Lýsti áhyggjum af umræðu um stjórnmál á samfélagsmiðlum Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 18. júní 2018 06:00 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra flutti sína fyrstu þjóðhátíðarræðu á Austurvelli í gær. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Í fyrstu þjóðhátíðarræðu sinni sem forsætisráðherra, gerði Katrín Jakobsdóttir tæknibreytingar og áhrif þeirra á stjórnmálaumræðuna að sérstöku umræðuefni. Hún varaði við því að umræða á samfélagsmiðlum sem ekki megi spanna meira en 280 stafabil valdi því að dýpri stjórnmálaumræða eigi undir högg að sækja og að þessi þróun ýtti frekar undir sundrandi umræðu í pólitísku umhverfi sem einkennist af því að samvinna og málamiðlanir sem lengi hafi verið undirstaða lýðræðissamfélagsins séu orðin löstur en ekki kostur. Ekki er fyllilega skýrt hvort forsætisráðherra var að vísa til íslenskra stjórnmála sérstaklega með skýrskotun sinni til breyttra viðhorfa um samvinnu og málamiðlana, en flokkur forsætisráðherra hefur mátt þola mikla gagnrýni vegna ríkisstjórnarsamstarfs með flokkum sem hafa mjög ólíkar áherslur á sviðum skatta- og velferðarmála, umhverfismála og varnarsamstarfs á vettvangi NATO. „Mér finnst þetta mjög áhugaverðir punktar hjá henni því það er alveg tilefni til að hafa áhyggjur en svo hættir okkur líka til að mála skrattann á vegginn og segja að þetta sé allt að fara til fjandans,“ segir Eva Heiða Önnudóttir, stjórnmálafræðingur, aðspurð um breytingar á stjórnmálaumræðunni með tilkomu samfélagsmiðla og áhrifa tæknibreytinga á þá.Eva Heiða Önnudóttir, köfun, köfunarskóli, köfunarnámskeið, kafari,Eva segir að frasar og yfirlýsingar stjórnmálamanna á samfélagasmiðlum hafa sáralítil áhrif á þá sem hafi raunverulegan áhuga á stjórnmálum og fylgist vel með. Rannsóknir sýni að áhugi á stjórnmálum hafi haldist frekar svipaður frá því mælingar hófust. Áhrifana kunni hins vegar mest að gæta hjá þeim sem hafi lítinn áhuga og fylgist ekki eins vel með og hinir áhugasömu, enda hafi slíkri orðræðu gjarnan verið beint að þeim hópi. „Það er alvarleg þróun sem ber að hafa áhyggjur af,“ segir Eva. Eva segir umræðuna um hnignandi stjórnmálaumræðu ekki nýja af nálinni og vísar til þess að fyrir nokkrum áratugum hafi pólitísk umræða einkum í Bandaríkjunum byrjað að þróast út í stutta frasa í ljósvakamiðlum en hún hafi fundið sér nýjan farveg vegna samfélagsmiðla þar sem menn geti, með stuttum yfirlýsingum, náð til miklu fleiri á skemmri tíma en áður. Þá komi frasaumræðan gjarnan með poppúliskum hreyfingum bæði til hægri og vinstri og nýlegar uppsveiflur slíkra hreyfinga séu ekki einsdæmi heldur falli þær og rísi í bylgjum. Aðspurð segir Eva að þrátt fyrir þetta séu engin merki um að gæði og dýpt í pólitískri umræðu eigi frekar undir högg að sækja nú en áður, enda hverfi slík umræða ekki þótt hitt bætist við. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Ekkert bendir til þess að auglýsingar hulduhópanna hafi verið ólöglegar Engar vísbendingar eru um aðkomu erlendra aðila að kosningabaráttu á Íslandi líkt og mörg önnur ríki hafa staðið frammi fyrir. 11. júní 2018 20:31 Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Innlent Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan Innlent Fleiri fréttir Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Sjá meira
Í fyrstu þjóðhátíðarræðu sinni sem forsætisráðherra, gerði Katrín Jakobsdóttir tæknibreytingar og áhrif þeirra á stjórnmálaumræðuna að sérstöku umræðuefni. Hún varaði við því að umræða á samfélagsmiðlum sem ekki megi spanna meira en 280 stafabil valdi því að dýpri stjórnmálaumræða eigi undir högg að sækja og að þessi þróun ýtti frekar undir sundrandi umræðu í pólitísku umhverfi sem einkennist af því að samvinna og málamiðlanir sem lengi hafi verið undirstaða lýðræðissamfélagsins séu orðin löstur en ekki kostur. Ekki er fyllilega skýrt hvort forsætisráðherra var að vísa til íslenskra stjórnmála sérstaklega með skýrskotun sinni til breyttra viðhorfa um samvinnu og málamiðlana, en flokkur forsætisráðherra hefur mátt þola mikla gagnrýni vegna ríkisstjórnarsamstarfs með flokkum sem hafa mjög ólíkar áherslur á sviðum skatta- og velferðarmála, umhverfismála og varnarsamstarfs á vettvangi NATO. „Mér finnst þetta mjög áhugaverðir punktar hjá henni því það er alveg tilefni til að hafa áhyggjur en svo hættir okkur líka til að mála skrattann á vegginn og segja að þetta sé allt að fara til fjandans,“ segir Eva Heiða Önnudóttir, stjórnmálafræðingur, aðspurð um breytingar á stjórnmálaumræðunni með tilkomu samfélagsmiðla og áhrifa tæknibreytinga á þá.Eva Heiða Önnudóttir, köfun, köfunarskóli, köfunarnámskeið, kafari,Eva segir að frasar og yfirlýsingar stjórnmálamanna á samfélagasmiðlum hafa sáralítil áhrif á þá sem hafi raunverulegan áhuga á stjórnmálum og fylgist vel með. Rannsóknir sýni að áhugi á stjórnmálum hafi haldist frekar svipaður frá því mælingar hófust. Áhrifana kunni hins vegar mest að gæta hjá þeim sem hafi lítinn áhuga og fylgist ekki eins vel með og hinir áhugasömu, enda hafi slíkri orðræðu gjarnan verið beint að þeim hópi. „Það er alvarleg þróun sem ber að hafa áhyggjur af,“ segir Eva. Eva segir umræðuna um hnignandi stjórnmálaumræðu ekki nýja af nálinni og vísar til þess að fyrir nokkrum áratugum hafi pólitísk umræða einkum í Bandaríkjunum byrjað að þróast út í stutta frasa í ljósvakamiðlum en hún hafi fundið sér nýjan farveg vegna samfélagsmiðla þar sem menn geti, með stuttum yfirlýsingum, náð til miklu fleiri á skemmri tíma en áður. Þá komi frasaumræðan gjarnan með poppúliskum hreyfingum bæði til hægri og vinstri og nýlegar uppsveiflur slíkra hreyfinga séu ekki einsdæmi heldur falli þær og rísi í bylgjum. Aðspurð segir Eva að þrátt fyrir þetta séu engin merki um að gæði og dýpt í pólitískri umræðu eigi frekar undir högg að sækja nú en áður, enda hverfi slík umræða ekki þótt hitt bætist við.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Ekkert bendir til þess að auglýsingar hulduhópanna hafi verið ólöglegar Engar vísbendingar eru um aðkomu erlendra aðila að kosningabaráttu á Íslandi líkt og mörg önnur ríki hafa staðið frammi fyrir. 11. júní 2018 20:31 Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Innlent Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan Innlent Fleiri fréttir Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Sjá meira
Ekkert bendir til þess að auglýsingar hulduhópanna hafi verið ólöglegar Engar vísbendingar eru um aðkomu erlendra aðila að kosningabaráttu á Íslandi líkt og mörg önnur ríki hafa staðið frammi fyrir. 11. júní 2018 20:31