Þjóðgarður er garður fyrir almenning Þorsteinn Ásgeirsson skrifar 19. júní 2018 07:00 Umhverfisráðherra skrifar grein í Fréttablaðið 13. júní sl. þar sem hann er að reka áróður fyrir friðun og áætlunum um að gera allt hálendið að þjóðgarði. Hann telur að mikill fjárhagslegur akkur sé í þjóðgörðum og nefnir útreikninga á þjóðgarðinum á vesturhluta Snæfellsness. Sá þjóðgarður er aðgengilegur bæði á bílum og gangandi umferð. Þar er þjónustuhús og upplýsingaskilti sem auka verðmætið. Af ýmsu má ráða að þarna tali úllfur í sauðargæru. Hann segir t.d. að náttúruna eigi að vernda náttúrunnar vegna. Þó það eigi við um einstakt lífríki og jarðmyndanir þá telja flestir Íslendingar að náttúruna eigi að vernda fyrir menn, en það hlýtur að vera forsenda þess að þjóðgarður skapi tekjur. Þeir gera það aðeins ef þeir eru raunverulegir þjóð-garðar, þ.e. aðgengilegir fyrir almenning. Ég hef ekki séð áætlanir um að gera miðhálendið aðgengilegra með vegalagningu, uppbyggingu þjónustu og fræðsluhúsa og sérstöku aðgengi fyrir fatlaða. Reynslan af Vatnajökulsþjóðgarði sem yrði hluti þessa þjóðgarðs og á sambærilegu landi er þvert á móti sú að menn hafa lokað leiðum í stað þess að bæta aðgengið. Það er hægt að fela hagfræðistofnun það hlutverk að reikna út hagnað af garðinum með því að telja alla fjölgun ferðamanna honum að þakka eða a.m.k. þann hluta þeirra sem hafa farið í Skaftafell og Jökulsárlón. Það er hins vegar mjög óvísindaleg nálgun því líkur eru á því að sami fjöldi hefði farið á staðinn þó þjóðgarðurinn hefði ekki verið stofnaður. Ferðamönnum fjölgar ekki við að skipta um nafn. Þá eru sérfræðingar sem umhverfisráðherra mærir í greininni sérfræðingar í náttúruvernd. Það kemur ekki fram að neinn þeirra sé sérfræðingur í að leyfa almenningi að njóta náttúrunnar á sjálfbæran hátt. Margir náttúrverndarsinnar hafa tekið hugtakið ósnortin víðerni eins og það er skilgreint í útlöndum og snarað því yfir á íslensku.Verndun fyrir menn Þar setja þeir á sömu mælistiku Amazonsvæðið og Sprengisand. Annars vegar er svæði sem þarf að vernda náttúrunnar vegna þar sem þar er mikill auður í jurtum, dýralífi og tilvist mjög frumstæðra ættflokka. Það takmarkaða jurtalíf sem er á Sprengisandi er aftur á móti víðast á hröðu undanhaldi vegna loftslagsbreytinga. Verndun hans er því fyrst og fremst til að menn geti notið þess stórbrotna umhverfis sem þar er. Þar eru ósnortin víðerni aðallega fyrir almenning að njóta. Ég hef ekki á móti þjóðgarði ef hann stendur undir nafni og almenningur fái aðgang. Þá verða menn að sníða hugtakið ósnortin víðerni að því og leyfa að víða liggi vegir, þar sé bílastæði og lágmarks þjónustuhús sem eru felld inn í umhverfið og samlagast því. Mikill kostnaður fer einnig í að vernda svæðin fyrir ágangi án þess að loka þeim. Stígar og vegaslóðar verða að vera þannig að menn vaði ekki mikið út fyrir þá. Mikil gæsla þarf að vera á viðkvæmustu stöðunum. Merkingar verða að vera greinilegar öfugt við það sem skilgreint er um ósnortin víðerni. Litlar merkingar bjóða hættunni heim. Reynslan af Vatnajökulsþjóðgarði lofar ekki góðu. Hvernig væri að leggja fé í að gera hann að þjóðgarði sem skilar raunverulegum mælanlegum tekjum, í sátt við sveitarfélög og útivistarsamtök og nota þá reynslu til að sannfæra fólk um ágæti stækkunarinnar. Meðan beðið er eftir stækkun þjóðgarðsins getur umhverfisráðherra beitt sér fyrir friðun einstakra bletta á hálendinu sem viðkvæmastir eru.Höfundur er pípulagningameistari Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Umhverfismál Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Sjá meira
Umhverfisráðherra skrifar grein í Fréttablaðið 13. júní sl. þar sem hann er að reka áróður fyrir friðun og áætlunum um að gera allt hálendið að þjóðgarði. Hann telur að mikill fjárhagslegur akkur sé í þjóðgörðum og nefnir útreikninga á þjóðgarðinum á vesturhluta Snæfellsness. Sá þjóðgarður er aðgengilegur bæði á bílum og gangandi umferð. Þar er þjónustuhús og upplýsingaskilti sem auka verðmætið. Af ýmsu má ráða að þarna tali úllfur í sauðargæru. Hann segir t.d. að náttúruna eigi að vernda náttúrunnar vegna. Þó það eigi við um einstakt lífríki og jarðmyndanir þá telja flestir Íslendingar að náttúruna eigi að vernda fyrir menn, en það hlýtur að vera forsenda þess að þjóðgarður skapi tekjur. Þeir gera það aðeins ef þeir eru raunverulegir þjóð-garðar, þ.e. aðgengilegir fyrir almenning. Ég hef ekki séð áætlanir um að gera miðhálendið aðgengilegra með vegalagningu, uppbyggingu þjónustu og fræðsluhúsa og sérstöku aðgengi fyrir fatlaða. Reynslan af Vatnajökulsþjóðgarði sem yrði hluti þessa þjóðgarðs og á sambærilegu landi er þvert á móti sú að menn hafa lokað leiðum í stað þess að bæta aðgengið. Það er hægt að fela hagfræðistofnun það hlutverk að reikna út hagnað af garðinum með því að telja alla fjölgun ferðamanna honum að þakka eða a.m.k. þann hluta þeirra sem hafa farið í Skaftafell og Jökulsárlón. Það er hins vegar mjög óvísindaleg nálgun því líkur eru á því að sami fjöldi hefði farið á staðinn þó þjóðgarðurinn hefði ekki verið stofnaður. Ferðamönnum fjölgar ekki við að skipta um nafn. Þá eru sérfræðingar sem umhverfisráðherra mærir í greininni sérfræðingar í náttúruvernd. Það kemur ekki fram að neinn þeirra sé sérfræðingur í að leyfa almenningi að njóta náttúrunnar á sjálfbæran hátt. Margir náttúrverndarsinnar hafa tekið hugtakið ósnortin víðerni eins og það er skilgreint í útlöndum og snarað því yfir á íslensku.Verndun fyrir menn Þar setja þeir á sömu mælistiku Amazonsvæðið og Sprengisand. Annars vegar er svæði sem þarf að vernda náttúrunnar vegna þar sem þar er mikill auður í jurtum, dýralífi og tilvist mjög frumstæðra ættflokka. Það takmarkaða jurtalíf sem er á Sprengisandi er aftur á móti víðast á hröðu undanhaldi vegna loftslagsbreytinga. Verndun hans er því fyrst og fremst til að menn geti notið þess stórbrotna umhverfis sem þar er. Þar eru ósnortin víðerni aðallega fyrir almenning að njóta. Ég hef ekki á móti þjóðgarði ef hann stendur undir nafni og almenningur fái aðgang. Þá verða menn að sníða hugtakið ósnortin víðerni að því og leyfa að víða liggi vegir, þar sé bílastæði og lágmarks þjónustuhús sem eru felld inn í umhverfið og samlagast því. Mikill kostnaður fer einnig í að vernda svæðin fyrir ágangi án þess að loka þeim. Stígar og vegaslóðar verða að vera þannig að menn vaði ekki mikið út fyrir þá. Mikil gæsla þarf að vera á viðkvæmustu stöðunum. Merkingar verða að vera greinilegar öfugt við það sem skilgreint er um ósnortin víðerni. Litlar merkingar bjóða hættunni heim. Reynslan af Vatnajökulsþjóðgarði lofar ekki góðu. Hvernig væri að leggja fé í að gera hann að þjóðgarði sem skilar raunverulegum mælanlegum tekjum, í sátt við sveitarfélög og útivistarsamtök og nota þá reynslu til að sannfæra fólk um ágæti stækkunarinnar. Meðan beðið er eftir stækkun þjóðgarðsins getur umhverfisráðherra beitt sér fyrir friðun einstakra bletta á hálendinu sem viðkvæmastir eru.Höfundur er pípulagningameistari
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar