Eldfim mál í tímaþröng í Víglínunni Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 2. júní 2018 10:12 Það er óhætt að segja að þingstörf séu í algeru uppnámi en þar sauð vel upp úr pottunum á fimmtudag þegar stjórnarmeirihlutinn freistaði þess að fá frumvarp meirihluta atvinnuveganefndar um lækkun veiðigjalda upp á tæpa þrjá milljarða til umræðu með afbrigðum. Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra og Hanna Katrín Friðrikasson þingflokksformaður Viðreisnar mæta í Víglínuna til Heimis Más Péturssonar fréttamanns til að ræða þessi mál og ef til vill fleiri. Stjórnarandstaðan gagnrýnir vinnubrögð í málinu harðlega og kom í veg fyrir að málið yrði tekið á dagskrá. Í frumvarpinu felst að gjaldið verði lækkað á allar útgerðir en aðalástæðan fyrir lækkuninni er sögð vera lakari afkoma lítilla og meðalstórra útgerða. En það er fleira sem veldur uppnámi í þinginu. Fyrir liggur að afgreiða umdeilda fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til næstu fimm ára. En á síðustu metrunum fyrir þinghlé lagði Sigríður Andersen dómsmálaráðherra fram viðamikið frumvarp um persónuvernd og vörslu persónuupplýsinga sem stjórnarandstaðan segir allt og stórt mál og mikilvægt til að afgreiða með hraði í gegnum þingið. Smári McCarthy þingmaður Pírata og fleiri hafa kallað eftir þessu frumvarpi mánuðum saman. Hann mætir í Víglínuna til að ræða þessi mál með Sigríði Andersen dómsmálaráðherra. Víglínan er í opinni dagskrá og beinni útsendingu á Stöð 2 og Vísi klukkan 12:20. Víglínan Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Innlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent Fleiri fréttir Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi Sjá meira
Það er óhætt að segja að þingstörf séu í algeru uppnámi en þar sauð vel upp úr pottunum á fimmtudag þegar stjórnarmeirihlutinn freistaði þess að fá frumvarp meirihluta atvinnuveganefndar um lækkun veiðigjalda upp á tæpa þrjá milljarða til umræðu með afbrigðum. Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra og Hanna Katrín Friðrikasson þingflokksformaður Viðreisnar mæta í Víglínuna til Heimis Más Péturssonar fréttamanns til að ræða þessi mál og ef til vill fleiri. Stjórnarandstaðan gagnrýnir vinnubrögð í málinu harðlega og kom í veg fyrir að málið yrði tekið á dagskrá. Í frumvarpinu felst að gjaldið verði lækkað á allar útgerðir en aðalástæðan fyrir lækkuninni er sögð vera lakari afkoma lítilla og meðalstórra útgerða. En það er fleira sem veldur uppnámi í þinginu. Fyrir liggur að afgreiða umdeilda fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til næstu fimm ára. En á síðustu metrunum fyrir þinghlé lagði Sigríður Andersen dómsmálaráðherra fram viðamikið frumvarp um persónuvernd og vörslu persónuupplýsinga sem stjórnarandstaðan segir allt og stórt mál og mikilvægt til að afgreiða með hraði í gegnum þingið. Smári McCarthy þingmaður Pírata og fleiri hafa kallað eftir þessu frumvarpi mánuðum saman. Hann mætir í Víglínuna til að ræða þessi mál með Sigríði Andersen dómsmálaráðherra. Víglínan er í opinni dagskrá og beinni útsendingu á Stöð 2 og Vísi klukkan 12:20.
Víglínan Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Innlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent Fleiri fréttir Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi Sjá meira