Tólfumenn drifu sig í bólusetningu fyrir HM Sighvatur skrifar 7. júní 2018 06:00 Meðlimir Tólfunnar undirbúa sig nú fyrir HM og hafa stjórnarmenn meðal annars drifið sig í bólusetningu áður en þeir halda utan. Vísir/Ernir Stjórnarmenn stuðningsmannasveitarinnar Tólfunnar vildu hafa vaðið fyrir neðan sig og drifu sig í bólusetningu fyrir heimsmeistaramótið í Rússlandi. Sveinn Ásgeirsson, varaformaður Tólfunnar, viðurkennir að hafa ekki pælt í þessu fyrr en hann sá umfjöllun um ráðleggingar sóttvarnalæknis vegna ferða til Rússlands. „Ég fór nú bara í bólusetningu í gærmorgun. Flestir okkar hafa verið að fara síðustu daga.“ Sveinn verður hluti af hópi Tólfumanna á leiknum gegn Argentínu í Moskvu 16. júní. Samkvæmt upplýsingum frá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins hefur töluvert verið hringt og spurst fyrir um bólusetningar vegna ferða til Rússlands. Undanfarið hafi orðið einhver fjölgun á bólusetningum en ekki sé hægt að fullyrða hvort það sé eingöngu vegna HM. Til að mynda hafi stórir hópar nýstúdenta farið í útskrifarferðir til Mexíkó síðustu daga sem gæti skýrt hluta af aukningunni. „Almennt hvetjum við fólk til að huga að bólusetningum. Það þarf hver og einn að bera ábyrgð á sjálfum sér,“ segir Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir hjá Embætti landlæknis. Sérstaklega er minnst á mislinga í ráðleggingum sóttvarnalæknis. Þórólfur segir að skipulegar bólusetningar gegn mislingum hafi hafist hér á landi 1976 og nánast alla Íslendinga fædda fyrir 1970 hafa fengið mislinga. Þeir hafi því lítið að óttast. Hins vegar séu alltaf einhverjir sem missi af bólusetningum. Líkurnar á því séu meiri hjá þeim sem fæddir séu um það leyti sem breytingar hafa verið gerðar á fyrirkomulagi bólusetninga. Þórólfur segir mislingatilfelli reglulega koma upp í Evrópu. Á síðasta ári greindust rúmlega 20 þúsund tilfelli í álfunni sem var mikil fjölgun frá árinu áður. Rúmlega þrír fjórðu hlutar þessara tilfella komu upp í Rúmeníu, á Ítalíu og í Úkraínu. Í Rússlandi var tilkynnt um 408 tilfelli en til samanburðar voru þau 927 í Þýskalandi og 520 í Frakklandi. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Varaformaður Tólfunnar í viðtali hjá Sky: „Ekki hræddir við Rússland“ Sky Sports fréttastofan er með ítarlega umfjöllun um íslenska stuðningsmenn á vefsíðu sinni og varaformaður Tólfunnar segir að þeir séu klárir í slaginn. Hann veit ekki hversu margir fara til Rússlands í sumar. 1. júní 2018 10:00 Sextíu Tólfur bitust um boðsferð KSÍ Það er ógeðslega erfitt að segja nei, segir Benni bongó. 4. júní 2018 12:01 Tólfan hefur aldrei lekið leyndarmálinu Heimir Hallgrímsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, er að sjálfsögðu miðpunkturinn í umfjöllun bandaríska íþróttablaðsins Sport Illustrated um landslið Íslands á HM í Rússlandi. 1. júní 2018 14:00 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fleiri fréttir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Sjá meira
Stjórnarmenn stuðningsmannasveitarinnar Tólfunnar vildu hafa vaðið fyrir neðan sig og drifu sig í bólusetningu fyrir heimsmeistaramótið í Rússlandi. Sveinn Ásgeirsson, varaformaður Tólfunnar, viðurkennir að hafa ekki pælt í þessu fyrr en hann sá umfjöllun um ráðleggingar sóttvarnalæknis vegna ferða til Rússlands. „Ég fór nú bara í bólusetningu í gærmorgun. Flestir okkar hafa verið að fara síðustu daga.“ Sveinn verður hluti af hópi Tólfumanna á leiknum gegn Argentínu í Moskvu 16. júní. Samkvæmt upplýsingum frá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins hefur töluvert verið hringt og spurst fyrir um bólusetningar vegna ferða til Rússlands. Undanfarið hafi orðið einhver fjölgun á bólusetningum en ekki sé hægt að fullyrða hvort það sé eingöngu vegna HM. Til að mynda hafi stórir hópar nýstúdenta farið í útskrifarferðir til Mexíkó síðustu daga sem gæti skýrt hluta af aukningunni. „Almennt hvetjum við fólk til að huga að bólusetningum. Það þarf hver og einn að bera ábyrgð á sjálfum sér,“ segir Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir hjá Embætti landlæknis. Sérstaklega er minnst á mislinga í ráðleggingum sóttvarnalæknis. Þórólfur segir að skipulegar bólusetningar gegn mislingum hafi hafist hér á landi 1976 og nánast alla Íslendinga fædda fyrir 1970 hafa fengið mislinga. Þeir hafi því lítið að óttast. Hins vegar séu alltaf einhverjir sem missi af bólusetningum. Líkurnar á því séu meiri hjá þeim sem fæddir séu um það leyti sem breytingar hafa verið gerðar á fyrirkomulagi bólusetninga. Þórólfur segir mislingatilfelli reglulega koma upp í Evrópu. Á síðasta ári greindust rúmlega 20 þúsund tilfelli í álfunni sem var mikil fjölgun frá árinu áður. Rúmlega þrír fjórðu hlutar þessara tilfella komu upp í Rúmeníu, á Ítalíu og í Úkraínu. Í Rússlandi var tilkynnt um 408 tilfelli en til samanburðar voru þau 927 í Þýskalandi og 520 í Frakklandi.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Varaformaður Tólfunnar í viðtali hjá Sky: „Ekki hræddir við Rússland“ Sky Sports fréttastofan er með ítarlega umfjöllun um íslenska stuðningsmenn á vefsíðu sinni og varaformaður Tólfunnar segir að þeir séu klárir í slaginn. Hann veit ekki hversu margir fara til Rússlands í sumar. 1. júní 2018 10:00 Sextíu Tólfur bitust um boðsferð KSÍ Það er ógeðslega erfitt að segja nei, segir Benni bongó. 4. júní 2018 12:01 Tólfan hefur aldrei lekið leyndarmálinu Heimir Hallgrímsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, er að sjálfsögðu miðpunkturinn í umfjöllun bandaríska íþróttablaðsins Sport Illustrated um landslið Íslands á HM í Rússlandi. 1. júní 2018 14:00 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fleiri fréttir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Sjá meira
Varaformaður Tólfunnar í viðtali hjá Sky: „Ekki hræddir við Rússland“ Sky Sports fréttastofan er með ítarlega umfjöllun um íslenska stuðningsmenn á vefsíðu sinni og varaformaður Tólfunnar segir að þeir séu klárir í slaginn. Hann veit ekki hversu margir fara til Rússlands í sumar. 1. júní 2018 10:00
Sextíu Tólfur bitust um boðsferð KSÍ Það er ógeðslega erfitt að segja nei, segir Benni bongó. 4. júní 2018 12:01
Tólfan hefur aldrei lekið leyndarmálinu Heimir Hallgrímsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, er að sjálfsögðu miðpunkturinn í umfjöllun bandaríska íþróttablaðsins Sport Illustrated um landslið Íslands á HM í Rússlandi. 1. júní 2018 14:00