Meiri lúxus Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 22. maí 2018 10:00 Víðs vegar í Reykjavík má sjá merki um miklar byggingaframkvæmdir og verið er að reisa ný hús í stað þeirra gömlu sem voru rifin. Einhver þessara húsa máttu eflaust hverfa en við eigum eftir að sjá hvað kemur í stað þeirra. Óhætt er að segja að margir bíði með öndina í hálsinum eftir því hvernig til tekst og vona heitt og innilega að útkoman verði ekki einhver óskapnaður. Það er leiðinlegt að segja það, en íslenskur nútímaarkitektúr er einfaldlega þannig að ekki er alltaf ástæða til að hrópa húrra fyrir honum. Þess vegna á að vera auðvelt að hafa skilning og samúð með kvíða þeirra sem vilja að höfuðborgin sé falleg en óttast að þróunin sé í þveröfuga átt. Við Hafnartorg standa yfir miklar framkvæmdir sem borgarbúar komast ekki hjá að verða varir við. Þar eiga að verða til íbúðir. Íbúðir skortir einmitt á höfuðborgarsvæðinu en almenningur hefur samt enga ástæðu til að fagna. Þessar íbúðir eru nefnilega alls ekki ætlaðar venjulegu fólki. Þetta eru lúxusíbúðir þar sem ekkert er til sparað. Óhófið er reyndar svo mikið að þær dýrustu munu kosta um 400 milljónir. Það er eins og einhverjir einstaklingar hafi fengið svæsið nostalgíukast og þrái að hverfa aftur til áranna fyrir hrun þegar flottræfilshátturinn var svo umsvifamikill að gull var jafnvel lagt sér til munns í veislum, eins og frægt varð. Íbúðirnar við Hafnartorg eru hannaðar fyrir þá allra ríkustu. Ólíklegt er þó að íslenskir auðmenn muni hreiðra um sig í þessum lúxusíbúðum. Þeir þola ekki hverjir aðra. Það yrði þeim ofraun að þurfa að mætast reglulega í lyftunni eða á stigaganginum og neyðast til að bjóða góðan daginn. Þeir gætu aldrei sætt sig við slíkt sambýli. Íbúðirnar hljóta því að vera hugsaðar fyrir erlenda auðkýfinga. Ólíklegt er að þeir setjist hér að, en ekki er útilokað að þeir vilji eiga hér afdrep þegar þeir þrá tilbreytingu frá lífi í stórborgum á borð við New York, París og Róm. Fólk þarf ekki að vera í Sósíalistaflokknum til að spyrja sjálfsagðra spurninga eins og af hverju slík ofuráhersla sé lögð á hag auðjöfra að þeim sé ætlaður alveg sérstakur staður í hjarta Reykjavíkur. Það má svo velta fyrir sér af hverju ekkert heyrist frá borgarstjórnarmeirihlutanum um allan þennan ofurlúxus sem þarna er fyrirhugað að skapa. Ekki er hægt að ætla annað en meirihlutanum þyki þetta hið besta mál. Allavega heyrast ekki óánægjuraddir úr þeim ranni. Finnst Vinstri grænum í borginni það virkilega vera brýnt forgangsmál að hlaða undir auðmenn? Hvar er jafnaðarstefna Samfylkingarinnar, er henni bara veifað stundum en falin þess á milli? Og eru Píratar að breytast í örgustu kapítalista? Er Björt framtíð svo buguð að hún getur ekki lengur tjáð sig? Gott væri að fá svör við þessum spurningum fyrir kosningar. Og um leið á að spyrja þennan sama meirihluta: Eruð þið búin að selja verktökum og fjárfestum sál ykkar og sannfæringu? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Húsnæðismál Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir Skoðun Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson Skoðun Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Halldór 15.02.2025 Halldór Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason Skoðun Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar Skoðun Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson skrifar Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Höldum yngri þingmönnum aðskildum frá hinum eldri ! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason skrifar Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Verður dánaraðstoð leyfð í Danmörku í náinni framtíð? Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Flugvöllur okkar allra! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Svar við rangfærslum Félags atvinnurekenda um tollamál Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Við þurfum að ræða um Evrópusambandið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Sannleikurinn um undirbúning útlendingafrumvarpsins Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig bætum við stafræna umgjörð heilbrigðiskerfisins? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Þegar raunveruleikinn er forritaður Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi? Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar Skoðun Á Sjálfstæðisflokkurinn sér viðreisnar von? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Valentínus Árni Már Jensson skrifar Skoðun Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Barnavernd í brennidepli! Merki um öryggi – Signs of Safety Gyða Hjartardóttir skrifar Skoðun Kolbikasvört staða María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Ekkert um okkur án okkar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun One way Ticket á Litla-Hraun í framtíðinni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rauðsokkur í Efra-Breiðholti Edith Oddsteinsdóttir skrifar Skoðun Jafningjafræðsla um stafrænt ofbeldi Hjalti Ómar Ágústsson skrifar Skoðun Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Víðs vegar í Reykjavík má sjá merki um miklar byggingaframkvæmdir og verið er að reisa ný hús í stað þeirra gömlu sem voru rifin. Einhver þessara húsa máttu eflaust hverfa en við eigum eftir að sjá hvað kemur í stað þeirra. Óhætt er að segja að margir bíði með öndina í hálsinum eftir því hvernig til tekst og vona heitt og innilega að útkoman verði ekki einhver óskapnaður. Það er leiðinlegt að segja það, en íslenskur nútímaarkitektúr er einfaldlega þannig að ekki er alltaf ástæða til að hrópa húrra fyrir honum. Þess vegna á að vera auðvelt að hafa skilning og samúð með kvíða þeirra sem vilja að höfuðborgin sé falleg en óttast að þróunin sé í þveröfuga átt. Við Hafnartorg standa yfir miklar framkvæmdir sem borgarbúar komast ekki hjá að verða varir við. Þar eiga að verða til íbúðir. Íbúðir skortir einmitt á höfuðborgarsvæðinu en almenningur hefur samt enga ástæðu til að fagna. Þessar íbúðir eru nefnilega alls ekki ætlaðar venjulegu fólki. Þetta eru lúxusíbúðir þar sem ekkert er til sparað. Óhófið er reyndar svo mikið að þær dýrustu munu kosta um 400 milljónir. Það er eins og einhverjir einstaklingar hafi fengið svæsið nostalgíukast og þrái að hverfa aftur til áranna fyrir hrun þegar flottræfilshátturinn var svo umsvifamikill að gull var jafnvel lagt sér til munns í veislum, eins og frægt varð. Íbúðirnar við Hafnartorg eru hannaðar fyrir þá allra ríkustu. Ólíklegt er þó að íslenskir auðmenn muni hreiðra um sig í þessum lúxusíbúðum. Þeir þola ekki hverjir aðra. Það yrði þeim ofraun að þurfa að mætast reglulega í lyftunni eða á stigaganginum og neyðast til að bjóða góðan daginn. Þeir gætu aldrei sætt sig við slíkt sambýli. Íbúðirnar hljóta því að vera hugsaðar fyrir erlenda auðkýfinga. Ólíklegt er að þeir setjist hér að, en ekki er útilokað að þeir vilji eiga hér afdrep þegar þeir þrá tilbreytingu frá lífi í stórborgum á borð við New York, París og Róm. Fólk þarf ekki að vera í Sósíalistaflokknum til að spyrja sjálfsagðra spurninga eins og af hverju slík ofuráhersla sé lögð á hag auðjöfra að þeim sé ætlaður alveg sérstakur staður í hjarta Reykjavíkur. Það má svo velta fyrir sér af hverju ekkert heyrist frá borgarstjórnarmeirihlutanum um allan þennan ofurlúxus sem þarna er fyrirhugað að skapa. Ekki er hægt að ætla annað en meirihlutanum þyki þetta hið besta mál. Allavega heyrast ekki óánægjuraddir úr þeim ranni. Finnst Vinstri grænum í borginni það virkilega vera brýnt forgangsmál að hlaða undir auðmenn? Hvar er jafnaðarstefna Samfylkingarinnar, er henni bara veifað stundum en falin þess á milli? Og eru Píratar að breytast í örgustu kapítalista? Er Björt framtíð svo buguð að hún getur ekki lengur tjáð sig? Gott væri að fá svör við þessum spurningum fyrir kosningar. Og um leið á að spyrja þennan sama meirihluta: Eruð þið búin að selja verktökum og fjárfestum sál ykkar og sannfæringu?
Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar
Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi? Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar
Skoðun Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal Edda Sif Pind Aradóttir skrifar
Skoðun Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir skrifar