við stýri. Eins og áður sagði fer heimsmeistaramótið í knattspyrnu nú fram í Rússlandi og spilaði Ísland sinn fyrsta leik á mótinu í dag. Yfirvöld í landinu hafa heitið stóraukinni öryggisgæslu í öllum borgum vegna HM.Hér að neðan má sjá myndband af því þegar bílnum var keyrt á fólkið. Rétt er að vara við myndbandinu en efni þess kann að vekja óhug hjá einhverjum lesenda.Video of today's incident in #Moscow, #Russia, in which a taxi vehicle rammed into pedestrians on the sidewalk: pic.twitter.com/6IQ6GOuZic— Alex Kokcharov (@AlexKokcharov) June 16, 2018 Kirgistan Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Fleiri fréttir Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sjá meira
Átta eru slasaðir eftir að leigubílstjóri ók á hóp gangandi vegfarenda í miðborg Moskvu í dag. Á meðal hinna slösuðu eru mexíkóskir knattspyrnuaðdáendur sem staddir eru í borginni til að fylgjast með heimsmeistaramótinu sem þar fer fram. Í myndskeiði úr öryggismyndavélum á svæðinu sést að ökumaðurinn tók skarpa beygju út úr bílaröð og ók bílnum upp á gangstétt. Bílstjórinn flúði vettvang en nokkrir vegfarendur veittu honum eftirför, að því er fram kemur í frétt breska ríkisútvarpsins. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni í Moskvu er leigubílstjórinn 28 ára karlmaður frá Kirgistan. Þá fer tvennum sögum af tildrögum atviksins, borgarstjóri Moskvu sagði manninn hafa misst stjórn á bílnum en heimildarmenn rússneskra miðla segja hann hafa sofnað við stýri. Eins og áður sagði fer heimsmeistaramótið í knattspyrnu nú fram í Rússlandi og spilaði Ísland sinn fyrsta leik á mótinu í dag. Yfirvöld í landinu hafa heitið stóraukinni öryggisgæslu í öllum borgum vegna HM.Hér að neðan má sjá myndband af því þegar bílnum var keyrt á fólkið. Rétt er að vara við myndbandinu en efni þess kann að vekja óhug hjá einhverjum lesenda.Video of today's incident in #Moscow, #Russia, in which a taxi vehicle rammed into pedestrians on the sidewalk: pic.twitter.com/6IQ6GOuZic— Alex Kokcharov (@AlexKokcharov) June 16, 2018
Kirgistan Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Fleiri fréttir Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sjá meira