Atli Már sýknaður í meiðyrðamáli Guðmundar Spartakusar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 31. maí 2018 14:00 Atli Már í dómsal í dag íklæddur bol með áletruninni: Hvar er Frikki? visir/vilhelm Atli Már Gylfason var í Héraðsdómi Reykjaness í dag sýknaður af stefnu Guðmundar Spartakusar Ómarssonar þar sem farið var fram á ómerkingu á ærumeiðandi ummælum og greiðslu miskabóta vegna ítrekaðra ærumeiðinga og brota á friðhelgi einkalífs stefnanda, eins og sagði í stefnunni. Guðmundi var gert að greiða 600 þúsund krónur í málskostnað. Málið hefur verið fyrirferðarmikið í fjölmiðlum og snýr að meintum fíkniefnaumsvifum Guðmundar Spartakusar og hvarfi Friðriks Kristjánssonar. Sneri það að grein sem Atli Már skrifaði fyrir stundina og var birt 1. desember 2016 og fjallaði um hvarf Friðriks. Fór Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, lögmaður Guðmundar Spartakusar, fram á að 10 milljónir í miskabætur vegna tilhæfulauss fréttaflutnings á hendur Guðmundi Spartakusi, með vöxtum. Auk þess var farið fram á ómerkingu á „ærumeiðandi ummælum og greiðslu miskabóta vegna ítrekaðra ærumeiðinga og brota á friðhelgi einkalífs stefnanda, í fréttum sem birtar voru í fjölmiðlum meðstefnda Stundarinnar, í útvarpsþættinum Harmageddon og í viðtali í hljóði og mynd á Facebook og www.sudurnes.net, dagana 1. 2. og 30. desember 2016,“ eins og sagði í stefnu. Alls er um 30 ummæli að ræða.Atli Már mætti við réttarhöldin í máli Guðmundar Spartarkusar á hendur honum í héraðsdómi í byrjun mánaðarins íklæddur bol með áletruninni: Hvar er Frikki?visir/vilhelmHópi fréttamanna stefnt Auk Atla Más var útgáfufélagi Stundarinnar stefnt í málinu en hann er ekki einir fréttamaðurinn sem Guðmundur Spartakus stefndi vegna fréttaflutnings af honum. Krafðist hann tíu milljóna króna bætur frá fréttamönnum RÚV. Frá Jóhanni Hlíðari Harðarsyni fréttamanni (8 milljónir), Rakel Þorbergsdóttur fréttastjóra (1 milljón), Pálma Jónassyni fréttamanni (700 þúsund) og Hjálmari Friðrikssyni fyrrverandi fréttamanni RÚV (300 þúsund krónur).Sjá einnig: RÚV gert að afhenda samkomulag um fréttaflutning Samþykkti RÚV að greiða honum samtals 2,5 milljónir króna vegna málsins. Sáttagreiðslan var harðlega gagnrýnd á sínum tíma og er mikil óánægja með sáttagreiðsluna á meðal fréttamanna RÚV. Þá sýknaði Héraðsdómur Reykjavíkur Sigmund Erni Rúnarssyni af kröfum Guðmundar Spartakusar vegna frétta sem birtust á vef sjónvarpsstöðvarinnar. Hæstiréttur hefur staðfest dóm héraðsdóms í málinu.Rakel Þorbergsdóttir, fréttastjóri RÚV og Jóhann Hlíðar Harðarson fengu stefnu frá Guðmundi Spartakusi.Neitaði að nafngreina „ónefnda manninn“ Aðalmeðferð í málinu fór fram í byrjun mánaðarins og snerist málflutningurinn að miklu leyti um hvort að Guðmundur Spartakus væri „ónefndi maðurinn“ í grein Atla Más. Var Atli Már meðal annars þráspurður um það af Vilhjálmi, lögmanni Guðmundar. „Það er ástæða fyrir því að nafn hans er ekki birt í greininni. Ég get ekki gert það án þess að stefna heimildarmönnum mínum í hættu,“ svaraði Atli Már. Guðmundur Spartakus lét ekki sjá sig við aðalmeðferðina en einnig var tekin skýrsla af Cándido Figueredo Ruiz, blaðamanni frá Paragvæ sem fjallað hefur um hvarf Friðriks í Paragvæ auk þess sem hann hefur veitt íslenskum blaðamönnum upplýsingar um málið, meðal annars Atla Má. Byggðist grein Atla Más að þó nokkru leyti á fréttum Ruiz í Paragvæ. Sagiðst Ruiz ekki geta svarað fyrir fréttaflutning íslenskra fréttamanna af málefnum Guðmundar Spartakusar en að hann stæði við allar sínar fréttir af málinu, enda byggðu þær á traustum heimildum, meðal annars frá lögregluyfirvöldum. Dómsmál Fjölmiðlar Tengdar fréttir Ruiz talar norsku og stendur við fréttaflutning sinn af Guðmundi Spartakusi Aðalmeðferð í máli Guðmundar Spartakusar Ómarssonar gegn blaðamanninum Atla Má Gylfasyni hófst í dag. 3. maí 2018 12:30 RÚV gert að afhenda samkomulag um fréttaflutning Páll Magnússon formaður allsherjarnefndar krefst viðbragða frá stjórn RÚV og/eða ráðherra. 10. apríl 2018 14:00 Sigmundur Ernir mátti segja fréttir af Guðmundi Spartakusi Hæstiréttur staðfestir dóm héraðs. 3. maí 2018 15:14 Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent Fleiri fréttir Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Sjá meira
Atli Már Gylfason var í Héraðsdómi Reykjaness í dag sýknaður af stefnu Guðmundar Spartakusar Ómarssonar þar sem farið var fram á ómerkingu á ærumeiðandi ummælum og greiðslu miskabóta vegna ítrekaðra ærumeiðinga og brota á friðhelgi einkalífs stefnanda, eins og sagði í stefnunni. Guðmundi var gert að greiða 600 þúsund krónur í málskostnað. Málið hefur verið fyrirferðarmikið í fjölmiðlum og snýr að meintum fíkniefnaumsvifum Guðmundar Spartakusar og hvarfi Friðriks Kristjánssonar. Sneri það að grein sem Atli Már skrifaði fyrir stundina og var birt 1. desember 2016 og fjallaði um hvarf Friðriks. Fór Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, lögmaður Guðmundar Spartakusar, fram á að 10 milljónir í miskabætur vegna tilhæfulauss fréttaflutnings á hendur Guðmundi Spartakusi, með vöxtum. Auk þess var farið fram á ómerkingu á „ærumeiðandi ummælum og greiðslu miskabóta vegna ítrekaðra ærumeiðinga og brota á friðhelgi einkalífs stefnanda, í fréttum sem birtar voru í fjölmiðlum meðstefnda Stundarinnar, í útvarpsþættinum Harmageddon og í viðtali í hljóði og mynd á Facebook og www.sudurnes.net, dagana 1. 2. og 30. desember 2016,“ eins og sagði í stefnu. Alls er um 30 ummæli að ræða.Atli Már mætti við réttarhöldin í máli Guðmundar Spartarkusar á hendur honum í héraðsdómi í byrjun mánaðarins íklæddur bol með áletruninni: Hvar er Frikki?visir/vilhelmHópi fréttamanna stefnt Auk Atla Más var útgáfufélagi Stundarinnar stefnt í málinu en hann er ekki einir fréttamaðurinn sem Guðmundur Spartakus stefndi vegna fréttaflutnings af honum. Krafðist hann tíu milljóna króna bætur frá fréttamönnum RÚV. Frá Jóhanni Hlíðari Harðarsyni fréttamanni (8 milljónir), Rakel Þorbergsdóttur fréttastjóra (1 milljón), Pálma Jónassyni fréttamanni (700 þúsund) og Hjálmari Friðrikssyni fyrrverandi fréttamanni RÚV (300 þúsund krónur).Sjá einnig: RÚV gert að afhenda samkomulag um fréttaflutning Samþykkti RÚV að greiða honum samtals 2,5 milljónir króna vegna málsins. Sáttagreiðslan var harðlega gagnrýnd á sínum tíma og er mikil óánægja með sáttagreiðsluna á meðal fréttamanna RÚV. Þá sýknaði Héraðsdómur Reykjavíkur Sigmund Erni Rúnarssyni af kröfum Guðmundar Spartakusar vegna frétta sem birtust á vef sjónvarpsstöðvarinnar. Hæstiréttur hefur staðfest dóm héraðsdóms í málinu.Rakel Þorbergsdóttir, fréttastjóri RÚV og Jóhann Hlíðar Harðarson fengu stefnu frá Guðmundi Spartakusi.Neitaði að nafngreina „ónefnda manninn“ Aðalmeðferð í málinu fór fram í byrjun mánaðarins og snerist málflutningurinn að miklu leyti um hvort að Guðmundur Spartakus væri „ónefndi maðurinn“ í grein Atla Más. Var Atli Már meðal annars þráspurður um það af Vilhjálmi, lögmanni Guðmundar. „Það er ástæða fyrir því að nafn hans er ekki birt í greininni. Ég get ekki gert það án þess að stefna heimildarmönnum mínum í hættu,“ svaraði Atli Már. Guðmundur Spartakus lét ekki sjá sig við aðalmeðferðina en einnig var tekin skýrsla af Cándido Figueredo Ruiz, blaðamanni frá Paragvæ sem fjallað hefur um hvarf Friðriks í Paragvæ auk þess sem hann hefur veitt íslenskum blaðamönnum upplýsingar um málið, meðal annars Atla Má. Byggðist grein Atla Más að þó nokkru leyti á fréttum Ruiz í Paragvæ. Sagiðst Ruiz ekki geta svarað fyrir fréttaflutning íslenskra fréttamanna af málefnum Guðmundar Spartakusar en að hann stæði við allar sínar fréttir af málinu, enda byggðu þær á traustum heimildum, meðal annars frá lögregluyfirvöldum.
Dómsmál Fjölmiðlar Tengdar fréttir Ruiz talar norsku og stendur við fréttaflutning sinn af Guðmundi Spartakusi Aðalmeðferð í máli Guðmundar Spartakusar Ómarssonar gegn blaðamanninum Atla Má Gylfasyni hófst í dag. 3. maí 2018 12:30 RÚV gert að afhenda samkomulag um fréttaflutning Páll Magnússon formaður allsherjarnefndar krefst viðbragða frá stjórn RÚV og/eða ráðherra. 10. apríl 2018 14:00 Sigmundur Ernir mátti segja fréttir af Guðmundi Spartakusi Hæstiréttur staðfestir dóm héraðs. 3. maí 2018 15:14 Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent Fleiri fréttir Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Sjá meira
Ruiz talar norsku og stendur við fréttaflutning sinn af Guðmundi Spartakusi Aðalmeðferð í máli Guðmundar Spartakusar Ómarssonar gegn blaðamanninum Atla Má Gylfasyni hófst í dag. 3. maí 2018 12:30
RÚV gert að afhenda samkomulag um fréttaflutning Páll Magnússon formaður allsherjarnefndar krefst viðbragða frá stjórn RÚV og/eða ráðherra. 10. apríl 2018 14:00
Sigmundur Ernir mátti segja fréttir af Guðmundi Spartakusi Hæstiréttur staðfestir dóm héraðs. 3. maí 2018 15:14