Eldfim mál í tímaþröng í Víglínunni Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 2. júní 2018 10:12 Það er óhætt að segja að þingstörf séu í algeru uppnámi en þar sauð vel upp úr pottunum á fimmtudag þegar stjórnarmeirihlutinn freistaði þess að fá frumvarp meirihluta atvinnuveganefndar um lækkun veiðigjalda upp á tæpa þrjá milljarða til umræðu með afbrigðum. Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra og Hanna Katrín Friðrikasson þingflokksformaður Viðreisnar mæta í Víglínuna til Heimis Más Péturssonar fréttamanns til að ræða þessi mál og ef til vill fleiri. Stjórnarandstaðan gagnrýnir vinnubrögð í málinu harðlega og kom í veg fyrir að málið yrði tekið á dagskrá. Í frumvarpinu felst að gjaldið verði lækkað á allar útgerðir en aðalástæðan fyrir lækkuninni er sögð vera lakari afkoma lítilla og meðalstórra útgerða. En það er fleira sem veldur uppnámi í þinginu. Fyrir liggur að afgreiða umdeilda fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til næstu fimm ára. En á síðustu metrunum fyrir þinghlé lagði Sigríður Andersen dómsmálaráðherra fram viðamikið frumvarp um persónuvernd og vörslu persónuupplýsinga sem stjórnarandstaðan segir allt og stórt mál og mikilvægt til að afgreiða með hraði í gegnum þingið. Smári McCarthy þingmaður Pírata og fleiri hafa kallað eftir þessu frumvarpi mánuðum saman. Hann mætir í Víglínuna til að ræða þessi mál með Sigríði Andersen dómsmálaráðherra. Víglínan er í opinni dagskrá og beinni útsendingu á Stöð 2 og Vísi klukkan 12:20. Víglínan Mest lesið Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Erlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fleiri fréttir Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Sjá meira
Það er óhætt að segja að þingstörf séu í algeru uppnámi en þar sauð vel upp úr pottunum á fimmtudag þegar stjórnarmeirihlutinn freistaði þess að fá frumvarp meirihluta atvinnuveganefndar um lækkun veiðigjalda upp á tæpa þrjá milljarða til umræðu með afbrigðum. Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra og Hanna Katrín Friðrikasson þingflokksformaður Viðreisnar mæta í Víglínuna til Heimis Más Péturssonar fréttamanns til að ræða þessi mál og ef til vill fleiri. Stjórnarandstaðan gagnrýnir vinnubrögð í málinu harðlega og kom í veg fyrir að málið yrði tekið á dagskrá. Í frumvarpinu felst að gjaldið verði lækkað á allar útgerðir en aðalástæðan fyrir lækkuninni er sögð vera lakari afkoma lítilla og meðalstórra útgerða. En það er fleira sem veldur uppnámi í þinginu. Fyrir liggur að afgreiða umdeilda fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til næstu fimm ára. En á síðustu metrunum fyrir þinghlé lagði Sigríður Andersen dómsmálaráðherra fram viðamikið frumvarp um persónuvernd og vörslu persónuupplýsinga sem stjórnarandstaðan segir allt og stórt mál og mikilvægt til að afgreiða með hraði í gegnum þingið. Smári McCarthy þingmaður Pírata og fleiri hafa kallað eftir þessu frumvarpi mánuðum saman. Hann mætir í Víglínuna til að ræða þessi mál með Sigríði Andersen dómsmálaráðherra. Víglínan er í opinni dagskrá og beinni útsendingu á Stöð 2 og Vísi klukkan 12:20.
Víglínan Mest lesið Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Erlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fleiri fréttir Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Sjá meira