Sveitarfélaginu Hornafirði stefnt til að viðurkenna bótaskyldu og tjón metið á hundruð milljóna Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 23. maí 2018 19:15 Fyrirtæki við Jökulsárlón fer fram á að sveitarfélagið Hornafjörður viðurkenni bótaskyldu vegna ólögmætra aðgerða á átta ára tímabili. Tjón fyrirtækisins hefur verið metiðá hundruð milljóna króna. Fyrirtækið Ice Lagoon ehf. stefnir sveitarfélaginu Hornafirði og byggir stefnuna á því að sveitarfélagið hafi frá árinu 2010 viðhaft ýmsar aðgerðir sem hafi valdið félaginu fjárhagslegu tjóni. Sakar sveitarfélagið um valdníðslu Jón Þór Ólason lögmaður Ice Lagoon segir að sveitarfélagið hafi ekki gætt jafnræðis við úrlausn mála og komið fram af valdníðslu og hlutdrægni í ákveðnum tilfellum. „Málatilbúnaðurinn byggir á því að sveitarfélagið hafi í tæp átta ár viðhaldið ólögmætu ástandi við Jökulsárlón með því að synja umbjóðanda mínum með ólögmætum hætti um að geta sinnt rekstri sínum,“ segir Jón Þór. Jón segir að tveir dómar hafi fallið, þar sem sýnt þykir að aðgerðir sveitarfélagsins hafi verið ólögmætar. „Við erum með tvo dóma sem eru mjög skýrir að þessu leiti. Enda tel ég að bótaskylda sveitarfélagsins sé alveg skýr. Ég tel að framganga sveitarfélagsins sé líkt og raunhæft verkefni í stjórnsýslurétti, hún er svo röng, “ segir Jón Þór. Í stefnunni kemur fram að samkvæmt niðurstöðu endurskoðendafyrirtækisins Ernst & Young nemi tjón Ice Lagoon ehf. vegna aðgerða sveitarfélagsins allt að rúmum 270 milljónum króna. Málið verður þingfest í Héraðsdómi Austurlands þann 7. júní. Bæjarstjóri segir óeðlilegt að umfjöllun sé komin í fjölmiðla Fréttastofa hafði samband við Björn Inga Jónsson bæjarstjóra Hornafjarðar vegna málsins sem sagðist ekki hafa fengið stefnuna og þætti óeðlilegt að málið væri komið í fjölmiðla áður en hún bærist til sín. Hornafjörður Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Fleiri fréttir Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Sjá meira
Fyrirtæki við Jökulsárlón fer fram á að sveitarfélagið Hornafjörður viðurkenni bótaskyldu vegna ólögmætra aðgerða á átta ára tímabili. Tjón fyrirtækisins hefur verið metiðá hundruð milljóna króna. Fyrirtækið Ice Lagoon ehf. stefnir sveitarfélaginu Hornafirði og byggir stefnuna á því að sveitarfélagið hafi frá árinu 2010 viðhaft ýmsar aðgerðir sem hafi valdið félaginu fjárhagslegu tjóni. Sakar sveitarfélagið um valdníðslu Jón Þór Ólason lögmaður Ice Lagoon segir að sveitarfélagið hafi ekki gætt jafnræðis við úrlausn mála og komið fram af valdníðslu og hlutdrægni í ákveðnum tilfellum. „Málatilbúnaðurinn byggir á því að sveitarfélagið hafi í tæp átta ár viðhaldið ólögmætu ástandi við Jökulsárlón með því að synja umbjóðanda mínum með ólögmætum hætti um að geta sinnt rekstri sínum,“ segir Jón Þór. Jón segir að tveir dómar hafi fallið, þar sem sýnt þykir að aðgerðir sveitarfélagsins hafi verið ólögmætar. „Við erum með tvo dóma sem eru mjög skýrir að þessu leiti. Enda tel ég að bótaskylda sveitarfélagsins sé alveg skýr. Ég tel að framganga sveitarfélagsins sé líkt og raunhæft verkefni í stjórnsýslurétti, hún er svo röng, “ segir Jón Þór. Í stefnunni kemur fram að samkvæmt niðurstöðu endurskoðendafyrirtækisins Ernst & Young nemi tjón Ice Lagoon ehf. vegna aðgerða sveitarfélagsins allt að rúmum 270 milljónum króna. Málið verður þingfest í Héraðsdómi Austurlands þann 7. júní. Bæjarstjóri segir óeðlilegt að umfjöllun sé komin í fjölmiðla Fréttastofa hafði samband við Björn Inga Jónsson bæjarstjóra Hornafjarðar vegna málsins sem sagðist ekki hafa fengið stefnuna og þætti óeðlilegt að málið væri komið í fjölmiðla áður en hún bærist til sín.
Hornafjörður Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Fleiri fréttir Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Sjá meira