ASÍ mótmælir harðlega lækkun veiðigjalda Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 5. júní 2018 18:00 Gylfi Arnbjörnsson er forseti ASÍ. VÍSIR/VILHELM Alþýðusamband Íslands, ASÍ, mótmælir harðlega fyrirhugaðri lækkun veiðigjalda í umsögn sem sambandið hefur sent inn til Alþingis vegna frumvarps meirihluta atvinnuveganefndar þar sem lagt er til að veiðigjöld verði lækkuð. Í umsögn sinni segir ASÍ að verið sé að „létta eðlilegu endurgjaldi fyrir afnot af þjóðarauðlind af nokkrum best stöddu fyrirtækjum landsins. Erfiðleika sem minni útgerðir glíma við þarf að leysa á annan hátt og ekki hægt að nota vanda þeirra til að rökstyðja almenna lækkun veiðigjalda.“ Greint var frá því í Fréttablaðinu í dag að heildarlækkun veiðigjaldanna nemur um 2,6 milljörðum króna, verði lækkun veiðigjaldanna 24 prósent eins og frumvarpið gerir ráð fyrir á algengustu tegundirnar. Fágætari tegundir eiga það til að lækka meira og því gæti heildarlækkunin orðið enn meiri, en af þessum 2,6 milljörðum munu gjöld 10 stærstu útgerðanna lækka um rúmlega 1,3 milljarða með breytingunum. Þær munu því taka til sín um helming lækkunarinnar. ASÍ segir í umsögn sinni að sú leið sem farin sé við ákvörðun veiðigjalda sé fjarri því að vera skilvirk. „Þegar vel hefur gengið í sjávarútvegi hafa lækkanir verið rökstuddar með því að horfur séu slæmar fram í tímann, og þegar staðan þrengist eru þau aftur lækkuð með sömu rökum,“ segir í umsögninni. Þá segir jafnframt að ASÍ hafi ítrekað gagnrýnt að veik rekstrarstaða smárra útgerða sé notuð til að lækka veiðigjöld á best settu fyrirtæki landsins. „Fiskveiðistjórnunarkerfið hefur skapað hagræðingu, aukið framleiðni og skapað gríðarlegan arð. Á móti hefur kerfið haft neikvæð áhrif á margar byggðir, og því algjör grunnforsenda að stjórnmálamenn tryggi að þjóðin fái hlutdeild í þeim auðlindaarði sem til verður,“ segir í umsögn sambandsins sem einnig gagnrýnir harðlega meðferð málsins af hálfu atvinnuveganefndar. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, hefur sagt að hún skilji þá gagnrýni stjórnarandstöðunnar á málið að það sé að koma seint fram. Hins vegar hafi hún alltaf verið þeirrar skoðunar að gjöldin eigi að vera afkomutengd. Formenn og þingflokksformenn þeirra flokka sem sæti eiga á Alþingi hafa fundað stíft í dag til að reyna að semja um lyktir frumvarpsins. Rætt verður við þær Lilju Rafney Magnúsdóttur, formann, atvinnuveganefndar, og Hönnu Katrínu Friðriksson, þingflokksformann Viðreisnar, í beinni útsendingu í fréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30. Alþingi Tengdar fréttir Allt á öðrum endanum á Alþingi Dagskrá Alþingis fór öll úr skorðum í dag eftir að stjórnarliðar lögðu fram frumvarp um lækkun veiðigjalda upp á um þrjá milljarða króna á næsta fiskveiðiári. 31. maí 2018 19:00 Tíu stærstu fá helming lækkunarinnar Heildarlækkun veiðigjalda á næsta ári verður á þriðja milljarð króna, verði frumvarp þess efnis samþykkt. Hagfræðingur gagnrýnir frumvarpið fyrir að hygla stórum fyrirtækjum en forsætisráðherra segir að komið sé til móts við lítil og meðalstór fyrirtæki. 5. júní 2018 06:00 Segir hluta stjórnarandstöðunnar þyrla upp moldviðri í umræðunni um veiðigjöld Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, kom inn á umræðuna um veiðigjöld í ræðu sinni á eldhúsdegi á Alþingi í kvöld. 4. júní 2018 20:19 Mest lesið Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Veður Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Undirbúa árásir á Húta og hernám Gasa Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Fleiri fréttir Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sjá meira
Alþýðusamband Íslands, ASÍ, mótmælir harðlega fyrirhugaðri lækkun veiðigjalda í umsögn sem sambandið hefur sent inn til Alþingis vegna frumvarps meirihluta atvinnuveganefndar þar sem lagt er til að veiðigjöld verði lækkuð. Í umsögn sinni segir ASÍ að verið sé að „létta eðlilegu endurgjaldi fyrir afnot af þjóðarauðlind af nokkrum best stöddu fyrirtækjum landsins. Erfiðleika sem minni útgerðir glíma við þarf að leysa á annan hátt og ekki hægt að nota vanda þeirra til að rökstyðja almenna lækkun veiðigjalda.“ Greint var frá því í Fréttablaðinu í dag að heildarlækkun veiðigjaldanna nemur um 2,6 milljörðum króna, verði lækkun veiðigjaldanna 24 prósent eins og frumvarpið gerir ráð fyrir á algengustu tegundirnar. Fágætari tegundir eiga það til að lækka meira og því gæti heildarlækkunin orðið enn meiri, en af þessum 2,6 milljörðum munu gjöld 10 stærstu útgerðanna lækka um rúmlega 1,3 milljarða með breytingunum. Þær munu því taka til sín um helming lækkunarinnar. ASÍ segir í umsögn sinni að sú leið sem farin sé við ákvörðun veiðigjalda sé fjarri því að vera skilvirk. „Þegar vel hefur gengið í sjávarútvegi hafa lækkanir verið rökstuddar með því að horfur séu slæmar fram í tímann, og þegar staðan þrengist eru þau aftur lækkuð með sömu rökum,“ segir í umsögninni. Þá segir jafnframt að ASÍ hafi ítrekað gagnrýnt að veik rekstrarstaða smárra útgerða sé notuð til að lækka veiðigjöld á best settu fyrirtæki landsins. „Fiskveiðistjórnunarkerfið hefur skapað hagræðingu, aukið framleiðni og skapað gríðarlegan arð. Á móti hefur kerfið haft neikvæð áhrif á margar byggðir, og því algjör grunnforsenda að stjórnmálamenn tryggi að þjóðin fái hlutdeild í þeim auðlindaarði sem til verður,“ segir í umsögn sambandsins sem einnig gagnrýnir harðlega meðferð málsins af hálfu atvinnuveganefndar. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, hefur sagt að hún skilji þá gagnrýni stjórnarandstöðunnar á málið að það sé að koma seint fram. Hins vegar hafi hún alltaf verið þeirrar skoðunar að gjöldin eigi að vera afkomutengd. Formenn og þingflokksformenn þeirra flokka sem sæti eiga á Alþingi hafa fundað stíft í dag til að reyna að semja um lyktir frumvarpsins. Rætt verður við þær Lilju Rafney Magnúsdóttur, formann, atvinnuveganefndar, og Hönnu Katrínu Friðriksson, þingflokksformann Viðreisnar, í beinni útsendingu í fréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.
Alþingi Tengdar fréttir Allt á öðrum endanum á Alþingi Dagskrá Alþingis fór öll úr skorðum í dag eftir að stjórnarliðar lögðu fram frumvarp um lækkun veiðigjalda upp á um þrjá milljarða króna á næsta fiskveiðiári. 31. maí 2018 19:00 Tíu stærstu fá helming lækkunarinnar Heildarlækkun veiðigjalda á næsta ári verður á þriðja milljarð króna, verði frumvarp þess efnis samþykkt. Hagfræðingur gagnrýnir frumvarpið fyrir að hygla stórum fyrirtækjum en forsætisráðherra segir að komið sé til móts við lítil og meðalstór fyrirtæki. 5. júní 2018 06:00 Segir hluta stjórnarandstöðunnar þyrla upp moldviðri í umræðunni um veiðigjöld Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, kom inn á umræðuna um veiðigjöld í ræðu sinni á eldhúsdegi á Alþingi í kvöld. 4. júní 2018 20:19 Mest lesið Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Veður Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Undirbúa árásir á Húta og hernám Gasa Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Fleiri fréttir Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sjá meira
Allt á öðrum endanum á Alþingi Dagskrá Alþingis fór öll úr skorðum í dag eftir að stjórnarliðar lögðu fram frumvarp um lækkun veiðigjalda upp á um þrjá milljarða króna á næsta fiskveiðiári. 31. maí 2018 19:00
Tíu stærstu fá helming lækkunarinnar Heildarlækkun veiðigjalda á næsta ári verður á þriðja milljarð króna, verði frumvarp þess efnis samþykkt. Hagfræðingur gagnrýnir frumvarpið fyrir að hygla stórum fyrirtækjum en forsætisráðherra segir að komið sé til móts við lítil og meðalstór fyrirtæki. 5. júní 2018 06:00
Segir hluta stjórnarandstöðunnar þyrla upp moldviðri í umræðunni um veiðigjöld Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, kom inn á umræðuna um veiðigjöld í ræðu sinni á eldhúsdegi á Alþingi í kvöld. 4. júní 2018 20:19