Guðmundi Spartakusi tókst ekki að fá Sigmund Erni dæmdan fyrir meiðyrði Jakob Bjarnar skrifar 7. apríl 2017 11:45 Ummælin í umfjöllun Hringbrautar um Guðmund Spartakus voru býsna afdráttarlaus en Sigmundur Ernir telst saklaus meðal annars vegna þess að um tilvitnanir í aðra miðla var að ræða. Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði Sigmund Erni Rúnarsson í meiðyrðamáli sem Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lögmaður höfðaði gegn fyrir hönd Guðmundar Spartakusar Ólafssonar. RÚV greindi frá niðurstöðunni, ræddi við Sigmund Erni sem fagnaði niðurstöðunni, hún sé blaða- og fréttafólki í vil og þar af leiðandi ábyrgu málfrelsi og tjáningarfrelsi. Sigmundur Ernir segir jafnframt umhugsunarefni að málarekstur af þessu tagi hafi heldur færst í vöxt, sem ekki megi leiða til ótta meðal fjölmiðlafólks. Vilhjálmur lögmaður tilkynnti við sama tækifæri að málinu yrði áfrýjað til Hæstaréttar. Fjölskrúðug ummæliMálið sem um ræðir vakti verulega athygli á sínum tíma, það er í upphafi síðasta árs og dómurinn liggur nú fyrir þar sem málið er tíundað. Ummælin sem Guðmundur Spartakus krefst að dæmd verði dauð og ómerk, og birtust á Hringbraut hvar Sigmundur Ernir er dagskrárstjóri, eru fjölskrúðug: „A: Guðmundur Spartakus Ómarsson sagður hátt settur í stórtækum eiturlyfjahring: B: Íslenskur eiturbarón í S-Ameríku? C: Fjölmiðlar í Paragvæ halda því fram að Íslendingur sé hátt settur innan eiturlyfjahrings í Suður-Ameríku. D: Samkvæmt frétt RÚV telur lögreglan í Brasilíu að Íslendingurinn smygli eiturlyfjum milli Evrópu og Suður-Ameríku. E: Hann sigli undir fölsku vegabréfsflaggi, þykist þýskur fasteignasali. F: Guðmundur Spartakus Ómarsson heitir hinn grunaði Íslendingur. G: Heldur fjölmiðillinn ABC í Paragvæ því fram að hann sé einn valdamesti maður eiturlyfjahrings sem smygli e-töflum og kókaíni milli Evrópu og S-Ameríku. H: Hann hafi ráðið burðardýr sem hafi flutt í einu tilviki 46.000 töflur. Þá hefur nafn Guðmundar verið tengt mannshvarfi þar sem Íslendingur týndist í S-Ameríku. Er hann sagður afar hættulegur …“ Erfitt að dæma menn fyrir tilvitnanir Farið er fram á miskabætur sem nema 2 milljónum króna. Í dómsorði kemur fram að umfjöllun Hringbrautar byggi einkum á því að vitnað er í það sem fram kom í öðrum miðlum. Með öðrum orðum er ekki um frumheimild að ræða. Og ekki er tekin sérstök afstaða til sannleiksgildis hinna umdeildu staðhæfinga. Ekki sé hægt að leggja þá skyldu á Hringbraut að kanna sannleiksgildið né hægt að slá því föstu að stefndi hafi vitað að ummælin væri ósönn og því opinberlega borin út gegn betri vitund. Sigmundur Rúnar telst því ekki sekur en Guðmundur Spartakus situr uppi með reikning upp á 650 þúsund krónur í málskostnað. Samkvæmt heimildum Vísis eru fleiri mál, auk áfrýjunarinnar, sem þessu tengjast í farvatninu. Hvarf Friðriks Kristjánssonar Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði Sigmund Erni Rúnarsson í meiðyrðamáli sem Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lögmaður höfðaði gegn fyrir hönd Guðmundar Spartakusar Ólafssonar. RÚV greindi frá niðurstöðunni, ræddi við Sigmund Erni sem fagnaði niðurstöðunni, hún sé blaða- og fréttafólki í vil og þar af leiðandi ábyrgu málfrelsi og tjáningarfrelsi. Sigmundur Ernir segir jafnframt umhugsunarefni að málarekstur af þessu tagi hafi heldur færst í vöxt, sem ekki megi leiða til ótta meðal fjölmiðlafólks. Vilhjálmur lögmaður tilkynnti við sama tækifæri að málinu yrði áfrýjað til Hæstaréttar. Fjölskrúðug ummæliMálið sem um ræðir vakti verulega athygli á sínum tíma, það er í upphafi síðasta árs og dómurinn liggur nú fyrir þar sem málið er tíundað. Ummælin sem Guðmundur Spartakus krefst að dæmd verði dauð og ómerk, og birtust á Hringbraut hvar Sigmundur Ernir er dagskrárstjóri, eru fjölskrúðug: „A: Guðmundur Spartakus Ómarsson sagður hátt settur í stórtækum eiturlyfjahring: B: Íslenskur eiturbarón í S-Ameríku? C: Fjölmiðlar í Paragvæ halda því fram að Íslendingur sé hátt settur innan eiturlyfjahrings í Suður-Ameríku. D: Samkvæmt frétt RÚV telur lögreglan í Brasilíu að Íslendingurinn smygli eiturlyfjum milli Evrópu og Suður-Ameríku. E: Hann sigli undir fölsku vegabréfsflaggi, þykist þýskur fasteignasali. F: Guðmundur Spartakus Ómarsson heitir hinn grunaði Íslendingur. G: Heldur fjölmiðillinn ABC í Paragvæ því fram að hann sé einn valdamesti maður eiturlyfjahrings sem smygli e-töflum og kókaíni milli Evrópu og S-Ameríku. H: Hann hafi ráðið burðardýr sem hafi flutt í einu tilviki 46.000 töflur. Þá hefur nafn Guðmundar verið tengt mannshvarfi þar sem Íslendingur týndist í S-Ameríku. Er hann sagður afar hættulegur …“ Erfitt að dæma menn fyrir tilvitnanir Farið er fram á miskabætur sem nema 2 milljónum króna. Í dómsorði kemur fram að umfjöllun Hringbrautar byggi einkum á því að vitnað er í það sem fram kom í öðrum miðlum. Með öðrum orðum er ekki um frumheimild að ræða. Og ekki er tekin sérstök afstaða til sannleiksgildis hinna umdeildu staðhæfinga. Ekki sé hægt að leggja þá skyldu á Hringbraut að kanna sannleiksgildið né hægt að slá því föstu að stefndi hafi vitað að ummælin væri ósönn og því opinberlega borin út gegn betri vitund. Sigmundur Rúnar telst því ekki sekur en Guðmundur Spartakus situr uppi með reikning upp á 650 þúsund krónur í málskostnað. Samkvæmt heimildum Vísis eru fleiri mál, auk áfrýjunarinnar, sem þessu tengjast í farvatninu.
Hvarf Friðriks Kristjánssonar Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira