Núverandi meirihlutatilraun í Reykjavík ekki gengið án fjölgunar borgarfulltrúa Heimir Már Pétursson skrifar 8. júní 2018 19:30 Þeir flokkar sem nú reyna að mynda meirihluta í Reykjavík hefðu ekki náð meirihluta borgarfulltrúa ef þeim hefði ekki verið fjölgað úr fimmtán í tuttugu og þrjá. Vinstri græn hefðu ekki náð inn manni. Í sveitarstjórnarkosningunum fyrir rúmri viku fengu þeir flokkar sem áður mynduðu meirihluta í Reykjavík og buðu fram í kosningunum tíu fulltrúa og eftir að Viðreisn hóf viðræður við þá hafa flokkarnir fjórir tólf fulltrúa, sem er lágmarksfjöldi til að mynda meirihluta. Sjálfstæðisflokkurinn, Miðflokkurinn og Flokkur fólksins hafa síðan tíu fulltrúa en Sósíalistaflokkurinn ákvað fljótlega eftir kosningar að taka ekki þátt í meirihlutaviðræðum. Borgarfulltrúum var fjölgað úr 15 í 23 eftir kosningarnar hinn 26. maí. Ef það hefði ekki verið gert hefðu þeir flokkar sem nú ræða myndun meirihluta ekki meirihluta borgarfulltrúa á bakvið sig því Vinstri græn hefðu ekki náð inn borgarfulltrúa og Viðreisn fengið einn en ekki tvo fulltrúa. Átta fulltrúa hefði þurft til að mynda meirihluta en Samfylkingin, Píratar og Viðreisn hefðu fengið sjö menn kjörna. Þá hefði Flokkur fólksins heldur ekki náð inn manni, Sjálfstæðisflokkurinn hefði fengið sex og Miðflokkurinn einn. Viðreisn hefði því hæglega getað myndað meirihluta með þessum tveimur flokkum, en þeir flokkar sem nú tala saman hefðu þurft á fulltrúa Sósíalistaflokksins eða Miðflokksins að halda til að ná að mynda meirihluta. Aðrar samsetningar hefðu vissulega verið mögulegar. Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn hefðu getað myndað stóran meirihluta og Píratar og Sósíalistar hefðu einnig getað farið í viðræður við Sjálfstæðisflokkinn þótt það verði að teljast ólíklegt miðað við yfirlýsingar flokkanna. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir að ef ekki hefði verið fjölgað í borgarstjórn hefðu ef til vill færri flokkar boðið fram og atkvæði dreifst minna. „Það sést af þessu að það falla færri atkvæði dauð með nýja fyrirkomulaginu. Þannig að fleiri borgarfulltrúar endurspegla þá betur þau fjölbreyttu sjónarmið sem eru á meðal borgarbúa,“ segir Dagur. Kosningar 2018 Tengdar fréttir Pawel sæmilega bjartsýnn Samfylking, Viðreisn, Píratar og Vinstri græn hafa fundað stíft undanfarna daga í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti. 6. júní 2018 16:32 „Ég held hún yrði frábær borgarstjóri“ "Auðvitað vil ég einna helst sjá Lóu sem borgarstjóra af því að mér finnst hún frábær.“ 6. júní 2018 15:45 Ætla sér að styðja tiltekin mál án tillits til meirihlutasamstarfs Sósíalistaflokkur Íslands ætlar að styðja við þau mál sem flokkurinn setti á oddinn í aðdraganda borgarstjórnarkosninga án tillits til þess hvaða flokkar það verða sem mynda nýjan meirihluta. 5. júní 2018 15:41 Mest lesið Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Innlent Fleiri fréttir Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Sjá meira
Þeir flokkar sem nú reyna að mynda meirihluta í Reykjavík hefðu ekki náð meirihluta borgarfulltrúa ef þeim hefði ekki verið fjölgað úr fimmtán í tuttugu og þrjá. Vinstri græn hefðu ekki náð inn manni. Í sveitarstjórnarkosningunum fyrir rúmri viku fengu þeir flokkar sem áður mynduðu meirihluta í Reykjavík og buðu fram í kosningunum tíu fulltrúa og eftir að Viðreisn hóf viðræður við þá hafa flokkarnir fjórir tólf fulltrúa, sem er lágmarksfjöldi til að mynda meirihluta. Sjálfstæðisflokkurinn, Miðflokkurinn og Flokkur fólksins hafa síðan tíu fulltrúa en Sósíalistaflokkurinn ákvað fljótlega eftir kosningar að taka ekki þátt í meirihlutaviðræðum. Borgarfulltrúum var fjölgað úr 15 í 23 eftir kosningarnar hinn 26. maí. Ef það hefði ekki verið gert hefðu þeir flokkar sem nú ræða myndun meirihluta ekki meirihluta borgarfulltrúa á bakvið sig því Vinstri græn hefðu ekki náð inn borgarfulltrúa og Viðreisn fengið einn en ekki tvo fulltrúa. Átta fulltrúa hefði þurft til að mynda meirihluta en Samfylkingin, Píratar og Viðreisn hefðu fengið sjö menn kjörna. Þá hefði Flokkur fólksins heldur ekki náð inn manni, Sjálfstæðisflokkurinn hefði fengið sex og Miðflokkurinn einn. Viðreisn hefði því hæglega getað myndað meirihluta með þessum tveimur flokkum, en þeir flokkar sem nú tala saman hefðu þurft á fulltrúa Sósíalistaflokksins eða Miðflokksins að halda til að ná að mynda meirihluta. Aðrar samsetningar hefðu vissulega verið mögulegar. Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn hefðu getað myndað stóran meirihluta og Píratar og Sósíalistar hefðu einnig getað farið í viðræður við Sjálfstæðisflokkinn þótt það verði að teljast ólíklegt miðað við yfirlýsingar flokkanna. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir að ef ekki hefði verið fjölgað í borgarstjórn hefðu ef til vill færri flokkar boðið fram og atkvæði dreifst minna. „Það sést af þessu að það falla færri atkvæði dauð með nýja fyrirkomulaginu. Þannig að fleiri borgarfulltrúar endurspegla þá betur þau fjölbreyttu sjónarmið sem eru á meðal borgarbúa,“ segir Dagur.
Kosningar 2018 Tengdar fréttir Pawel sæmilega bjartsýnn Samfylking, Viðreisn, Píratar og Vinstri græn hafa fundað stíft undanfarna daga í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti. 6. júní 2018 16:32 „Ég held hún yrði frábær borgarstjóri“ "Auðvitað vil ég einna helst sjá Lóu sem borgarstjóra af því að mér finnst hún frábær.“ 6. júní 2018 15:45 Ætla sér að styðja tiltekin mál án tillits til meirihlutasamstarfs Sósíalistaflokkur Íslands ætlar að styðja við þau mál sem flokkurinn setti á oddinn í aðdraganda borgarstjórnarkosninga án tillits til þess hvaða flokkar það verða sem mynda nýjan meirihluta. 5. júní 2018 15:41 Mest lesið Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Innlent Fleiri fréttir Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Sjá meira
Pawel sæmilega bjartsýnn Samfylking, Viðreisn, Píratar og Vinstri græn hafa fundað stíft undanfarna daga í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti. 6. júní 2018 16:32
„Ég held hún yrði frábær borgarstjóri“ "Auðvitað vil ég einna helst sjá Lóu sem borgarstjóra af því að mér finnst hún frábær.“ 6. júní 2018 15:45
Ætla sér að styðja tiltekin mál án tillits til meirihlutasamstarfs Sósíalistaflokkur Íslands ætlar að styðja við þau mál sem flokkurinn setti á oddinn í aðdraganda borgarstjórnarkosninga án tillits til þess hvaða flokkar það verða sem mynda nýjan meirihluta. 5. júní 2018 15:41