„Reykjavíkurborg á að krefja Alþingi um réttlátar breytingar á skattkerfinu" Sylvía Hall skrifar 18. júní 2018 21:01 Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi sósíalista. Fréttablaðið/Stefán Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi sósíalista, mun leggja fram þá tillögu á fyrsta fundi nýkjörinnar borgarstjórnar að Reykjavíkurborg eyði verðhækkunaráhrifum byggingarréttargjalds á félagslegar íbúðir og íbúðir sem byggðar eru af óhagnaðardrifnum leigufélögum. Aðrir flokkar í minnihluta borgarstjórnar hafa boðað tillögur um afnám byggingarréttargjaldsins á allar íbúðir. Það vilja sósíalistar ekki gera og segja sjálfsagt mál að leggja byggingaréttargjald á dýrar lóðir undir lúxusíbúðir. „Með því er borgin að skattleggja gróða lóðabraskara og verktaka, sem vilja hagnast á vel byggingu hótelíbúða fyrir ferðamenn eða á sölu lúxusíbúða til hinna ríku.“ segir Daníel Örn Arnarsson, varaborgarfulltrúi sósíalista.17 þúsund króna hækkun alvarlegt mál fyrir þau sem verst standa Í greinargerð með tillögunni taka þau dæmi af fólki sem leigir húsnæði sem hefur hækkað um 45 þúsund krónur fermetrinn vegna byggingarréttargjaldsins. Þar segir að miðað við lægstu vexti í dag megi ætla að þetta gjald hækki húsleigu 70 fermetra íbúðar um 17-20 þúsund krónur á mánuði. Þau segja þetta gjald vera skattlagningu á verst settu íbúa borgarinnar sem séu þeir sem þurfa á óhagnaðardrifinnum leigufélagum að halda. „Með þessu gjaldi er borgin því að skerða lífskjör hinna verst stæðu innan kerfis sem í fljótu bragði virðist ætlað að bæta kjör þeirra.“ segir í greinargerðinni. „17 þúsund krónur í of háa húsaleigu er alvarlegt mál fyrir fólk sem er að reyna að komast af út mánuðinn á rúmlega 200 þúsund krónum,“ segir Sanna. „17 þúsund krónur á mánuði eru yfir 200 þúsund krónur á ári og yfir 8 milljónir króna á þeim tíma sem tekur að greiða niður lán til 40 ára.“ Vill að borgin krefji Alþingi um réttlátar breytingar á skattkerfinu „Það er ekki margt sem borgarstjórn getur gert til að leiðrétta eyðileggingu nýfrjálshyggjunnar á skattkerfinu,“ segir Sanna og bendir á að Alþingi sem setji lög um útsvar og þá skatta sem sveitarfélögin mega leggja á. „En Reykjavíkurborg á að krefja Alþingi um réttlátar breytingar á skattkerfinu, öðruvísi er ekki hægt að byggja upp réttlátt samfélag í borginni. En Reykjavík á líka að haga innheimtu sinni á gjöldum svo að það skaði síst hin verst settu. Eins og staðið er að málum í dag á það ekki við um innheimtu byggingarréttargjalds af byggingum óhagnaðardrifinna leigufélaga. Þessu verður að breyta.“ Tengdar fréttir Hafnar sjálf aukagreiðslum sem borgarfulltrúi Sanna Magdalena leggur til að borgarfulltrúar og starfsmenn borgarinnar fái ekki þóknun fyrir fundi í vinnutíma en álagsgreiðslur geta verið nokkur hundruð þúsund í hverjum mánuði. Hún segir laun stjórnenda borgarinnar nógu há til að dekka undirbúning og yfirvinnu. 18. júní 2018 19:37 Mest lesið Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Fleiri fréttir „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Sjá meira
Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi sósíalista, mun leggja fram þá tillögu á fyrsta fundi nýkjörinnar borgarstjórnar að Reykjavíkurborg eyði verðhækkunaráhrifum byggingarréttargjalds á félagslegar íbúðir og íbúðir sem byggðar eru af óhagnaðardrifnum leigufélögum. Aðrir flokkar í minnihluta borgarstjórnar hafa boðað tillögur um afnám byggingarréttargjaldsins á allar íbúðir. Það vilja sósíalistar ekki gera og segja sjálfsagt mál að leggja byggingaréttargjald á dýrar lóðir undir lúxusíbúðir. „Með því er borgin að skattleggja gróða lóðabraskara og verktaka, sem vilja hagnast á vel byggingu hótelíbúða fyrir ferðamenn eða á sölu lúxusíbúða til hinna ríku.“ segir Daníel Örn Arnarsson, varaborgarfulltrúi sósíalista.17 þúsund króna hækkun alvarlegt mál fyrir þau sem verst standa Í greinargerð með tillögunni taka þau dæmi af fólki sem leigir húsnæði sem hefur hækkað um 45 þúsund krónur fermetrinn vegna byggingarréttargjaldsins. Þar segir að miðað við lægstu vexti í dag megi ætla að þetta gjald hækki húsleigu 70 fermetra íbúðar um 17-20 þúsund krónur á mánuði. Þau segja þetta gjald vera skattlagningu á verst settu íbúa borgarinnar sem séu þeir sem þurfa á óhagnaðardrifinnum leigufélagum að halda. „Með þessu gjaldi er borgin því að skerða lífskjör hinna verst stæðu innan kerfis sem í fljótu bragði virðist ætlað að bæta kjör þeirra.“ segir í greinargerðinni. „17 þúsund krónur í of háa húsaleigu er alvarlegt mál fyrir fólk sem er að reyna að komast af út mánuðinn á rúmlega 200 þúsund krónum,“ segir Sanna. „17 þúsund krónur á mánuði eru yfir 200 þúsund krónur á ári og yfir 8 milljónir króna á þeim tíma sem tekur að greiða niður lán til 40 ára.“ Vill að borgin krefji Alþingi um réttlátar breytingar á skattkerfinu „Það er ekki margt sem borgarstjórn getur gert til að leiðrétta eyðileggingu nýfrjálshyggjunnar á skattkerfinu,“ segir Sanna og bendir á að Alþingi sem setji lög um útsvar og þá skatta sem sveitarfélögin mega leggja á. „En Reykjavíkurborg á að krefja Alþingi um réttlátar breytingar á skattkerfinu, öðruvísi er ekki hægt að byggja upp réttlátt samfélag í borginni. En Reykjavík á líka að haga innheimtu sinni á gjöldum svo að það skaði síst hin verst settu. Eins og staðið er að málum í dag á það ekki við um innheimtu byggingarréttargjalds af byggingum óhagnaðardrifinna leigufélaga. Þessu verður að breyta.“
Tengdar fréttir Hafnar sjálf aukagreiðslum sem borgarfulltrúi Sanna Magdalena leggur til að borgarfulltrúar og starfsmenn borgarinnar fái ekki þóknun fyrir fundi í vinnutíma en álagsgreiðslur geta verið nokkur hundruð þúsund í hverjum mánuði. Hún segir laun stjórnenda borgarinnar nógu há til að dekka undirbúning og yfirvinnu. 18. júní 2018 19:37 Mest lesið Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Fleiri fréttir „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Sjá meira
Hafnar sjálf aukagreiðslum sem borgarfulltrúi Sanna Magdalena leggur til að borgarfulltrúar og starfsmenn borgarinnar fái ekki þóknun fyrir fundi í vinnutíma en álagsgreiðslur geta verið nokkur hundruð þúsund í hverjum mánuði. Hún segir laun stjórnenda borgarinnar nógu há til að dekka undirbúning og yfirvinnu. 18. júní 2018 19:37