Við þurfum að mennta kerfið Katrín Oddsdóttir og Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar 30. maí 2018 07:00 Ætli það færi framhjá einhverjum ef Alþingi ætlaði að setja lög um kvóta án þess að tala við Samtök útgerðarmanna? Eða ef einhverjum dytti í hug að setja ný lög um grunnskóla án þess að tala við sveitarfélög eða Kennarasambandið. Samráð er sjálfsagður hlutur finnst okkur þegar við hugsum um þessi dæmi. Klippt og skorið. En er það svo? Í besta falli er það umhugsunarvert þegar um er að ræða fatlað fólk og lög og reglur sem eiga að gilda um þennan fjölbreytta hóp. Staðan er reyndar þannig að Öryrkjabandalag Íslands telur raunverulega þörf á því að öllum þingmönnum, ráðuneytum, sveitarstjórnarfólki og starfsfólki í opinberri stjórnsýslu verði sérstaklega gerð grein fyrir lögbundinni samráðsskyldu þegar það kemur að gerð laga og reglna sem með einhverjum hætti fjalla um fatlað fólk eða málefni sem tengjast því.Ljúf skylda lögum samkvæmt Þetta er skylda. Skýrt er kveðið á um hana í Samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, sem hefur verið fullgiltur af Alþingi Íslendinga. Þar segir meðal annars:„Þegar aðildarríkin undirbúa löggjöf sína og stefnu samningi þessum til framkvæmdar og vinna að því að taka ákvarðanir um málefni sem varða fatlað fólk skulu þau hafa náið samráð við fatlað fólk og tryggja virka þátttöku þess, einnig fatlaðra barna, með milligöngu samtaka sem koma fram fyrir þess hönd.“ Kanntu annan? Talsverður misbrestur er því miður á því að Alþingi og aðrir opinberir aðilar uppfylli þessa skyldu sína. Nú ku til dæmis vera yfirstandandi gerð frumvarpa sem eiga að koma í veg fyrir mismunun gegn fötluðu fólki. Fatlað fólk hefur ekki verið beðið um innlegg í þá umræðu.Rúnar Björn Herrera Þorkelsson, formaður Málefnahóps ÖBÍ um sjálfstætt lífVið sjáum alls konar dæmi úti um allt um misbresti sem valda vandræðum og rugli. Umferðarlögin eru ágætt dæmi. Þar er fólk sem notar hjólastól skilgreint bæði sem gangandi vegfarendur og reiðhjól! Annað sláandi dæmi var endurmat á yfirfærslu málefna fatlaðs fólks frá ríki til sveitarfélaga en í þeirri nefnd var enginn fulltrúi fatlaðs fólks. Besta dæmið Svo eigum við fleiri dæmi. Og sum væru beinlínis fyndin ef þessi mál vörðuðu ekki gríðarlega mikilvæga persónulega hagsmuni fjölda manns. Hér er eitt grátlegt: „Við samningu frumvarpsins var haft samráð við sjúkratryggingastofnun og Tryggingastofnun. Þær breytingar sem lagðar eru til í frumvarpinu fela í sér að heilbrigðisþjónusta sé veitt öllum í samræmi við þörf, óháð aldri. Ekki var talin frekari þörf á samráði þar sem um var að ræða aukin réttindi fyrir þann hóp fólks sem breytingarnar taka til.“ Það er frekar spes, í besta falli gamaldags, að háir herrar af báðum kynjum taki það að sér að ákveða fyrir aðra hvað séu réttarbætur og hvað ekki. Getum við ekki gert betur? ÖBÍ tilbúið til samráðs Það er til fullt af þekkingu og reynslu úti um allt samfélagið. Nefna má Rannsóknarsetur í fötlunarfræðum sem býr yfir þekkingu sem gæti nýst okkur öllum við setningu laga og reglna, en er enn sem komið er heldur vannýtt auðlind. Staðreyndin er að raunverulegt samráð mun alltaf skila sér í betri lagasetningu, betri reglum, betri nýtingu á fjármagni, meiri sátt og ekki síst, betra samfélagi.Höfundar eru í Málefnahópi ÖBÍ um sjálfstætt líf Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Oddsdóttir Mest lesið Halldór 06.09.2025 Halldór Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ætli það færi framhjá einhverjum ef Alþingi ætlaði að setja lög um kvóta án þess að tala við Samtök útgerðarmanna? Eða ef einhverjum dytti í hug að setja ný lög um grunnskóla án þess að tala við sveitarfélög eða Kennarasambandið. Samráð er sjálfsagður hlutur finnst okkur þegar við hugsum um þessi dæmi. Klippt og skorið. En er það svo? Í besta falli er það umhugsunarvert þegar um er að ræða fatlað fólk og lög og reglur sem eiga að gilda um þennan fjölbreytta hóp. Staðan er reyndar þannig að Öryrkjabandalag Íslands telur raunverulega þörf á því að öllum þingmönnum, ráðuneytum, sveitarstjórnarfólki og starfsfólki í opinberri stjórnsýslu verði sérstaklega gerð grein fyrir lögbundinni samráðsskyldu þegar það kemur að gerð laga og reglna sem með einhverjum hætti fjalla um fatlað fólk eða málefni sem tengjast því.Ljúf skylda lögum samkvæmt Þetta er skylda. Skýrt er kveðið á um hana í Samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, sem hefur verið fullgiltur af Alþingi Íslendinga. Þar segir meðal annars:„Þegar aðildarríkin undirbúa löggjöf sína og stefnu samningi þessum til framkvæmdar og vinna að því að taka ákvarðanir um málefni sem varða fatlað fólk skulu þau hafa náið samráð við fatlað fólk og tryggja virka þátttöku þess, einnig fatlaðra barna, með milligöngu samtaka sem koma fram fyrir þess hönd.“ Kanntu annan? Talsverður misbrestur er því miður á því að Alþingi og aðrir opinberir aðilar uppfylli þessa skyldu sína. Nú ku til dæmis vera yfirstandandi gerð frumvarpa sem eiga að koma í veg fyrir mismunun gegn fötluðu fólki. Fatlað fólk hefur ekki verið beðið um innlegg í þá umræðu.Rúnar Björn Herrera Þorkelsson, formaður Málefnahóps ÖBÍ um sjálfstætt lífVið sjáum alls konar dæmi úti um allt um misbresti sem valda vandræðum og rugli. Umferðarlögin eru ágætt dæmi. Þar er fólk sem notar hjólastól skilgreint bæði sem gangandi vegfarendur og reiðhjól! Annað sláandi dæmi var endurmat á yfirfærslu málefna fatlaðs fólks frá ríki til sveitarfélaga en í þeirri nefnd var enginn fulltrúi fatlaðs fólks. Besta dæmið Svo eigum við fleiri dæmi. Og sum væru beinlínis fyndin ef þessi mál vörðuðu ekki gríðarlega mikilvæga persónulega hagsmuni fjölda manns. Hér er eitt grátlegt: „Við samningu frumvarpsins var haft samráð við sjúkratryggingastofnun og Tryggingastofnun. Þær breytingar sem lagðar eru til í frumvarpinu fela í sér að heilbrigðisþjónusta sé veitt öllum í samræmi við þörf, óháð aldri. Ekki var talin frekari þörf á samráði þar sem um var að ræða aukin réttindi fyrir þann hóp fólks sem breytingarnar taka til.“ Það er frekar spes, í besta falli gamaldags, að háir herrar af báðum kynjum taki það að sér að ákveða fyrir aðra hvað séu réttarbætur og hvað ekki. Getum við ekki gert betur? ÖBÍ tilbúið til samráðs Það er til fullt af þekkingu og reynslu úti um allt samfélagið. Nefna má Rannsóknarsetur í fötlunarfræðum sem býr yfir þekkingu sem gæti nýst okkur öllum við setningu laga og reglna, en er enn sem komið er heldur vannýtt auðlind. Staðreyndin er að raunverulegt samráð mun alltaf skila sér í betri lagasetningu, betri reglum, betri nýtingu á fjármagni, meiri sátt og ekki síst, betra samfélagi.Höfundar eru í Málefnahópi ÖBÍ um sjálfstætt líf
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun