Fögnuður og stóísk ró Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 18. júní 2018 10:00 Erlendur ferðamaður sem horfði á leik Íslands og Argentínu af risaskjá í miðborginni hafði á orði hversu heillandi væri að hafa orðið vitni að því fyrir leik hversu sannfærðir Íslendingar hefðu verið um velgengni sinna manna. Það er alveg rétt; þegar kom að þessum fyrsta leik Íslands á HM voru landsmenn og leikmenn sammála um að uppgjöf væri ekki valkostur. Íslendingar eru svo skemmtilega gerðir að þeir sáu litla hindrun í því að fyrsti leikur landsliðs þeirra á HM væri við eitt besta knattspyrnulið í heimi, sem þar að auki státar af einum snjallasta knattspyrnumanni nútímans, Lionel Messi. Viðhorfið var að þarna væri einmitt kjörið tækifæri til að sýna stórþjóð í fótboltanum að lítil þjóð hefði ýmislegt fram að færa. Það tókst með slíkum ágætum að þjóðin er enn í sigurvímu og umheimurinn hrífst með. Nú finnast hér á landi einstaklingar sem lítinn sem engan áhuga hafa á knattspyrnu. Af hyggindum hafa þeir ákveðið að vera ekkert sérstaklega að flagga því áhugaleysi og bíða rólegir eftir því að HM-æðið gangi yfir og þeir fái sínar sjónvarpsfréttir á réttum tíma. Jafnvel þessir einstaklingar hljóta að sjá heimspekilega fegurð í því að bæði hérlendis og erlendis er jafntefli í leik Íslands og Argentínu túlkað sem sigur fyrir Ísland, jafnvel stórsigur. Það skiptir máli hvernig menn berjast séu þeir í keppni. Lionel Messi segir að Ísland hafi nánast ekkert gert í leiknum. Þetta var ekki mat sérfræðinga á bresku sjónvarpsstöðvunum BBC og ITV sem hlóðu lofi á íslenska liðið. Þeir hrósuðu því fyrir jákvætt hugarfar, óbilandi þrek og sannan liðsanda í baráttu sem samkvæmt raunsæju mati hefði átt að vera fyrirfram töpuð. Þarna var talað eins og fótboltinn endurspeglaði lífið sjálft. Ef það er þannig þá eru skilaboðin sú að engin ástæða er til að leggja árar í bát þótt maður sé undir heldur halda áfram, verjast vel, nýta sóknarfæri og leitast þannig við að jafna leikinn. Það má finna hina fínustu heimspeki í fótboltanum. Íslendingar eru stundum sagðir lokaðir en geta líka verið gríðarlegt stemningsfólk. Þjóð, sem á til að hafa allt á hornum sér, er nú sameinuð í fölskvalausri gleði vegna árangurs landsliðsins. Stóísk ró er sannarlega ekki hugtak sem kemur upp í hugann þegar rýnt er í viðbrögð þjóðarinnar meðan á leik liðsins við Argentínu stóð og eftir að honum lauk. Þjóðin var að tapa sér í spennu og síðan taumlausri gleði, og það fer henni bara ansi vel. Landsliðsþjálfarinn Heimir Hallgrímsson virtist þó allan tímann vera umvafinn stóískri ró. Meðan gríðarlegur fögnuður braust út meðal íslenskra áhorfenda þegar jöfnunarmark var skorað og víti varið þá brá Heimir ekki svip. Meðan aðrir misstu stjórn á sér sýndi þjálfarinn fullkomið æðruleysi. Að því má endalaust dást. Heimir Hallgrímsson var örugglega einn af mönnum þessa stórleiks. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu HM 2018 í Rússlandi Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Ísland fyrst Kjartan Magnússon Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir Skoðun Gagnaver í leit að orku Tinna Traustadóttir Skoðun Varði Ísland ólíkt sumum öðrum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Það er pólitískt val að uppræta fátækt Anna Margrét Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir skrifar Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Gagnaver í leit að orku Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Varði Ísland ólíkt sumum öðrum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Það er pólitískt val að uppræta fátækt Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Bankarnir og þjáningin Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með Ljósinu! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala um Heiðmörk Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Aðild Íslands að ESB: Vegvísir til velsældar? Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Misnotkun á velferðarkerfinu: Áhyggjur vegna nýbúa og kerfisglufa Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Ávinningur fyrri ára í hættu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Gefum í – því unglingarnir okkar eiga það skilið skrifar Skoðun Það er munur á veðmálum og veðmálum Auður Inga Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að bíða lengur? Björg Baldursdóttir skrifar Skoðun Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Um meint hlutleysi Kína í Úkraínustríðinu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Ljósið – samtök úti í bæ Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar Sjá meira
Erlendur ferðamaður sem horfði á leik Íslands og Argentínu af risaskjá í miðborginni hafði á orði hversu heillandi væri að hafa orðið vitni að því fyrir leik hversu sannfærðir Íslendingar hefðu verið um velgengni sinna manna. Það er alveg rétt; þegar kom að þessum fyrsta leik Íslands á HM voru landsmenn og leikmenn sammála um að uppgjöf væri ekki valkostur. Íslendingar eru svo skemmtilega gerðir að þeir sáu litla hindrun í því að fyrsti leikur landsliðs þeirra á HM væri við eitt besta knattspyrnulið í heimi, sem þar að auki státar af einum snjallasta knattspyrnumanni nútímans, Lionel Messi. Viðhorfið var að þarna væri einmitt kjörið tækifæri til að sýna stórþjóð í fótboltanum að lítil þjóð hefði ýmislegt fram að færa. Það tókst með slíkum ágætum að þjóðin er enn í sigurvímu og umheimurinn hrífst með. Nú finnast hér á landi einstaklingar sem lítinn sem engan áhuga hafa á knattspyrnu. Af hyggindum hafa þeir ákveðið að vera ekkert sérstaklega að flagga því áhugaleysi og bíða rólegir eftir því að HM-æðið gangi yfir og þeir fái sínar sjónvarpsfréttir á réttum tíma. Jafnvel þessir einstaklingar hljóta að sjá heimspekilega fegurð í því að bæði hérlendis og erlendis er jafntefli í leik Íslands og Argentínu túlkað sem sigur fyrir Ísland, jafnvel stórsigur. Það skiptir máli hvernig menn berjast séu þeir í keppni. Lionel Messi segir að Ísland hafi nánast ekkert gert í leiknum. Þetta var ekki mat sérfræðinga á bresku sjónvarpsstöðvunum BBC og ITV sem hlóðu lofi á íslenska liðið. Þeir hrósuðu því fyrir jákvætt hugarfar, óbilandi þrek og sannan liðsanda í baráttu sem samkvæmt raunsæju mati hefði átt að vera fyrirfram töpuð. Þarna var talað eins og fótboltinn endurspeglaði lífið sjálft. Ef það er þannig þá eru skilaboðin sú að engin ástæða er til að leggja árar í bát þótt maður sé undir heldur halda áfram, verjast vel, nýta sóknarfæri og leitast þannig við að jafna leikinn. Það má finna hina fínustu heimspeki í fótboltanum. Íslendingar eru stundum sagðir lokaðir en geta líka verið gríðarlegt stemningsfólk. Þjóð, sem á til að hafa allt á hornum sér, er nú sameinuð í fölskvalausri gleði vegna árangurs landsliðsins. Stóísk ró er sannarlega ekki hugtak sem kemur upp í hugann þegar rýnt er í viðbrögð þjóðarinnar meðan á leik liðsins við Argentínu stóð og eftir að honum lauk. Þjóðin var að tapa sér í spennu og síðan taumlausri gleði, og það fer henni bara ansi vel. Landsliðsþjálfarinn Heimir Hallgrímsson virtist þó allan tímann vera umvafinn stóískri ró. Meðan gríðarlegur fögnuður braust út meðal íslenskra áhorfenda þegar jöfnunarmark var skorað og víti varið þá brá Heimir ekki svip. Meðan aðrir misstu stjórn á sér sýndi þjálfarinn fullkomið æðruleysi. Að því má endalaust dást. Heimir Hallgrímsson var örugglega einn af mönnum þessa stórleiks.
Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun
Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar
Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar
Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar
Skoðun Misnotkun á velferðarkerfinu: Áhyggjur vegna nýbúa og kerfisglufa Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar
Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun