Segir kerfið viðhalda ofbeldinu eftir að ofbeldissambandi ljúki Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 4. júní 2018 19:15 Þolandi heimilisofbeldis segir kerfið viðhalda ofbeldinu eftir að ofbeldissambandi ljúki. Hún hafi staðið í tuttugu mánaða skilnaðarferli þar sem ofbeldismanninum takist endalaust að tefja fyrir og þannig stjórna ferlinu. Hún berst því enn fyrir algjöru frelsi frá manninum þrátt fyrir að hann hafi fengið fimm nálgunarbönn og dóm fyrir ofbeldi. Sonja Einarsdóttir var í sambandi með fyrrverandi eiginmanni sínum í átján ár þar sem ofbeldi af hans hálfu stigmagnaðist ár frá ári. Í október 2016 náði það hápunkti og þá fór Sonja með börnin sín í Kvennaathvarfið. Þar fann hún stuðning og kjark og tók þá mikilvægu ákvörðun að hringja í sýslumann til að sækja um skilnað. „Ég fæ tíma mánuði seinna. Hann er ekki boðaður til Sýslumanns fyrr en þremur mánuðum seinna. Mánuði eftir það erum við boðuð í sáttarmeðferð hjá félagsráðgjafa. Þarna er hann þegar kominn með þrjú nálgunarbönn, þegar þetta er.“ Nú tuttugu mánuðum síðar er maðurinn kominn með fimm nálgunarbönn, dóm fyrir ofbeldi og hefur sent Sonju tæplega þrjú hundruð tölvupósta með ýmist ástarjátningum eða beinum hótunum. En skilnaðarferlinu er ekki enn lokið og hefur Sonja þurft að fara með öll mál dómstólaleiðina, með tilheyrandi óþægindum og kostnaði. „Þetta strandar á honum. Til dæmis núna eftir að lögskilnaði lauk og forsjáin var tekin fyrir hjá dómstólum, hófst fjárskiptin í desember og hafa verið haldnir 8-9 fundir. Hann hefur aldrei mætt. Það eru veittir stöðugir frestir. Hann stjórnar ennþá ferðinni. Ofbeldið heldur áfram. Því lauk ekkert í október 2016. Það heldur áfram.“ Sonja segir kerfið þurfa að meta aðstæður hvers og eins - skilnaðarferli geti ekki og ætti ekki að vera eins hjá öllum. Í hennar tilfelli sé það mjög skýrt að um ofbeldissamband sé að ræða. Þarna er svo margt til staðfestingar að ofbeldi hafi átt sér stað og það þarf að veita skilnað fljótt.Hvenær heldurðu að þessu ljúki? „Ég veit það ekki en ég reyni að vera bjartsýn.“ Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Þolandi heimilisofbeldis segir kerfið viðhalda ofbeldinu eftir að ofbeldissambandi ljúki. Hún hafi staðið í tuttugu mánaða skilnaðarferli þar sem ofbeldismanninum takist endalaust að tefja fyrir og þannig stjórna ferlinu. Hún berst því enn fyrir algjöru frelsi frá manninum þrátt fyrir að hann hafi fengið fimm nálgunarbönn og dóm fyrir ofbeldi. Sonja Einarsdóttir var í sambandi með fyrrverandi eiginmanni sínum í átján ár þar sem ofbeldi af hans hálfu stigmagnaðist ár frá ári. Í október 2016 náði það hápunkti og þá fór Sonja með börnin sín í Kvennaathvarfið. Þar fann hún stuðning og kjark og tók þá mikilvægu ákvörðun að hringja í sýslumann til að sækja um skilnað. „Ég fæ tíma mánuði seinna. Hann er ekki boðaður til Sýslumanns fyrr en þremur mánuðum seinna. Mánuði eftir það erum við boðuð í sáttarmeðferð hjá félagsráðgjafa. Þarna er hann þegar kominn með þrjú nálgunarbönn, þegar þetta er.“ Nú tuttugu mánuðum síðar er maðurinn kominn með fimm nálgunarbönn, dóm fyrir ofbeldi og hefur sent Sonju tæplega þrjú hundruð tölvupósta með ýmist ástarjátningum eða beinum hótunum. En skilnaðarferlinu er ekki enn lokið og hefur Sonja þurft að fara með öll mál dómstólaleiðina, með tilheyrandi óþægindum og kostnaði. „Þetta strandar á honum. Til dæmis núna eftir að lögskilnaði lauk og forsjáin var tekin fyrir hjá dómstólum, hófst fjárskiptin í desember og hafa verið haldnir 8-9 fundir. Hann hefur aldrei mætt. Það eru veittir stöðugir frestir. Hann stjórnar ennþá ferðinni. Ofbeldið heldur áfram. Því lauk ekkert í október 2016. Það heldur áfram.“ Sonja segir kerfið þurfa að meta aðstæður hvers og eins - skilnaðarferli geti ekki og ætti ekki að vera eins hjá öllum. Í hennar tilfelli sé það mjög skýrt að um ofbeldissamband sé að ræða. Þarna er svo margt til staðfestingar að ofbeldi hafi átt sér stað og það þarf að veita skilnað fljótt.Hvenær heldurðu að þessu ljúki? „Ég veit það ekki en ég reyni að vera bjartsýn.“
Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira