Hlustið á fólkið á gólfinu Baldvin Már Baldvinsson skrifar 22. maí 2018 14:00 Ég hef unnið á leikskóla í 12 ár, enda kolféll ég fyrir því ósérhlífna og mikilvæga starfi sem unnið er á leikskólum landsins. Skilningur borgaryfirvalda á þessum málaflokki hefur oft á tíðum lítill. Margir borgarfulltrúar virðast ekki átta sig á því að samræða við starfsfólk leikskóla skipti máli. Margt af því sem hefur reynst erfitt undanfarin ár eins og sameiningar margra leikskóla, hefði verið hægt að gera auðveldara með því að opna á samræður við allt starfsfólk leikskólanna og ræða málin. Því hefur það oft verið blaut tuska framan í mann í starfi hversu lítinn skilning borgaryfirvöld sýna þessum málaflokki og hversu mikið starfsfólk þarf að berjast fyrir hinum minnstu hlutum. Þessu vill ég sjá breytingar á.Í leikskólunum er grunnurinn lagður Baráttumál okkar sem vinna á leikskólum eru þau sömu í dag og þegar ég byrjaði að vinna þar. Að bæta starfsumhverfi, fækka börnum á deildum og hækka laun. Álag í starfinu er oft gríðarlegt vegna manneklu þar sem fáir starfsmenn bera ábyrgð á vellíðan fjölmargra barna. Leikskólinn er fyrsta skólastigið, og að sumu leyti mikilvægasta skólastigið, því þar er lagður grunnur að öllu því sem á eftir kemur. Leikskólar eru nefnilega ekki geymslustaður fyrir börn yfir daginn meðan foreldrarnir vinna eða eru sjálf í námi. Leikskólar eru ekki þjónusta við atvinnulífið. Leikskólinn er skóli. Í leikskólum læra börnin okkar að vinna með tungumálið, þau læra félagsfærni. Þau taka fyrstu skrefin í stærðfræðinámi, læra fínhreyfingar og margt fleira. Þau læra að taka fyrstu skrefin í átt að því að verða fullorðnir einstaklingar. Samhliða því að börnin læri þá gerum við okkar besta til að skapa öruggt og heimilislegt umhverfi sem veitir börnunum vellíðan. Það aftur er foreldrunum mikilvægt, sú hugarró sem fylgir því að vita af börnunum sínum öruggum og að þeim líði vel. Því hvað annað er mikilvægara en að börnunum okkar líði vel? Til þess þurfum við að efla leikskólana.Af hverju treysti ég VG? Ein ástæða þess að ég ákvað að bjóða mig fram fyrir VG fyrir þessar kosningar var ekki aðeins að Líf Magneudóttir hefur lagt áherslu á að efla leikskólana, heldur að áherslur hennar eru í samræmi við það sem ég tel að sé brýnast að gera. Sérstaklega mikilvægi þess að bæta kjör og minnka óhóflegt álag á starfsfólkið. Fólk skiptir máli, og ég treysti Líf í leikskólamálunum. Önnur er sú að eftir að VG kom inn í meirihlutasamstarfið 2014 var loksins horfið frá niðurskurði sem hafði einkennt öll árin á undan og framlög til leikskólanna aukin verulega. En við þurfum að gera miklu betur í leikskólamálum. Við viljum eiga frumkvæðið meðal annars með að hækka laun þeirra sem vinna á leikskólum, við viljum tryggja færri börn á deildum, að ráðið verði í fleiri afleysingarstöður og við viljum halda áfram að styrkja og hvetja ófaglærða að fara í leikskólakennaranám. Okkar auður eru börnin og okkar skylda er að mennta börnin okkar vel. Og það skiptir máli að það sé gert á öllum skólastigum. Börnin eiga það skilið, og starfsfólk leikskóla á það skilið að þeim sé sýnd sú virðing af borgaryfirvöldum að hlustað sé á kröfur leikskólanna og þeim sé mætt. Með VG í borgarstjórn að loknum kosningum munu leikskólamál vera forgangsmál. Baldvin Már Baldvinsson. Höfundur er ófaglærður deildarstjóri og skipar 17. sæti á lista Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs í Reykjavík Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2018 Skoðun Mest lesið Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Sjá meira
Ég hef unnið á leikskóla í 12 ár, enda kolféll ég fyrir því ósérhlífna og mikilvæga starfi sem unnið er á leikskólum landsins. Skilningur borgaryfirvalda á þessum málaflokki hefur oft á tíðum lítill. Margir borgarfulltrúar virðast ekki átta sig á því að samræða við starfsfólk leikskóla skipti máli. Margt af því sem hefur reynst erfitt undanfarin ár eins og sameiningar margra leikskóla, hefði verið hægt að gera auðveldara með því að opna á samræður við allt starfsfólk leikskólanna og ræða málin. Því hefur það oft verið blaut tuska framan í mann í starfi hversu lítinn skilning borgaryfirvöld sýna þessum málaflokki og hversu mikið starfsfólk þarf að berjast fyrir hinum minnstu hlutum. Þessu vill ég sjá breytingar á.Í leikskólunum er grunnurinn lagður Baráttumál okkar sem vinna á leikskólum eru þau sömu í dag og þegar ég byrjaði að vinna þar. Að bæta starfsumhverfi, fækka börnum á deildum og hækka laun. Álag í starfinu er oft gríðarlegt vegna manneklu þar sem fáir starfsmenn bera ábyrgð á vellíðan fjölmargra barna. Leikskólinn er fyrsta skólastigið, og að sumu leyti mikilvægasta skólastigið, því þar er lagður grunnur að öllu því sem á eftir kemur. Leikskólar eru nefnilega ekki geymslustaður fyrir börn yfir daginn meðan foreldrarnir vinna eða eru sjálf í námi. Leikskólar eru ekki þjónusta við atvinnulífið. Leikskólinn er skóli. Í leikskólum læra börnin okkar að vinna með tungumálið, þau læra félagsfærni. Þau taka fyrstu skrefin í stærðfræðinámi, læra fínhreyfingar og margt fleira. Þau læra að taka fyrstu skrefin í átt að því að verða fullorðnir einstaklingar. Samhliða því að börnin læri þá gerum við okkar besta til að skapa öruggt og heimilislegt umhverfi sem veitir börnunum vellíðan. Það aftur er foreldrunum mikilvægt, sú hugarró sem fylgir því að vita af börnunum sínum öruggum og að þeim líði vel. Því hvað annað er mikilvægara en að börnunum okkar líði vel? Til þess þurfum við að efla leikskólana.Af hverju treysti ég VG? Ein ástæða þess að ég ákvað að bjóða mig fram fyrir VG fyrir þessar kosningar var ekki aðeins að Líf Magneudóttir hefur lagt áherslu á að efla leikskólana, heldur að áherslur hennar eru í samræmi við það sem ég tel að sé brýnast að gera. Sérstaklega mikilvægi þess að bæta kjör og minnka óhóflegt álag á starfsfólkið. Fólk skiptir máli, og ég treysti Líf í leikskólamálunum. Önnur er sú að eftir að VG kom inn í meirihlutasamstarfið 2014 var loksins horfið frá niðurskurði sem hafði einkennt öll árin á undan og framlög til leikskólanna aukin verulega. En við þurfum að gera miklu betur í leikskólamálum. Við viljum eiga frumkvæðið meðal annars með að hækka laun þeirra sem vinna á leikskólum, við viljum tryggja færri börn á deildum, að ráðið verði í fleiri afleysingarstöður og við viljum halda áfram að styrkja og hvetja ófaglærða að fara í leikskólakennaranám. Okkar auður eru börnin og okkar skylda er að mennta börnin okkar vel. Og það skiptir máli að það sé gert á öllum skólastigum. Börnin eiga það skilið, og starfsfólk leikskóla á það skilið að þeim sé sýnd sú virðing af borgaryfirvöldum að hlustað sé á kröfur leikskólanna og þeim sé mætt. Með VG í borgarstjórn að loknum kosningum munu leikskólamál vera forgangsmál. Baldvin Már Baldvinsson. Höfundur er ófaglærður deildarstjóri og skipar 17. sæti á lista Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs í Reykjavík
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun