Kínverjar hökkuðu sig inn í viðkvæm gögn bandaríska sjóhersins Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 8. júní 2018 23:30 Kínverjar hafa lagt áherslu á uppbyggingu sjóhersins. Vísir/Getty Tölvuþrjótar á vegum kínverskra yfirvalda brutu sér leið inn í tölvur verktaka á vegum bandaríska sjóhersins. Þar komust þeir yfir viðkvæm gögn sem tengjast kafbátahernaði sjóhersins, þar á meðal áætlunum um nýja og háleynilega tegund flugskeyta sem ætlaðar eru kafbátum.Washington Post greinir frá og hefur eftir heimildarmönnum sínum innan bandaríska stjórnkerfisins. Innbrotin áttu sér stað í janúar og febrúar og eru þau nú rannsökuð af sjóhernum með aðstoð bandarísku alríkislögreglunnar, FBI. Alls komust hakkararnir yfir 641 gígabæt af gögnum sem meðal annars tengjast leynilegu verkefni sem nefnt er Sea Dragon eða Sædrekinn. Washington Post samþykkti hins vegar beiðni sjóhersins um að greina ekki í smáatriðum frá verkefninu þar sem slíkt gæti ógnað þjóðaröryggi Bandaríkjanna. Í frétt Post segir að innbrotin sé hluti af áætlunum Kínverja um að hefta hernaðarlega framþróun bandaríska hersins á sama tíma og Kínverjar stefni að því að auka styrk sinn og áhrif í Suðaustur-Asíu. Kínversk hernaðaryfirvöld hafa undanfarin ár beint sjónum sínum í auknum mæli að framþróun í kafbátahernaði og er áhersla á það sagt vera ein af þremur megináherslum hersins þegar kemur að því að nálgast hernaðastyrk Bandaríkjanna. Þá segir einnig að vegna fréttar Post hafi Jim Mattis, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, farið fram á innri skoðun á því hvernig netöryggi væri háttað á meðal þeirra fjölmörgu verktaka sem starfa fyrir varnarmálaráðuneytið og bandaríska herinn.Hér að neðan má sjá myndband frá Washington Post þar sem farið er yfir hernaðaruppbyggingu kínverska sjóhersins undanfarin ár. Suður-Kínahaf Tengdar fréttir Kínverjar sendu þotur og skip gegn bandarískum herskipum Yfirvöld Kína brugðust í dag reið við því að tveimur bandarískum herskipum var siglt nærri eyjum í Suður-Kínahafi sem Kínverjar hafa gert ólöglegt tilkall til. 27. maí 2018 22:08 Kínverjar senda Bandaríkjunum tóninn vegna Taívan Herafli Kína sendi yfirvöldum og íbúum Taívan skýr skilaboð um helgina og hét því að vernda „móðurlandið“ og þar á meðal Taívan. 29. apríl 2018 23:49 Ætla að standa í hárinu á Kína Bandaríkin munu standa í hárinu á Kínverjum varðandi hervæðingu þeirra í Suður-Kínahafi. 29. maí 2018 23:47 Mest lesið Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Fleiri fréttir Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Sjá meira
Tölvuþrjótar á vegum kínverskra yfirvalda brutu sér leið inn í tölvur verktaka á vegum bandaríska sjóhersins. Þar komust þeir yfir viðkvæm gögn sem tengjast kafbátahernaði sjóhersins, þar á meðal áætlunum um nýja og háleynilega tegund flugskeyta sem ætlaðar eru kafbátum.Washington Post greinir frá og hefur eftir heimildarmönnum sínum innan bandaríska stjórnkerfisins. Innbrotin áttu sér stað í janúar og febrúar og eru þau nú rannsökuð af sjóhernum með aðstoð bandarísku alríkislögreglunnar, FBI. Alls komust hakkararnir yfir 641 gígabæt af gögnum sem meðal annars tengjast leynilegu verkefni sem nefnt er Sea Dragon eða Sædrekinn. Washington Post samþykkti hins vegar beiðni sjóhersins um að greina ekki í smáatriðum frá verkefninu þar sem slíkt gæti ógnað þjóðaröryggi Bandaríkjanna. Í frétt Post segir að innbrotin sé hluti af áætlunum Kínverja um að hefta hernaðarlega framþróun bandaríska hersins á sama tíma og Kínverjar stefni að því að auka styrk sinn og áhrif í Suðaustur-Asíu. Kínversk hernaðaryfirvöld hafa undanfarin ár beint sjónum sínum í auknum mæli að framþróun í kafbátahernaði og er áhersla á það sagt vera ein af þremur megináherslum hersins þegar kemur að því að nálgast hernaðastyrk Bandaríkjanna. Þá segir einnig að vegna fréttar Post hafi Jim Mattis, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, farið fram á innri skoðun á því hvernig netöryggi væri háttað á meðal þeirra fjölmörgu verktaka sem starfa fyrir varnarmálaráðuneytið og bandaríska herinn.Hér að neðan má sjá myndband frá Washington Post þar sem farið er yfir hernaðaruppbyggingu kínverska sjóhersins undanfarin ár.
Suður-Kínahaf Tengdar fréttir Kínverjar sendu þotur og skip gegn bandarískum herskipum Yfirvöld Kína brugðust í dag reið við því að tveimur bandarískum herskipum var siglt nærri eyjum í Suður-Kínahafi sem Kínverjar hafa gert ólöglegt tilkall til. 27. maí 2018 22:08 Kínverjar senda Bandaríkjunum tóninn vegna Taívan Herafli Kína sendi yfirvöldum og íbúum Taívan skýr skilaboð um helgina og hét því að vernda „móðurlandið“ og þar á meðal Taívan. 29. apríl 2018 23:49 Ætla að standa í hárinu á Kína Bandaríkin munu standa í hárinu á Kínverjum varðandi hervæðingu þeirra í Suður-Kínahafi. 29. maí 2018 23:47 Mest lesið Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Fleiri fréttir Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Sjá meira
Kínverjar sendu þotur og skip gegn bandarískum herskipum Yfirvöld Kína brugðust í dag reið við því að tveimur bandarískum herskipum var siglt nærri eyjum í Suður-Kínahafi sem Kínverjar hafa gert ólöglegt tilkall til. 27. maí 2018 22:08
Kínverjar senda Bandaríkjunum tóninn vegna Taívan Herafli Kína sendi yfirvöldum og íbúum Taívan skýr skilaboð um helgina og hét því að vernda „móðurlandið“ og þar á meðal Taívan. 29. apríl 2018 23:49
Ætla að standa í hárinu á Kína Bandaríkin munu standa í hárinu á Kínverjum varðandi hervæðingu þeirra í Suður-Kínahafi. 29. maí 2018 23:47