Akilov dæmdur í lífstíðarfangelsi í Svíþjóð Samúel Karl Ólason skrifar 7. júní 2018 11:11 Rakhmat Akilov ók vörubíl á gangandi vegfarendur á Drottningargötu í Stokkhólmi þann 7. apríl í fyrra. Úsbekinn Rakhmat Akilov hefur verið dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir hryðjuverk í Svíþjóð. Akilov varð fimm manns að bana og slasaði fjórtán alvarlega þegar hann ók sendiferðabíl á mikilli ferð inn í mannþröng á Drottningargötunni í Stokkhólmi í apríl í fyrra. Þar að auki var hann dæmdur fyrir 119 tilraunir til manndráps. Réttarhöldunum yfir Akilov lauk í rauninni í apríl en var dómurinn kveðinn upp í morgun. Fjölskyldum þeirra sem dóu verða greiddar bætur og sömuleiðis munu þeir sem slösuðust eða urðu næstu því fyrir bíl Akilov fá bætur. Þegar á réttarhöldunum stóð sagði hann að ferðmenn hafðu verið hans helsta skotmark og að markmiðið hefði verið að á fá yfirvöld Svíþjóðar til að láta af stuðningi við baráttuna gegn Íslamska ríkinu. Íslamska ríkið lýsti þó aldrei yfir ábyrgð á árásinni. Þegar hann framdi árásina hafði hælisbeiðni hans í Svíþjóð verið hafnað. Akilov ferðaðist frá Úsbekistan til Svíþjóðar árið 2014 og sótti um hæli. Umsókn hans var hafnað í desember 2016 og var honum gert að yfirgefa landið innan fjögurra vikna. Hann fór þó í felur og stakk ekki upp kollinum fyrr en í apríl, þegar hann stal flutningabíl og ók honum á miklum hraða eftir Drottningargötunni. Meðal-lífstíðarfangelsi í Svíþjóð er um 16 ár en aldrei hefur neinn setið lengur í fangelsi þar í landi en í 34 ár. Samkvæmt umfjöllun SVT gæti Akilov sloppið úr fangelsi eftir tólf ár, með góðri hegðun. Hins vegar sagði dómarinnar Ragnar Palmkvist að klárt væri að Akilov yrði vísað frá Svíþjóð að fangelsisvistinni lokinni. Hryðjuverk í Evrópu Hryðjuverk í Stokkhólmi Norðurlönd Svíþjóð Úsbekistan Tengdar fréttir Verjandinn um Akilov: "Reiknaði með að verða drepinn“ Úsbekinn Rakhmat Akilov reiknaði með að verða drepinn eftir að hann ók vörubíl niður Drottningargötuna í Stokkhólmi í apríl síðastliðinn. 30. janúar 2018 14:20 Akilov segir að ferðamenn í Stokkhólmi hafi verið skotmarkið Rakhmat Akilov, maðurinn sem ákærður er fyrir hryðjuverk með því að hafa ekið á gangandi vegfarendur í Stokkhólmi á síðasta ári, var vitni fyrir rétti í dómsmálinu gegn honum í dag. 20. febrúar 2018 13:04 Vildi stöðva þátttöku Svía í baráttunni gegn ISIS Lögmaður Úsbekans Rakhmat Akilov segir skjólstæðing sinn játa brot sín og sé því samþykkur að verða dæmdur fyrir brot á hryðjuverkalögum. 13. febrúar 2018 10:32 Rekja ferð Akilov eftir Drottningargötunni Fimm manns létu lífið þegar hann ók á gangandi vegfarendur í apríl. 5. febrúar 2018 21:42 Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Gular viðvaranir í dag en hiti að 27 stigum á morgun Veður Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Sjá meira
Úsbekinn Rakhmat Akilov hefur verið dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir hryðjuverk í Svíþjóð. Akilov varð fimm manns að bana og slasaði fjórtán alvarlega þegar hann ók sendiferðabíl á mikilli ferð inn í mannþröng á Drottningargötunni í Stokkhólmi í apríl í fyrra. Þar að auki var hann dæmdur fyrir 119 tilraunir til manndráps. Réttarhöldunum yfir Akilov lauk í rauninni í apríl en var dómurinn kveðinn upp í morgun. Fjölskyldum þeirra sem dóu verða greiddar bætur og sömuleiðis munu þeir sem slösuðust eða urðu næstu því fyrir bíl Akilov fá bætur. Þegar á réttarhöldunum stóð sagði hann að ferðmenn hafðu verið hans helsta skotmark og að markmiðið hefði verið að á fá yfirvöld Svíþjóðar til að láta af stuðningi við baráttuna gegn Íslamska ríkinu. Íslamska ríkið lýsti þó aldrei yfir ábyrgð á árásinni. Þegar hann framdi árásina hafði hælisbeiðni hans í Svíþjóð verið hafnað. Akilov ferðaðist frá Úsbekistan til Svíþjóðar árið 2014 og sótti um hæli. Umsókn hans var hafnað í desember 2016 og var honum gert að yfirgefa landið innan fjögurra vikna. Hann fór þó í felur og stakk ekki upp kollinum fyrr en í apríl, þegar hann stal flutningabíl og ók honum á miklum hraða eftir Drottningargötunni. Meðal-lífstíðarfangelsi í Svíþjóð er um 16 ár en aldrei hefur neinn setið lengur í fangelsi þar í landi en í 34 ár. Samkvæmt umfjöllun SVT gæti Akilov sloppið úr fangelsi eftir tólf ár, með góðri hegðun. Hins vegar sagði dómarinnar Ragnar Palmkvist að klárt væri að Akilov yrði vísað frá Svíþjóð að fangelsisvistinni lokinni.
Hryðjuverk í Evrópu Hryðjuverk í Stokkhólmi Norðurlönd Svíþjóð Úsbekistan Tengdar fréttir Verjandinn um Akilov: "Reiknaði með að verða drepinn“ Úsbekinn Rakhmat Akilov reiknaði með að verða drepinn eftir að hann ók vörubíl niður Drottningargötuna í Stokkhólmi í apríl síðastliðinn. 30. janúar 2018 14:20 Akilov segir að ferðamenn í Stokkhólmi hafi verið skotmarkið Rakhmat Akilov, maðurinn sem ákærður er fyrir hryðjuverk með því að hafa ekið á gangandi vegfarendur í Stokkhólmi á síðasta ári, var vitni fyrir rétti í dómsmálinu gegn honum í dag. 20. febrúar 2018 13:04 Vildi stöðva þátttöku Svía í baráttunni gegn ISIS Lögmaður Úsbekans Rakhmat Akilov segir skjólstæðing sinn játa brot sín og sé því samþykkur að verða dæmdur fyrir brot á hryðjuverkalögum. 13. febrúar 2018 10:32 Rekja ferð Akilov eftir Drottningargötunni Fimm manns létu lífið þegar hann ók á gangandi vegfarendur í apríl. 5. febrúar 2018 21:42 Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Gular viðvaranir í dag en hiti að 27 stigum á morgun Veður Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Sjá meira
Verjandinn um Akilov: "Reiknaði með að verða drepinn“ Úsbekinn Rakhmat Akilov reiknaði með að verða drepinn eftir að hann ók vörubíl niður Drottningargötuna í Stokkhólmi í apríl síðastliðinn. 30. janúar 2018 14:20
Akilov segir að ferðamenn í Stokkhólmi hafi verið skotmarkið Rakhmat Akilov, maðurinn sem ákærður er fyrir hryðjuverk með því að hafa ekið á gangandi vegfarendur í Stokkhólmi á síðasta ári, var vitni fyrir rétti í dómsmálinu gegn honum í dag. 20. febrúar 2018 13:04
Vildi stöðva þátttöku Svía í baráttunni gegn ISIS Lögmaður Úsbekans Rakhmat Akilov segir skjólstæðing sinn játa brot sín og sé því samþykkur að verða dæmdur fyrir brot á hryðjuverkalögum. 13. febrúar 2018 10:32
Rekja ferð Akilov eftir Drottningargötunni Fimm manns létu lífið þegar hann ók á gangandi vegfarendur í apríl. 5. febrúar 2018 21:42