Hræsnin Kristinn Ingi Jónsson skrifar 31. maí 2018 07:00 Ein helsta gagnrýnin sem beinst hefur að borgarlínunni, nýju almenningssamgöngukerfi sem sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu hafa komið sér saman um að byggja upp, er sú að hún muni koma til með að kosta allt of mikið. Þannig hafa andstæðingar línunnar þrástagast á því hvað hún feli í sér stórfellt bruðl á almannafé sem muni aðeins nýtast örfáum og reynast mörgum þungur baggi. Gagnrýni á opinber gjöld er góðra gjalda verð. Raunar mættu fleira temja sér gagnrýna hugsun og auka aðhaldið með eyðslu stjórnmálamanna. Það merkilega er hins vegar að það eru gjarnan þeir sömu og sjá eftir hverri krónu sem varið er til þess að efla almenningssamgöngur sem sjá ekkert athugavert við að hið opinbera byggi mislæg gatnamót eða önnur ferlíki fyrir tugi milljarða króna. Miðað við óbreytt ástand og enga borgarlínu þarf að verja allt að 350 milljörðum í stofnvegakerfi, götur, ræsi og ný bílastæði á höfuðborgarsvæðinu til ársins 2040. Til samanburðar er gert ráð fyrir að heildarkostnaður borgarlínu verði í mesta lagi 70 milljarðar. Borgarlínan mun því ekki aðeins draga úr umferðarteppum og stytta þannig ferðatíma fólks heldur jafnframt minnka stórlega fjárfestingaþörf í vegakerfinu. Það er ekkert að því að vilja spara í opinberum rekstri. Í stað þess að fjárfesta í almenningssamgöngum mætti vissulega lækka skatta eða greiða niður skuldir. Það er afstaða sem hægt er að skilja, enda er brýn þörf á hvoru tveggja. Hræsnin felst hins vegar í því að sjá ofsjónum yfir peningum sem fara í almenningssamgöngur en heimta á sama tíma að margfalt hærri fjárhæðum verði eytt í að byggja risastór umferðarmannvirki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Borgarlína Kristinn Ingi Jónsson Mest lesið Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun Halldór 17.01.2026 Halldór What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Ein helsta gagnrýnin sem beinst hefur að borgarlínunni, nýju almenningssamgöngukerfi sem sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu hafa komið sér saman um að byggja upp, er sú að hún muni koma til með að kosta allt of mikið. Þannig hafa andstæðingar línunnar þrástagast á því hvað hún feli í sér stórfellt bruðl á almannafé sem muni aðeins nýtast örfáum og reynast mörgum þungur baggi. Gagnrýni á opinber gjöld er góðra gjalda verð. Raunar mættu fleira temja sér gagnrýna hugsun og auka aðhaldið með eyðslu stjórnmálamanna. Það merkilega er hins vegar að það eru gjarnan þeir sömu og sjá eftir hverri krónu sem varið er til þess að efla almenningssamgöngur sem sjá ekkert athugavert við að hið opinbera byggi mislæg gatnamót eða önnur ferlíki fyrir tugi milljarða króna. Miðað við óbreytt ástand og enga borgarlínu þarf að verja allt að 350 milljörðum í stofnvegakerfi, götur, ræsi og ný bílastæði á höfuðborgarsvæðinu til ársins 2040. Til samanburðar er gert ráð fyrir að heildarkostnaður borgarlínu verði í mesta lagi 70 milljarðar. Borgarlínan mun því ekki aðeins draga úr umferðarteppum og stytta þannig ferðatíma fólks heldur jafnframt minnka stórlega fjárfestingaþörf í vegakerfinu. Það er ekkert að því að vilja spara í opinberum rekstri. Í stað þess að fjárfesta í almenningssamgöngum mætti vissulega lækka skatta eða greiða niður skuldir. Það er afstaða sem hægt er að skilja, enda er brýn þörf á hvoru tveggja. Hræsnin felst hins vegar í því að sjá ofsjónum yfir peningum sem fara í almenningssamgöngur en heimta á sama tíma að margfalt hærri fjárhæðum verði eytt í að byggja risastór umferðarmannvirki.
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar