Þrýsta á NATO-ríki að auka viðbúnað Samúel Karl Ólason skrifar 5. júní 2018 16:52 Franskir hermenn við æfingar. Vísir/EPA Yfirvöld Bandaríkjanna þrýsta nú á bandamenn sína í Atlantshafsbandalaginu að auka hernaðarviðbúnað vegna ógnar frá Rússlandi. James Mattis, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, mun ræða við aðra varnarmálaráðherra NATO í Brussel á fimmtudaginn þar sem fara á yfir tillögurnar fyriri leiðtogafund bandalagsins í júlí. Samkvæmt tillögunum verður NATO gert að hafa 30 herdeildir, 30 flugsveitir og 30 herskip klár til að bregðast við með skömmum fyrirvara. Ein herdeild samanstendur af sex hundruð til þúsund hermönnum. Þetta hefur Reuters fréttaveitan eftir heimildarmönnum innan NATO og Bandaríkjanna. Einn heimildarmaður Reuters sagði ljóst að Rússar gætu ráðist á Eystrasaltsríkin og Pólland með mjög skömmum fyrirvara. Ríki Evrópu hafa hins vegar dregið verulega úr fjárútlátum til varnarmála á undanförnum árum og jafnvel áratugum og hefur það leitt til þess að mörg ríki NATO gætu ekki brugðist við á skömmum tíma. Bandaríkin opinberuðu í byrjun árs nýja varnarstefnu ríkisins (e. National Defense Strategy) þar sem fram kom að þarfasta verk Bandaríkjanna væri að sporna gegn áhrifum Rússlands og Kína.Sjá einnig: Snúa sér að Kína og Rússlandi Einn embættismaður frá Bandaríkjunum sagði áðurnefnda tillögu taka mið af nýju varnarstefnunni. Aðgerðir Rússa í Úkraínu, innlimun Krímskaga og umfangsmiklar heræfingar í vesturhluta landsins hafa vakið áhyggjur í höfuðstöðvum NATO og hafa Bandaríkin sakað Rússa um að ætla sér að sundra bandalaginu. Rússar segja það þó þvælu og að eina ógnin í Austur-Evrópu sé tilkomin vegna NATO. Breska hugveitan Institute of Strategic Studies áætlar að NATO búi yfir rúmlega tveimur milljónum hermanna og Rússar um 830 þúsund. Eftir innlimun Krímskaga setti NATO saman smáa sveit sem hægt væri að senda tiltölulega fljótt í orrustu og kom fyrir fjórum herdeildum í Eystrasaltsríkjunum og í Póllandi. Það er þó óljóst hvaðan nýju herdeildirnar ættu að koma, samkvæmt Reuters. Frakkar standa nú þegar í átökum í Afríku og Bretar hafa minnkað herafla sinn á undanförnum árum. NATO Mest lesið Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Vopnahlé tekur gildi Erlent Annar andstæðingur Trumps ákærður Erlent Hægagangur á rússneska hagkerfinu Erlent Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Innlent Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Fleiri fréttir Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Sjá meira
Yfirvöld Bandaríkjanna þrýsta nú á bandamenn sína í Atlantshafsbandalaginu að auka hernaðarviðbúnað vegna ógnar frá Rússlandi. James Mattis, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, mun ræða við aðra varnarmálaráðherra NATO í Brussel á fimmtudaginn þar sem fara á yfir tillögurnar fyriri leiðtogafund bandalagsins í júlí. Samkvæmt tillögunum verður NATO gert að hafa 30 herdeildir, 30 flugsveitir og 30 herskip klár til að bregðast við með skömmum fyrirvara. Ein herdeild samanstendur af sex hundruð til þúsund hermönnum. Þetta hefur Reuters fréttaveitan eftir heimildarmönnum innan NATO og Bandaríkjanna. Einn heimildarmaður Reuters sagði ljóst að Rússar gætu ráðist á Eystrasaltsríkin og Pólland með mjög skömmum fyrirvara. Ríki Evrópu hafa hins vegar dregið verulega úr fjárútlátum til varnarmála á undanförnum árum og jafnvel áratugum og hefur það leitt til þess að mörg ríki NATO gætu ekki brugðist við á skömmum tíma. Bandaríkin opinberuðu í byrjun árs nýja varnarstefnu ríkisins (e. National Defense Strategy) þar sem fram kom að þarfasta verk Bandaríkjanna væri að sporna gegn áhrifum Rússlands og Kína.Sjá einnig: Snúa sér að Kína og Rússlandi Einn embættismaður frá Bandaríkjunum sagði áðurnefnda tillögu taka mið af nýju varnarstefnunni. Aðgerðir Rússa í Úkraínu, innlimun Krímskaga og umfangsmiklar heræfingar í vesturhluta landsins hafa vakið áhyggjur í höfuðstöðvum NATO og hafa Bandaríkin sakað Rússa um að ætla sér að sundra bandalaginu. Rússar segja það þó þvælu og að eina ógnin í Austur-Evrópu sé tilkomin vegna NATO. Breska hugveitan Institute of Strategic Studies áætlar að NATO búi yfir rúmlega tveimur milljónum hermanna og Rússar um 830 þúsund. Eftir innlimun Krímskaga setti NATO saman smáa sveit sem hægt væri að senda tiltölulega fljótt í orrustu og kom fyrir fjórum herdeildum í Eystrasaltsríkjunum og í Póllandi. Það er þó óljóst hvaðan nýju herdeildirnar ættu að koma, samkvæmt Reuters. Frakkar standa nú þegar í átökum í Afríku og Bretar hafa minnkað herafla sinn á undanförnum árum.
NATO Mest lesið Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Vopnahlé tekur gildi Erlent Annar andstæðingur Trumps ákærður Erlent Hægagangur á rússneska hagkerfinu Erlent Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Innlent Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Fleiri fréttir Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Sjá meira