Svandís þá og Svandís nú Jakob Bjarnar skrifar 31. maí 2018 14:21 Svandís Svavarsdóttir í stjórnarandstöðu fyrir fáeinum árum horfir undrandi á Svandísi Svavarsdóttur ráðherra dagsins í dag. visir/anton/vilhelm „Að mínu mati er órökrétt að búast við nokkru öðru en svona löguðu meðan við höldum okkur við þetta fráleita fyrirkomulag um að framkvæmdavaldið virki sem yfirmaður löggjafarvaldsins. Það þarf að snúa því við. Við kjósum til Alþingis, ekki til ríkisstjórnar,“ segir Helgi Hrafn Gunnarsson þingmaður Pírata í samtali við Vísi. Helgi Hrafn er spurður að vísa til þess sem virðist vera alger umpólun á afstöðu Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra til vinnubragða á þingi.Helgi Hrafn segir fyrirkomulagið sem snýr að samskiptum þings og framkvæmdavalds meingallað.visir/ernirAfar heitt var í kolum á Alþingi í morgun þegar rætt var um fyrirætlanir ríkisstjórnarinnar að lækka veiðileyfagjöld. Stjórnarandstaðan er afar ósátt hvernig staðið er að málum, skammur sem enginn fyrirvari og hafði um það stór orð. Ræða Loga Einarssonar, formanns Samfylkingarinnar, vakti athygli. Hann var harðorður en síðar kom á daginn að þar var hann að vitna beint í Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra, fimm ára gamla Facebookfærslu, hvar hún fer hörðum orðum um sambærileg vinnubrögð og fyrirætlanir um lækkun veiðigjalda eins og nú stendur fyrir dyrum. Svohljóðandi:Logi sagðist taka heilshugar undir þessi orð og kvað við heldur hásan hlátur í þingsal. Ljóst er að stjórnarandstaðan er þeirrar skoðunar að Svandís í ríkisstjórn sé allt önnur kona en Svandís í stjórnarandstöðu. „Umturnast fólk algerlega við það að skipta um sæti í þingsal,“ spurði Ágúst Ólafur Ágústsson Samfylkingu síðar í umræðunni. Helgi Hrafn segir að þetta komi sér ekki á nokkurn einasta hátt á óvart. „Ekki meðan við erum með þessa hábölvuðu hefð að ríkisstjórn sé mynduð úr meirihluta Alþingis, vegna þess að þá er fyrsta markmið stjórnarflokkanna að tryggja að ríkisstjórnin haldi ásamt því að hún lítur á Alþingi sem erfiða og skilningslausa afgreiðslustofnun. Það hefur aldrei komið skýrara í ljós heldur en við atkvæðagreiðslu um vantraust á hendur Sigríði Á. Andersen dómsmálaráðherra.“ Alþingi Tengdar fréttir Stjórnarandstaðan æf vegna fyrirhugaðrar lækkunar veiðigjalda Hart sótt að ríkisstjórninni. 31. maí 2018 10:49 Mest lesið Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Fleiri fréttir Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Sjá meira
„Að mínu mati er órökrétt að búast við nokkru öðru en svona löguðu meðan við höldum okkur við þetta fráleita fyrirkomulag um að framkvæmdavaldið virki sem yfirmaður löggjafarvaldsins. Það þarf að snúa því við. Við kjósum til Alþingis, ekki til ríkisstjórnar,“ segir Helgi Hrafn Gunnarsson þingmaður Pírata í samtali við Vísi. Helgi Hrafn er spurður að vísa til þess sem virðist vera alger umpólun á afstöðu Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra til vinnubragða á þingi.Helgi Hrafn segir fyrirkomulagið sem snýr að samskiptum þings og framkvæmdavalds meingallað.visir/ernirAfar heitt var í kolum á Alþingi í morgun þegar rætt var um fyrirætlanir ríkisstjórnarinnar að lækka veiðileyfagjöld. Stjórnarandstaðan er afar ósátt hvernig staðið er að málum, skammur sem enginn fyrirvari og hafði um það stór orð. Ræða Loga Einarssonar, formanns Samfylkingarinnar, vakti athygli. Hann var harðorður en síðar kom á daginn að þar var hann að vitna beint í Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra, fimm ára gamla Facebookfærslu, hvar hún fer hörðum orðum um sambærileg vinnubrögð og fyrirætlanir um lækkun veiðigjalda eins og nú stendur fyrir dyrum. Svohljóðandi:Logi sagðist taka heilshugar undir þessi orð og kvað við heldur hásan hlátur í þingsal. Ljóst er að stjórnarandstaðan er þeirrar skoðunar að Svandís í ríkisstjórn sé allt önnur kona en Svandís í stjórnarandstöðu. „Umturnast fólk algerlega við það að skipta um sæti í þingsal,“ spurði Ágúst Ólafur Ágústsson Samfylkingu síðar í umræðunni. Helgi Hrafn segir að þetta komi sér ekki á nokkurn einasta hátt á óvart. „Ekki meðan við erum með þessa hábölvuðu hefð að ríkisstjórn sé mynduð úr meirihluta Alþingis, vegna þess að þá er fyrsta markmið stjórnarflokkanna að tryggja að ríkisstjórnin haldi ásamt því að hún lítur á Alþingi sem erfiða og skilningslausa afgreiðslustofnun. Það hefur aldrei komið skýrara í ljós heldur en við atkvæðagreiðslu um vantraust á hendur Sigríði Á. Andersen dómsmálaráðherra.“
Alþingi Tengdar fréttir Stjórnarandstaðan æf vegna fyrirhugaðrar lækkunar veiðigjalda Hart sótt að ríkisstjórninni. 31. maí 2018 10:49 Mest lesið Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Fleiri fréttir Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Sjá meira
Stjórnarandstaðan æf vegna fyrirhugaðrar lækkunar veiðigjalda Hart sótt að ríkisstjórninni. 31. maí 2018 10:49