„Það sem ber hæst í stefnuskránni eru áherslur listans um bætta stjórnsýslu og aukna valddreifingu á Seltjarnarnesi, þar sem sami flokkur hefur verið í hreinum meirihluta frá 1950, eða í 68 ár. Málefni skóla eru fyrirferðarmikil í stefnuskránni. Þannig vill framboðið hækka laun kennara, byggja leikskóla fyrir 300 börn og setja aukinn metnað í þróun skólastarfs, með það að markmiði að Grunnskóli Seltjarnarness taki faglega forystu á landsvísu,“ segir í fréttatilkynningu frá Karli Pétri Jónssyni, sem leiðir listann.
„Framboðið leggur ríka áherslu á málefni eldri borgara. Leggur framboðið til að Öldungaráð Seltjarnarnesbæjar fái fulltrúa í öllum nefndum og ráðum bæjarins, á sama hátt og Ungmennaráð. Framboðið vill að auka fagmennsku í þjónustu við eldri borgara og færa félagsstarf þeirra í takt við nýja tíma.

Framboðið vil þar að auki fara í stórátak til að bæta ástand innviða bæjarins, skóla, leikskóla og önnur mannvirki, sem mörg hver liggja undir skemmdum vegna lélegs viðhalds.
„Síðast en ekki síst vill Viðreisn/Neslistinn að fjármál bæjarins verði tekin mun fastari tökum, en bæjarfélagið var rekið með um 100 milljón króna halla á síðasta ári, á sama tíma og fjárfestingarhlutfall bæjarins er lágt í samanburði við önnur sveitarfélög.“
Listi Viðreisnar/Neslista er skipaður eftirfarandi fólki:
1. Karl Pétur Jónsson - Viðskiptafræðingur og varabæjarfulltrúi
2. Hildigunnur Gunnarsdóttir - Menntunarfræðingur og varabæjarfulltrúi
3. Björn Gunnlaugsson - Kennari og verkefnastjóri
4. Rán Ólafsdóttir - Háskólanemi og starfsmaður RSK
5. Oddur Jónas Jónasson - Forstöðumaður þýðinga hjá Stöð 2
6. Margrét H. Gústavsdóttir - Fjölmiðlakona
7. Ragnar Jónsson - Rannsóknarlögreglumaður
8. Ragnhildur Ingólfsdóttir - Arkítekt
9. Garðar Gíslason - Viðskiptafræðingur
10. Dagbjört H. Kristinsdóttir - Hjúkrunarfræðingur
11. Benedikt Bragi Sigurðsson - Sálfræðingur
12. Halldór Jóhannesdóttir Sanko - Sérkennari
13. Páll Árni Jónsson - Framkvæmdastjóri
14. Árni Einarsson - Bæjarfulltrúi