Guðmundi Spartakusi tókst ekki að fá Sigmund Erni dæmdan fyrir meiðyrði Jakob Bjarnar skrifar 7. apríl 2017 11:45 Ummælin í umfjöllun Hringbrautar um Guðmund Spartakus voru býsna afdráttarlaus en Sigmundur Ernir telst saklaus meðal annars vegna þess að um tilvitnanir í aðra miðla var að ræða. Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði Sigmund Erni Rúnarsson í meiðyrðamáli sem Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lögmaður höfðaði gegn fyrir hönd Guðmundar Spartakusar Ólafssonar. RÚV greindi frá niðurstöðunni, ræddi við Sigmund Erni sem fagnaði niðurstöðunni, hún sé blaða- og fréttafólki í vil og þar af leiðandi ábyrgu málfrelsi og tjáningarfrelsi. Sigmundur Ernir segir jafnframt umhugsunarefni að málarekstur af þessu tagi hafi heldur færst í vöxt, sem ekki megi leiða til ótta meðal fjölmiðlafólks. Vilhjálmur lögmaður tilkynnti við sama tækifæri að málinu yrði áfrýjað til Hæstaréttar. Fjölskrúðug ummæliMálið sem um ræðir vakti verulega athygli á sínum tíma, það er í upphafi síðasta árs og dómurinn liggur nú fyrir þar sem málið er tíundað. Ummælin sem Guðmundur Spartakus krefst að dæmd verði dauð og ómerk, og birtust á Hringbraut hvar Sigmundur Ernir er dagskrárstjóri, eru fjölskrúðug: „A: Guðmundur Spartakus Ómarsson sagður hátt settur í stórtækum eiturlyfjahring: B: Íslenskur eiturbarón í S-Ameríku? C: Fjölmiðlar í Paragvæ halda því fram að Íslendingur sé hátt settur innan eiturlyfjahrings í Suður-Ameríku. D: Samkvæmt frétt RÚV telur lögreglan í Brasilíu að Íslendingurinn smygli eiturlyfjum milli Evrópu og Suður-Ameríku. E: Hann sigli undir fölsku vegabréfsflaggi, þykist þýskur fasteignasali. F: Guðmundur Spartakus Ómarsson heitir hinn grunaði Íslendingur. G: Heldur fjölmiðillinn ABC í Paragvæ því fram að hann sé einn valdamesti maður eiturlyfjahrings sem smygli e-töflum og kókaíni milli Evrópu og S-Ameríku. H: Hann hafi ráðið burðardýr sem hafi flutt í einu tilviki 46.000 töflur. Þá hefur nafn Guðmundar verið tengt mannshvarfi þar sem Íslendingur týndist í S-Ameríku. Er hann sagður afar hættulegur …“ Erfitt að dæma menn fyrir tilvitnanir Farið er fram á miskabætur sem nema 2 milljónum króna. Í dómsorði kemur fram að umfjöllun Hringbrautar byggi einkum á því að vitnað er í það sem fram kom í öðrum miðlum. Með öðrum orðum er ekki um frumheimild að ræða. Og ekki er tekin sérstök afstaða til sannleiksgildis hinna umdeildu staðhæfinga. Ekki sé hægt að leggja þá skyldu á Hringbraut að kanna sannleiksgildið né hægt að slá því föstu að stefndi hafi vitað að ummælin væri ósönn og því opinberlega borin út gegn betri vitund. Sigmundur Rúnar telst því ekki sekur en Guðmundur Spartakus situr uppi með reikning upp á 650 þúsund krónur í málskostnað. Samkvæmt heimildum Vísis eru fleiri mál, auk áfrýjunarinnar, sem þessu tengjast í farvatninu. Hvarf Friðriks Kristjánssonar Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði Sigmund Erni Rúnarsson í meiðyrðamáli sem Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lögmaður höfðaði gegn fyrir hönd Guðmundar Spartakusar Ólafssonar. RÚV greindi frá niðurstöðunni, ræddi við Sigmund Erni sem fagnaði niðurstöðunni, hún sé blaða- og fréttafólki í vil og þar af leiðandi ábyrgu málfrelsi og tjáningarfrelsi. Sigmundur Ernir segir jafnframt umhugsunarefni að málarekstur af þessu tagi hafi heldur færst í vöxt, sem ekki megi leiða til ótta meðal fjölmiðlafólks. Vilhjálmur lögmaður tilkynnti við sama tækifæri að málinu yrði áfrýjað til Hæstaréttar. Fjölskrúðug ummæliMálið sem um ræðir vakti verulega athygli á sínum tíma, það er í upphafi síðasta árs og dómurinn liggur nú fyrir þar sem málið er tíundað. Ummælin sem Guðmundur Spartakus krefst að dæmd verði dauð og ómerk, og birtust á Hringbraut hvar Sigmundur Ernir er dagskrárstjóri, eru fjölskrúðug: „A: Guðmundur Spartakus Ómarsson sagður hátt settur í stórtækum eiturlyfjahring: B: Íslenskur eiturbarón í S-Ameríku? C: Fjölmiðlar í Paragvæ halda því fram að Íslendingur sé hátt settur innan eiturlyfjahrings í Suður-Ameríku. D: Samkvæmt frétt RÚV telur lögreglan í Brasilíu að Íslendingurinn smygli eiturlyfjum milli Evrópu og Suður-Ameríku. E: Hann sigli undir fölsku vegabréfsflaggi, þykist þýskur fasteignasali. F: Guðmundur Spartakus Ómarsson heitir hinn grunaði Íslendingur. G: Heldur fjölmiðillinn ABC í Paragvæ því fram að hann sé einn valdamesti maður eiturlyfjahrings sem smygli e-töflum og kókaíni milli Evrópu og S-Ameríku. H: Hann hafi ráðið burðardýr sem hafi flutt í einu tilviki 46.000 töflur. Þá hefur nafn Guðmundar verið tengt mannshvarfi þar sem Íslendingur týndist í S-Ameríku. Er hann sagður afar hættulegur …“ Erfitt að dæma menn fyrir tilvitnanir Farið er fram á miskabætur sem nema 2 milljónum króna. Í dómsorði kemur fram að umfjöllun Hringbrautar byggi einkum á því að vitnað er í það sem fram kom í öðrum miðlum. Með öðrum orðum er ekki um frumheimild að ræða. Og ekki er tekin sérstök afstaða til sannleiksgildis hinna umdeildu staðhæfinga. Ekki sé hægt að leggja þá skyldu á Hringbraut að kanna sannleiksgildið né hægt að slá því föstu að stefndi hafi vitað að ummælin væri ósönn og því opinberlega borin út gegn betri vitund. Sigmundur Rúnar telst því ekki sekur en Guðmundur Spartakus situr uppi með reikning upp á 650 þúsund krónur í málskostnað. Samkvæmt heimildum Vísis eru fleiri mál, auk áfrýjunarinnar, sem þessu tengjast í farvatninu.
Hvarf Friðriks Kristjánssonar Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira