Segir lóðina í gíslingu Sigurður Mikael Jónsson skrifar 23. maí 2018 07:00 Stór jörð sem eigandinn fær ekki að breyta í íbúabyggð. Vísir/ernir Eigandi jarðarinnar Hrauntungu í Garðabæ furðar sig á því að bæjaryfirvöld synji honum um að reisa íbúabyggð á lóðinni. Hann segir bæjaryfirvöld meðal annars bera fyrir sig vilja fyrri eiganda, manns sem lést árið 2009, um að lóðin skyldi haldast óbyggð og gróðurinn sem fyrri eigandi hafði lagt sál sína í að rækta varðveittur. Lögmaður núverandi eiganda segir þennan vilja hvergi koma fram í opinberum gögnum, kvöðum á eigninni, erfðaskrá hins látna né annars staðar. Svo virðist sem einhvers konar munnlegt samkomulag haldi lóðinni í gíslingu. Ákvörðun bæjarins um að synja eigandanum um deiliskipulag á lóðinni hefur verið kærð til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála.Árni Helgason, lögmaður.Jörðin Hrauntunga er 3,2 hektarar og á henni stendur 364 fermetra hús. Fyrri eigandi bjó þar lengi en arfleiddi ýmis samtök að jörðinni þegar hann lést í apríl 2009. Nýir eigendur fólu síðar Ríkiskaupum að selja hana og keypti félagið Dalsnes ehf., sem er í eigu Ólafs Björnssonar, fasteignina og lóðaréttindin árið 2011. Árni Helgason, lögmaður Dalsness ehf., segir að hvergi í söluferli eignarinnar hafi komið fram að kvaðir fylgdu henni. Afstaða bæjaryfirvalda til þess að skipulögð verði íbúabyggð með sérbýli og íbúðir á lóðinni valdi miklum vonbrigðum, enda verulegur skortur á húsnæði fyrir ungt fólk á höfuðborgarsvæðinu. „Við höfum alltaf verið að kalla eftir því hjá bænum hvar jörðin var sett í þessi álög um aldur og ævi en það hefur aldrei komið í ljós þrátt fyrir að það hafi litað afstöðu bæjarins í málinu,“ segir Árni og bendir á að allt um kring séu áþekkar lóðir sem skipt hafi verið upp í íbúabyggð á sínum tíma. Ef hugmyndin sé að jörðin nýtist fólki til útivistar þurfi eitthvað að breytast. „Þetta er einkalóð í dag og það væri heiðarlegra ef bærinn keypti þetta þá og breytti í grænt svæði. En það hefur ekki verið neinn vilji í þá átt heldur.“Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar.Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar, segir þó í samtali við Fréttablaðið að hann sé opinn fyrir þeim möguleika að bærinn kaupi jörðina aftur, berist tilboð um slíkt, enda minnugur hugmyndar fyrri eiganda um að jörðin standi óröskuð. Vilji sé fyrir því hjá bænum að svæðið verði grænt en ekki undirlagt þéttri íbúabyggð. „Við leggjum mikið upp úr því að halda í græn svæði og þarna er skógrækt og mikil saga á bak við. Það skiptir máli að mínu mati. Að ekki sé byggt út í allar línur.“ Nýjar hugmyndir Dalsness um jörðina voru lagðar fyrir bæjarráð í gær. Þar er leitað álits á því að húsið á jörðinni verði rifið, byggt þúsund fermetra einbýlishús í staðinn sem nýtt yrði til útleigu fyrir ferðamenn og lóðin girt af. Slíkt myndi falla innan núverandi skipulagsheimilda. Árni spyr sig þó hvort það sé virkilega það sem menn vilji, fyrst Garðabær lýsi sig mótfallinn íbúabyggð á lóðinni. Birtist í Fréttablaðinu Skipulag Mest lesið Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Erlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Fleiri fréttir Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Sjá meira
Eigandi jarðarinnar Hrauntungu í Garðabæ furðar sig á því að bæjaryfirvöld synji honum um að reisa íbúabyggð á lóðinni. Hann segir bæjaryfirvöld meðal annars bera fyrir sig vilja fyrri eiganda, manns sem lést árið 2009, um að lóðin skyldi haldast óbyggð og gróðurinn sem fyrri eigandi hafði lagt sál sína í að rækta varðveittur. Lögmaður núverandi eiganda segir þennan vilja hvergi koma fram í opinberum gögnum, kvöðum á eigninni, erfðaskrá hins látna né annars staðar. Svo virðist sem einhvers konar munnlegt samkomulag haldi lóðinni í gíslingu. Ákvörðun bæjarins um að synja eigandanum um deiliskipulag á lóðinni hefur verið kærð til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála.Árni Helgason, lögmaður.Jörðin Hrauntunga er 3,2 hektarar og á henni stendur 364 fermetra hús. Fyrri eigandi bjó þar lengi en arfleiddi ýmis samtök að jörðinni þegar hann lést í apríl 2009. Nýir eigendur fólu síðar Ríkiskaupum að selja hana og keypti félagið Dalsnes ehf., sem er í eigu Ólafs Björnssonar, fasteignina og lóðaréttindin árið 2011. Árni Helgason, lögmaður Dalsness ehf., segir að hvergi í söluferli eignarinnar hafi komið fram að kvaðir fylgdu henni. Afstaða bæjaryfirvalda til þess að skipulögð verði íbúabyggð með sérbýli og íbúðir á lóðinni valdi miklum vonbrigðum, enda verulegur skortur á húsnæði fyrir ungt fólk á höfuðborgarsvæðinu. „Við höfum alltaf verið að kalla eftir því hjá bænum hvar jörðin var sett í þessi álög um aldur og ævi en það hefur aldrei komið í ljós þrátt fyrir að það hafi litað afstöðu bæjarins í málinu,“ segir Árni og bendir á að allt um kring séu áþekkar lóðir sem skipt hafi verið upp í íbúabyggð á sínum tíma. Ef hugmyndin sé að jörðin nýtist fólki til útivistar þurfi eitthvað að breytast. „Þetta er einkalóð í dag og það væri heiðarlegra ef bærinn keypti þetta þá og breytti í grænt svæði. En það hefur ekki verið neinn vilji í þá átt heldur.“Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar.Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar, segir þó í samtali við Fréttablaðið að hann sé opinn fyrir þeim möguleika að bærinn kaupi jörðina aftur, berist tilboð um slíkt, enda minnugur hugmyndar fyrri eiganda um að jörðin standi óröskuð. Vilji sé fyrir því hjá bænum að svæðið verði grænt en ekki undirlagt þéttri íbúabyggð. „Við leggjum mikið upp úr því að halda í græn svæði og þarna er skógrækt og mikil saga á bak við. Það skiptir máli að mínu mati. Að ekki sé byggt út í allar línur.“ Nýjar hugmyndir Dalsness um jörðina voru lagðar fyrir bæjarráð í gær. Þar er leitað álits á því að húsið á jörðinni verði rifið, byggt þúsund fermetra einbýlishús í staðinn sem nýtt yrði til útleigu fyrir ferðamenn og lóðin girt af. Slíkt myndi falla innan núverandi skipulagsheimilda. Árni spyr sig þó hvort það sé virkilega það sem menn vilji, fyrst Garðabær lýsi sig mótfallinn íbúabyggð á lóðinni.
Birtist í Fréttablaðinu Skipulag Mest lesið Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Erlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Fleiri fréttir Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Sjá meira
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent