Segir lóðina í gíslingu Sigurður Mikael Jónsson skrifar 23. maí 2018 07:00 Stór jörð sem eigandinn fær ekki að breyta í íbúabyggð. Vísir/ernir Eigandi jarðarinnar Hrauntungu í Garðabæ furðar sig á því að bæjaryfirvöld synji honum um að reisa íbúabyggð á lóðinni. Hann segir bæjaryfirvöld meðal annars bera fyrir sig vilja fyrri eiganda, manns sem lést árið 2009, um að lóðin skyldi haldast óbyggð og gróðurinn sem fyrri eigandi hafði lagt sál sína í að rækta varðveittur. Lögmaður núverandi eiganda segir þennan vilja hvergi koma fram í opinberum gögnum, kvöðum á eigninni, erfðaskrá hins látna né annars staðar. Svo virðist sem einhvers konar munnlegt samkomulag haldi lóðinni í gíslingu. Ákvörðun bæjarins um að synja eigandanum um deiliskipulag á lóðinni hefur verið kærð til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála.Árni Helgason, lögmaður.Jörðin Hrauntunga er 3,2 hektarar og á henni stendur 364 fermetra hús. Fyrri eigandi bjó þar lengi en arfleiddi ýmis samtök að jörðinni þegar hann lést í apríl 2009. Nýir eigendur fólu síðar Ríkiskaupum að selja hana og keypti félagið Dalsnes ehf., sem er í eigu Ólafs Björnssonar, fasteignina og lóðaréttindin árið 2011. Árni Helgason, lögmaður Dalsness ehf., segir að hvergi í söluferli eignarinnar hafi komið fram að kvaðir fylgdu henni. Afstaða bæjaryfirvalda til þess að skipulögð verði íbúabyggð með sérbýli og íbúðir á lóðinni valdi miklum vonbrigðum, enda verulegur skortur á húsnæði fyrir ungt fólk á höfuðborgarsvæðinu. „Við höfum alltaf verið að kalla eftir því hjá bænum hvar jörðin var sett í þessi álög um aldur og ævi en það hefur aldrei komið í ljós þrátt fyrir að það hafi litað afstöðu bæjarins í málinu,“ segir Árni og bendir á að allt um kring séu áþekkar lóðir sem skipt hafi verið upp í íbúabyggð á sínum tíma. Ef hugmyndin sé að jörðin nýtist fólki til útivistar þurfi eitthvað að breytast. „Þetta er einkalóð í dag og það væri heiðarlegra ef bærinn keypti þetta þá og breytti í grænt svæði. En það hefur ekki verið neinn vilji í þá átt heldur.“Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar.Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar, segir þó í samtali við Fréttablaðið að hann sé opinn fyrir þeim möguleika að bærinn kaupi jörðina aftur, berist tilboð um slíkt, enda minnugur hugmyndar fyrri eiganda um að jörðin standi óröskuð. Vilji sé fyrir því hjá bænum að svæðið verði grænt en ekki undirlagt þéttri íbúabyggð. „Við leggjum mikið upp úr því að halda í græn svæði og þarna er skógrækt og mikil saga á bak við. Það skiptir máli að mínu mati. Að ekki sé byggt út í allar línur.“ Nýjar hugmyndir Dalsness um jörðina voru lagðar fyrir bæjarráð í gær. Þar er leitað álits á því að húsið á jörðinni verði rifið, byggt þúsund fermetra einbýlishús í staðinn sem nýtt yrði til útleigu fyrir ferðamenn og lóðin girt af. Slíkt myndi falla innan núverandi skipulagsheimilda. Árni spyr sig þó hvort það sé virkilega það sem menn vilji, fyrst Garðabær lýsi sig mótfallinn íbúabyggð á lóðinni. Birtist í Fréttablaðinu Skipulag Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Sjá meira
Eigandi jarðarinnar Hrauntungu í Garðabæ furðar sig á því að bæjaryfirvöld synji honum um að reisa íbúabyggð á lóðinni. Hann segir bæjaryfirvöld meðal annars bera fyrir sig vilja fyrri eiganda, manns sem lést árið 2009, um að lóðin skyldi haldast óbyggð og gróðurinn sem fyrri eigandi hafði lagt sál sína í að rækta varðveittur. Lögmaður núverandi eiganda segir þennan vilja hvergi koma fram í opinberum gögnum, kvöðum á eigninni, erfðaskrá hins látna né annars staðar. Svo virðist sem einhvers konar munnlegt samkomulag haldi lóðinni í gíslingu. Ákvörðun bæjarins um að synja eigandanum um deiliskipulag á lóðinni hefur verið kærð til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála.Árni Helgason, lögmaður.Jörðin Hrauntunga er 3,2 hektarar og á henni stendur 364 fermetra hús. Fyrri eigandi bjó þar lengi en arfleiddi ýmis samtök að jörðinni þegar hann lést í apríl 2009. Nýir eigendur fólu síðar Ríkiskaupum að selja hana og keypti félagið Dalsnes ehf., sem er í eigu Ólafs Björnssonar, fasteignina og lóðaréttindin árið 2011. Árni Helgason, lögmaður Dalsness ehf., segir að hvergi í söluferli eignarinnar hafi komið fram að kvaðir fylgdu henni. Afstaða bæjaryfirvalda til þess að skipulögð verði íbúabyggð með sérbýli og íbúðir á lóðinni valdi miklum vonbrigðum, enda verulegur skortur á húsnæði fyrir ungt fólk á höfuðborgarsvæðinu. „Við höfum alltaf verið að kalla eftir því hjá bænum hvar jörðin var sett í þessi álög um aldur og ævi en það hefur aldrei komið í ljós þrátt fyrir að það hafi litað afstöðu bæjarins í málinu,“ segir Árni og bendir á að allt um kring séu áþekkar lóðir sem skipt hafi verið upp í íbúabyggð á sínum tíma. Ef hugmyndin sé að jörðin nýtist fólki til útivistar þurfi eitthvað að breytast. „Þetta er einkalóð í dag og það væri heiðarlegra ef bærinn keypti þetta þá og breytti í grænt svæði. En það hefur ekki verið neinn vilji í þá átt heldur.“Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar.Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar, segir þó í samtali við Fréttablaðið að hann sé opinn fyrir þeim möguleika að bærinn kaupi jörðina aftur, berist tilboð um slíkt, enda minnugur hugmyndar fyrri eiganda um að jörðin standi óröskuð. Vilji sé fyrir því hjá bænum að svæðið verði grænt en ekki undirlagt þéttri íbúabyggð. „Við leggjum mikið upp úr því að halda í græn svæði og þarna er skógrækt og mikil saga á bak við. Það skiptir máli að mínu mati. Að ekki sé byggt út í allar línur.“ Nýjar hugmyndir Dalsness um jörðina voru lagðar fyrir bæjarráð í gær. Þar er leitað álits á því að húsið á jörðinni verði rifið, byggt þúsund fermetra einbýlishús í staðinn sem nýtt yrði til útleigu fyrir ferðamenn og lóðin girt af. Slíkt myndi falla innan núverandi skipulagsheimilda. Árni spyr sig þó hvort það sé virkilega það sem menn vilji, fyrst Garðabær lýsi sig mótfallinn íbúabyggð á lóðinni.
Birtist í Fréttablaðinu Skipulag Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Sjá meira