Heilsueflum Reykjavík Hildur Björnsdóttir skrifar 22. maí 2018 15:14 Um þriðjungur Íslendinga fær krabbamein einhvern tímann á lífsleiðinni. Ef það verður ekki þú, verður það einhver sem þú þekkir. Þannig er tölfræðin. Það er áfall að greinast með krabbamein. Áfall fyrir þann sem greinist, en ekki síður þá sem standa honum nærri. Þetta þekki ég af eigin raun. Sumarið 2016 greindist ég með hraðvaxandi eitilfrumuæxli á stærð við litla melónu – eingöngu sjö dögum eftir að yngsta barnið mitt fæddist. Ég óska engum að feta þá erfiðu þrautagöngu. Til allrar hamingju sigraði ég baráttuna en það eru ekki allir svo heppnir. Krabbameinsfélag Íslands skorar á sveitastjórnarfólk að gefa lýðheilsu og forvörnum gegn krabbameini aukið vægi. Það er mér bæði ljúft og skylt að taka þeirri mikilvægu áskorun. Breytingar á lifnaðarháttum síðustu áratugi hafa leitt til þess að fleiri eiga á hættu að greinast með krabbamein. Helstu áhættuþættir eru reykingar, slæmt matarræði og kyrrseta. Það er mikilvægt að sveitastjórnarfólk sýni frumkvæði í málaflokknum og beiti sér fyrir forvörnum. Í borgarstjórn Reykjavíkur mun ég vinna markvisst að því að skapa heilsueflandi borg. Ég mun hvetja til betri nýtingar grænna svæða til hreyfingar og útivistar. Ég mun vinna að því að gera hreyfingu og hollu matarræði hærra undir höfði í leik- og grunnskólum borgarinnar. Ég mun styðja við skipulag og samgöngur sem ýta undir heilsueflingu og útivist. Ég mun beita mér fyrir áframhaldandi forvörnum gegn reykingum og öðrum skaðlegum vímugjöfum. Ég vil skapa borg sem býður okkur öllum fjölbreyttar leiðir og jöfn tækifæri til að ástunda heilbrigðan lífsstíl. Í veikindum mínum lærði ég hve dýrmæt heilsan er okkur öllum. Ég lærði hve mikilvægt er að tryggja heilsueflandi umhverfi og forvarnir fyrir börn. Ég lærði að ekki verður fjárfest í meiri verðmætum en heilsunni – enda öllum dýrkeypt að missa hana. Setjum forvarnir í forgang og heilsueflum Reykjavík!Höfundur skipar 2. sætið á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hildur Björnsdóttir Kosningar 2018 Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Um þriðjungur Íslendinga fær krabbamein einhvern tímann á lífsleiðinni. Ef það verður ekki þú, verður það einhver sem þú þekkir. Þannig er tölfræðin. Það er áfall að greinast með krabbamein. Áfall fyrir þann sem greinist, en ekki síður þá sem standa honum nærri. Þetta þekki ég af eigin raun. Sumarið 2016 greindist ég með hraðvaxandi eitilfrumuæxli á stærð við litla melónu – eingöngu sjö dögum eftir að yngsta barnið mitt fæddist. Ég óska engum að feta þá erfiðu þrautagöngu. Til allrar hamingju sigraði ég baráttuna en það eru ekki allir svo heppnir. Krabbameinsfélag Íslands skorar á sveitastjórnarfólk að gefa lýðheilsu og forvörnum gegn krabbameini aukið vægi. Það er mér bæði ljúft og skylt að taka þeirri mikilvægu áskorun. Breytingar á lifnaðarháttum síðustu áratugi hafa leitt til þess að fleiri eiga á hættu að greinast með krabbamein. Helstu áhættuþættir eru reykingar, slæmt matarræði og kyrrseta. Það er mikilvægt að sveitastjórnarfólk sýni frumkvæði í málaflokknum og beiti sér fyrir forvörnum. Í borgarstjórn Reykjavíkur mun ég vinna markvisst að því að skapa heilsueflandi borg. Ég mun hvetja til betri nýtingar grænna svæða til hreyfingar og útivistar. Ég mun vinna að því að gera hreyfingu og hollu matarræði hærra undir höfði í leik- og grunnskólum borgarinnar. Ég mun styðja við skipulag og samgöngur sem ýta undir heilsueflingu og útivist. Ég mun beita mér fyrir áframhaldandi forvörnum gegn reykingum og öðrum skaðlegum vímugjöfum. Ég vil skapa borg sem býður okkur öllum fjölbreyttar leiðir og jöfn tækifæri til að ástunda heilbrigðan lífsstíl. Í veikindum mínum lærði ég hve dýrmæt heilsan er okkur öllum. Ég lærði hve mikilvægt er að tryggja heilsueflandi umhverfi og forvarnir fyrir börn. Ég lærði að ekki verður fjárfest í meiri verðmætum en heilsunni – enda öllum dýrkeypt að missa hana. Setjum forvarnir í forgang og heilsueflum Reykjavík!Höfundur skipar 2. sætið á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun