Golden State Warriors vann titilinn í fyrra og er mun sigurstranglegra liðið enda finnst mörgum ótrúlegt að LeBron James sé búinn að koma Cleveland liðinu enn á ný í úrslit miðað við allt sem gekk á hjá liðinu í vetur.
Fyrsti leikurinn fer fram í Oakland í kvöld, hefst klukkan eitt eftir miðnætti og verður að sjálfsögðu í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Það eru margir búnir að velta fyrir sér möguleikum liðanna og eru flestir á því að Golden State Warriors muni verja NBA-titilinn í fyrsta sinn í sögu félagsins. Það yrði þá þriðji titill Warriors á fjórum árum.
Who are the most important players in this year's #NBAFinals? @SeanDeveney ranks them 1-20 with a few surprises in the top five: https://t.co/ALiZ3OKjCHpic.twitter.com/YIwXfxtmiP
— Sporting News (@sportingnews) May 31, 2018
Deveney fer yfir alla leikmenn allt frá aukaleikurnum JaVale McGee og Rodney Hood til súperstjarnanna Kevin Durant og LeBron James.
Það þarf ekki að koma á óvart að LeBron James sé settur í fyrsta sætið eða að Kevin Durant sé mikilvægastur Golden State manna. Það vekur meiri furðu hver er settur í 3. til 4. sæti með Stephen Curry.
Hér fyrir neðan má röð leikmanna eftir mikilvægi en hér má lesa alla greinina.
19. og 20. sæti - Nick Young og JaVale McGee hjá Warriors
17. og 18. sæti - Jordan Clarkson og Rodney Hood hjá Cleveland Cavaliers
15. og 16. sæti - Kevon Looney og Jordan Bell hjá Warriors
14. sæti - Shaun Livingston hjá Warriors
13. sæti - Draymond Green hjá Warriors
11. og 12. sæti - Tristan Thompson og Larry Nance Jr. hjá Cavaliers
10. sæti - Klay Thompson hjá Warriors
8. og 9. sæti - Kyle Korver og JR Smith hjá Cavaliers
6. og 7. sæti - Kevin Love hjá Cavaliers og Andre Iguodala hjá Warriors
5. sæti - Jeff Green hjá Cavaliers
3. og 4. sæti - Stephen Curry hjá Warriors og George Hill hjá Cavaliers
2. sæti - Kevin Durant hjá Warriors
1. sæti - LeBron James hjá Cavaliers