Viðskipti innlent

Almenna leigufélagið fær að reka gistiheimili

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Valdimar Ármann, forstjóri Gamma Capital Management.
Valdimar Ármann, forstjóri Gamma Capital Management. Vísir/Stefán
Samkeppniseftirlitið aðhefst ekkert vegna kaupa Almenna leigufélagsins, sem er í eigu fagfjárfestasjóðs í rekstri GAMMA, á fjórum gistiheimilum í 101 og rekstrarfélaginu Reykjavík Apartments sem rekur gistiþjónustu í húsunum.

Almenna leigufélagið er fyrirtæki sem hefur með höndum eignarhald og útleigu á íbúðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu til langs tíma á almennum markaði en að nokkru útleigu íbúðarhúsnæðis til skamms tíma til ferðamanna.



Tengdar fréttir

Hagnaður GAMMA minnkaði um fjórðung

Hagnaður fjármálafyrirtækisins GAMMA Capital Management nam tæplega 626 milljónum króna í fyrra og dróst saman um 26 prósent frá fyrra ári.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×