Weinstein segist saklaus Samúel Karl Ólason skrifar 5. júní 2018 14:33 Harvey Weinstein. Vísir/AP Kvikmyndaframleiðandinn Harvey Weinstein hefur lýst yfir sakleysi sínu fyrir rétti í New York, þar sem hann hefur verið ákærður fyrir nauðgun og önnur kynferðisbrot. Honum er gert að hafa nauðgað konu á hótelherbergi í borginni og þvingað aðra til munnmaka á skrifstofu sinni. Hann mun þurfa að greiða milljón dala í tryggingu til að fá að ganga laus á meðan réttarhöld standa yfir. Weinstein var um skeið einn farsælasti kvikmyndaframleiðandi í Hollywood en á síðustu mánuðum hafa rúmlega 70 konur í kvikmyndaiðnaðinum stigið fram og sakað Weinstein um að hafa beitt sig kynferðislegu ofbeldi. Fjöldi leikkvenna hefur greint frá því að Weinstein hafi beitt áhrifum sínum í Hollywood og hótað því að koma í veg fyrir framgang þeirra í starfi myndu þær ekki beygja sig undir vilja Weinsteins. Weinstein var ákærður í New York í síðustu viku en hann á einnig ákærur yfir höfði sér í Los Angeles, London og frá alríkisyfirvöldum Bandaríkjanna. Hann er 66 ára gamall og hefur að undanförnu dvalið á meðferðarstofnun í Arizona hvar hann sótti meðferð við kynlífsfíkn. Benjamin Brafman, lögmaður Weinstein, sagði þetta vera byrjunina á vörn skjólstæðings síns og að miðað við sönnunargögnin sem þeir hefðu séð væri málið auðunnið. Brafman sagði að eins slæmur glæpur og nauðgun væri, væri jafn slæmt að vera sakaður um nauðgun að ósekju. Réttarhöldin munu hefjast þann 20. september. Bandaríkin MeToo Tengdar fréttir Harvey Weinstein ákærður fyrir nauðgun Ákærudómstóll í New York hefur formlega ákært kvikmyndafrmaleiðandann. 30. maí 2018 22:58 Brad Pitt hótaði Harvey Weinstein lífláti "Ef þú gerir eitthvað til að láta henni líða óþægilega aftur mun ég drepa þig.“ 24. maí 2018 22:30 Harvey Weinstein búinn að gefa sig fram við lögreglu í New York Weinstein hefur verið til rannsóknar hjá lögreglunni undanfarna mánuði vegna gruns um kynferðisbrot gegn fjölda kvenna. 25. maí 2018 11:51 Verjandi Weinsteins á erfitt verk fyrir höndum: „Hann er táknmynd níðingsins“ Lögfræðingar eru sammála um að Ben Brafman, verjandi Weinsteins, eigi erfitt verk fyrir höndum. 26. maí 2018 19:46 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Fleiri fréttir Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Sjá meira
Kvikmyndaframleiðandinn Harvey Weinstein hefur lýst yfir sakleysi sínu fyrir rétti í New York, þar sem hann hefur verið ákærður fyrir nauðgun og önnur kynferðisbrot. Honum er gert að hafa nauðgað konu á hótelherbergi í borginni og þvingað aðra til munnmaka á skrifstofu sinni. Hann mun þurfa að greiða milljón dala í tryggingu til að fá að ganga laus á meðan réttarhöld standa yfir. Weinstein var um skeið einn farsælasti kvikmyndaframleiðandi í Hollywood en á síðustu mánuðum hafa rúmlega 70 konur í kvikmyndaiðnaðinum stigið fram og sakað Weinstein um að hafa beitt sig kynferðislegu ofbeldi. Fjöldi leikkvenna hefur greint frá því að Weinstein hafi beitt áhrifum sínum í Hollywood og hótað því að koma í veg fyrir framgang þeirra í starfi myndu þær ekki beygja sig undir vilja Weinsteins. Weinstein var ákærður í New York í síðustu viku en hann á einnig ákærur yfir höfði sér í Los Angeles, London og frá alríkisyfirvöldum Bandaríkjanna. Hann er 66 ára gamall og hefur að undanförnu dvalið á meðferðarstofnun í Arizona hvar hann sótti meðferð við kynlífsfíkn. Benjamin Brafman, lögmaður Weinstein, sagði þetta vera byrjunina á vörn skjólstæðings síns og að miðað við sönnunargögnin sem þeir hefðu séð væri málið auðunnið. Brafman sagði að eins slæmur glæpur og nauðgun væri, væri jafn slæmt að vera sakaður um nauðgun að ósekju. Réttarhöldin munu hefjast þann 20. september.
Bandaríkin MeToo Tengdar fréttir Harvey Weinstein ákærður fyrir nauðgun Ákærudómstóll í New York hefur formlega ákært kvikmyndafrmaleiðandann. 30. maí 2018 22:58 Brad Pitt hótaði Harvey Weinstein lífláti "Ef þú gerir eitthvað til að láta henni líða óþægilega aftur mun ég drepa þig.“ 24. maí 2018 22:30 Harvey Weinstein búinn að gefa sig fram við lögreglu í New York Weinstein hefur verið til rannsóknar hjá lögreglunni undanfarna mánuði vegna gruns um kynferðisbrot gegn fjölda kvenna. 25. maí 2018 11:51 Verjandi Weinsteins á erfitt verk fyrir höndum: „Hann er táknmynd níðingsins“ Lögfræðingar eru sammála um að Ben Brafman, verjandi Weinsteins, eigi erfitt verk fyrir höndum. 26. maí 2018 19:46 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Fleiri fréttir Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Sjá meira
Harvey Weinstein ákærður fyrir nauðgun Ákærudómstóll í New York hefur formlega ákært kvikmyndafrmaleiðandann. 30. maí 2018 22:58
Brad Pitt hótaði Harvey Weinstein lífláti "Ef þú gerir eitthvað til að láta henni líða óþægilega aftur mun ég drepa þig.“ 24. maí 2018 22:30
Harvey Weinstein búinn að gefa sig fram við lögreglu í New York Weinstein hefur verið til rannsóknar hjá lögreglunni undanfarna mánuði vegna gruns um kynferðisbrot gegn fjölda kvenna. 25. maí 2018 11:51
Verjandi Weinsteins á erfitt verk fyrir höndum: „Hann er táknmynd níðingsins“ Lögfræðingar eru sammála um að Ben Brafman, verjandi Weinsteins, eigi erfitt verk fyrir höndum. 26. maí 2018 19:46