Já, Borgarlínan borgar sig Ásgeir Berg Matthíasson skrifar 30. maí 2018 13:00 Í nýlegum pistli í Fréttablaðinu veltir Haukur Örn Birgisson upp þeirri spurningu hvort Borgarlínan sé ekki alltof dýr og illa ígrunduð til að það borgi sig að leggja hana. Um þetta hafa auðvitað verið skrifaðar margar skýrslur og áætlanir og fer Gísli Marteinn Baldursson ágætlega yfir rangfærslur Hauks í svari á heimasíðu sinni. Maður gæti þess vegna haldið að málið ætti að vera útrætt, en mig langar að velta upp öðrum fleti á málinu sem mér hefur ekki fundist fá næga athygli—fjármálum borgarbúa sjálfra. Samkvæmt tölum Hagstofunnnar voru 134.511 skráðir fólksbílar á höfuðborgarsvæðinu árið 2006. Það er óhætt að gera reikna með að bílum hafi fjölgað töluvert á götunum síðan þá en fyrst Hagstofan geymir ekki nýrri tölur eftir skráðu heimilisfangi en það, þá ætla ég bara að gera ráð fyrir að það sé fjöldinn—svona til bráðabirgða.Félag íslenskra bifreiðaeigenda gerir svo ráð fyrir að rekstrarkostnaður bíls sé á bilinu 1.137.834 – 2.297.101 krónur á ári. Aftur, þá veit ég ekki hvað er satt í þeim efnum, svo ég geri ráð fyrir að lægri talan sé sú sem endurspegli raunveruleika sem flestra sem best. Ef við margföldum þessar tvær tölur saman, þá fáum við út að rekstrarkostnaður allra bíla á Höfuðborgarsvæðinu sé að minnsta kosti 150 milljarðar á ári, svona um það bil. Í sínum pistli gerir Haukur ráð fyrir því að Borgarlínan kosti 70 milljarða—sem er sú tala sem oftast er í umræðunni. Ef það er rétt, þá er kostnaður við Borgarlínuna um helmingur af rekstrarkostnaði allra fólksbíla á Höfuðborgarsvæðinu á ári. Það þýðir að ef einungis 10% bifreiðaeiganda í borginni (eða nágrannasveitarfélögunum) myndu kjósa að leggja bílnum sínum (eða einum þeirra, í sumum tilfellum), þá þýddi það að Borgarlínan myndi borga sig á fimm árum—eða því sem samsvarar rúmlega einu kjörtímabili! Nú gæti einhver sagt að þetta sé nú varla rétt. Þó að FÍB geri ráð fyrir svona háum rekstrarkostnaði, þá sé nú engu að síður mun ódýrara að reka bíl en þetta, nú eða að það sé nú varla raunhæft að bílum muni fækka um 10% vegna Borgarlínunnar: að bílar séu hvort tveggja ódýrari og að fólk muni nú varla leggja þeim í svona miklum mæli. Loks ættum við ekki að gera ráð fyrir að Borgarlínan verði svo ódýr á endanum. Það má vel vera. En í fyrsta lagi, þá er fjöldi bíla í borginni án efa mun hærri en tölurnar sem ég gaf mér gefa til kynna, svo kostnaðurinn er í raun hærri, jafnvel þó að við gæfum okkur lægri rekstrarkostnað á móti. Í öðru lagi, jafnvel þó að við gæfum okkur að bílum myndi fækka (eða hægja á fjölgun) svo samsvaraði einungis 2,5% af fjölda bíla og rekstrarkostnaður sé helmingur af því sem FÍB gefur upp, þá myndi Borgarlínan borga sig á 40 árum—og það er án þess að taka til greina nokkuð af þeim kostnaði sem Gísli rekur í sinni grein, auk ýmis annars tilfallandi kostnaðar, t.d. kostnaðar við bílastæði og þá óhagkvæmni sem bílamiðað skipulag borgarinnar hefur í för með sér. Það er nú varla langur tími í fjárlagagerð borgar til lengri tíma litið. Sama gildir ef Borgarlínan yrði dýrari. Það sem skiptir máli er að bílar og rekstur þeirra kostar borgarbúana sjálfa alveg gífurlegar upphæðir sem sjaldan er minnst á og að sá kostnaður leggst hlutfallslega þyngst á þá sem minnst hafa á milli handanna. Kostnaðurinn við Borgarlínuna bliknar í samanburði, nánast sama hvernig við fiktum við tölurnar. Miðað við hversu gífurlega háar upphæðir er um að ræða getum við gert ráð fyrir því að hver íbúi höfuðborgarsvæðisins sé um það bil einn til tvo klukkutíma á dag að vinna fyrir kostnaðinum við bílinn sinn, eftir tekjum þeirra og kostnaði bílsins. Höfum við virkilega ekkert betra við tímann og peningana að gera? Höfundur er doktorsnemi í heimspeki Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samgöngur Skipulag Tengdar fréttir Borgar línan sig? Af nýafstöðnum borgarstjórnarkosningum er það einna helst að frétta að núverandi meirihluti er fallinn. 29. maí 2018 07:00 Mest lesið Börn, ungmenni og geðheilsa Tómas Þór Þórðarson,Gunnar Örn Jóhannsson Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir Skoðun Betri er auðmjúkur syndari en drambsamur dýrlingur Stefanía Arnardóttir Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Börn, ungmenni og geðheilsa Tómas Þór Þórðarson,Gunnar Örn Jóhannsson skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Skoðun Kæru kennarar Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni á dagskrá, takk! Hafdís Hanna Ægisdóttir,Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kynslóðasáttmálann má ekki rjúfa Finnbjörn A. Hermannsson,Eyjólfur Árni Rafnsson skrifar Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar Skoðun Fyrirhyggjan tryggir lágt og stöðugt verð Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gerum betur – breytum þessu Arnar Páll Guðmundsson skrifar Skoðun Það eiga allir séns Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Andleg þrautseigja: Að vaxa í gegnum áskoranir Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Sköpun og paradísarmissir Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir skrifar Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Í nýlegum pistli í Fréttablaðinu veltir Haukur Örn Birgisson upp þeirri spurningu hvort Borgarlínan sé ekki alltof dýr og illa ígrunduð til að það borgi sig að leggja hana. Um þetta hafa auðvitað verið skrifaðar margar skýrslur og áætlanir og fer Gísli Marteinn Baldursson ágætlega yfir rangfærslur Hauks í svari á heimasíðu sinni. Maður gæti þess vegna haldið að málið ætti að vera útrætt, en mig langar að velta upp öðrum fleti á málinu sem mér hefur ekki fundist fá næga athygli—fjármálum borgarbúa sjálfra. Samkvæmt tölum Hagstofunnnar voru 134.511 skráðir fólksbílar á höfuðborgarsvæðinu árið 2006. Það er óhætt að gera reikna með að bílum hafi fjölgað töluvert á götunum síðan þá en fyrst Hagstofan geymir ekki nýrri tölur eftir skráðu heimilisfangi en það, þá ætla ég bara að gera ráð fyrir að það sé fjöldinn—svona til bráðabirgða.Félag íslenskra bifreiðaeigenda gerir svo ráð fyrir að rekstrarkostnaður bíls sé á bilinu 1.137.834 – 2.297.101 krónur á ári. Aftur, þá veit ég ekki hvað er satt í þeim efnum, svo ég geri ráð fyrir að lægri talan sé sú sem endurspegli raunveruleika sem flestra sem best. Ef við margföldum þessar tvær tölur saman, þá fáum við út að rekstrarkostnaður allra bíla á Höfuðborgarsvæðinu sé að minnsta kosti 150 milljarðar á ári, svona um það bil. Í sínum pistli gerir Haukur ráð fyrir því að Borgarlínan kosti 70 milljarða—sem er sú tala sem oftast er í umræðunni. Ef það er rétt, þá er kostnaður við Borgarlínuna um helmingur af rekstrarkostnaði allra fólksbíla á Höfuðborgarsvæðinu á ári. Það þýðir að ef einungis 10% bifreiðaeiganda í borginni (eða nágrannasveitarfélögunum) myndu kjósa að leggja bílnum sínum (eða einum þeirra, í sumum tilfellum), þá þýddi það að Borgarlínan myndi borga sig á fimm árum—eða því sem samsvarar rúmlega einu kjörtímabili! Nú gæti einhver sagt að þetta sé nú varla rétt. Þó að FÍB geri ráð fyrir svona háum rekstrarkostnaði, þá sé nú engu að síður mun ódýrara að reka bíl en þetta, nú eða að það sé nú varla raunhæft að bílum muni fækka um 10% vegna Borgarlínunnar: að bílar séu hvort tveggja ódýrari og að fólk muni nú varla leggja þeim í svona miklum mæli. Loks ættum við ekki að gera ráð fyrir að Borgarlínan verði svo ódýr á endanum. Það má vel vera. En í fyrsta lagi, þá er fjöldi bíla í borginni án efa mun hærri en tölurnar sem ég gaf mér gefa til kynna, svo kostnaðurinn er í raun hærri, jafnvel þó að við gæfum okkur lægri rekstrarkostnað á móti. Í öðru lagi, jafnvel þó að við gæfum okkur að bílum myndi fækka (eða hægja á fjölgun) svo samsvaraði einungis 2,5% af fjölda bíla og rekstrarkostnaður sé helmingur af því sem FÍB gefur upp, þá myndi Borgarlínan borga sig á 40 árum—og það er án þess að taka til greina nokkuð af þeim kostnaði sem Gísli rekur í sinni grein, auk ýmis annars tilfallandi kostnaðar, t.d. kostnaðar við bílastæði og þá óhagkvæmni sem bílamiðað skipulag borgarinnar hefur í för með sér. Það er nú varla langur tími í fjárlagagerð borgar til lengri tíma litið. Sama gildir ef Borgarlínan yrði dýrari. Það sem skiptir máli er að bílar og rekstur þeirra kostar borgarbúana sjálfa alveg gífurlegar upphæðir sem sjaldan er minnst á og að sá kostnaður leggst hlutfallslega þyngst á þá sem minnst hafa á milli handanna. Kostnaðurinn við Borgarlínuna bliknar í samanburði, nánast sama hvernig við fiktum við tölurnar. Miðað við hversu gífurlega háar upphæðir er um að ræða getum við gert ráð fyrir því að hver íbúi höfuðborgarsvæðisins sé um það bil einn til tvo klukkutíma á dag að vinna fyrir kostnaðinum við bílinn sinn, eftir tekjum þeirra og kostnaði bílsins. Höfum við virkilega ekkert betra við tímann og peningana að gera? Höfundur er doktorsnemi í heimspeki
Borgar línan sig? Af nýafstöðnum borgarstjórnarkosningum er það einna helst að frétta að núverandi meirihluti er fallinn. 29. maí 2018 07:00
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar
Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar
Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar
Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun