Af fiskum og mönnum Benedikt Bóas skrifar 24. maí 2018 07:00 Það er fyndið að fylgjast með umræðum um laxeldi. Stangveiðimenn eru alveg brjálaðir sækja hart fram en laxeldismenn verjast af stakri snilld og hrekja hvert orð sem laxveiðimenn láta út úr sér. Laxveiðimenn eru tilfinningaverur. Það er oft talað um að karlmenn eigi bágt með að tjá tilfinningar sínar en ef það er eitthvað sem ég hef lært frá því fyrsti laxinn var settur í kví er að laxveiðimenn eru tilfinningaverur. Þeir finna til vegna hins íslenska laxastofns. Slíkt ber að virða. Ég heyrði í einum góðum manni sem hefur engra sérstakra hagsmuna að gæta. Hefur áhuga á að hnýta flugur og gista í veiðihúsum. En honum finnst sushi gott. Sérstaklega í Færeyjum. Þar er yfirburða sushi svo því sé haldið til haga. Eldislaxinn þar er stórkostlegur. Hann benti mér á eina ansi góða staðreynd. Arnarlax má selja sitt til Whole Foods í Ameríku. Það eru aðeins örfá eldi í heiminum sem fá þann stimpil. Það eru mjög góð meðmæli. Ég skoðaði aðeins hvað það þýðir að hafa þennan stimpil á sér en það eru ótrúlega strangar kröfur sem Whole Foods setur upp. Það má ekki nota nein sýklalyf, ekki nota lúsaböð, kvíarnar mega ekki innihalda kopar eða önnur spillandi efni, það er bannað að hafa meira en 20 kíló af fiski á hvern rúmmetra – í kvíum Arnarlax eru 16 kíló á rúmmetrann – og fóðrið verður að vera vottað og fleira og fleira. Ég ætla því að vera stoltur af laxeldi á Íslandi. Við eigum jú að vera stolt af okkar afurðum. Og ég ætla að taka afstöðu með vísindamönnum en ekki tilfinningaverum. Því ef tilfinningar ráða för en ekki staðreyndir þá getur maður ekki annað sagt en Guð hjálpi okkur. Og hann er sannarlega til. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Benedikt Bóas Birtist í Fréttablaðinu Fiskeldi Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skoðun Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Sjá meira
Það er fyndið að fylgjast með umræðum um laxeldi. Stangveiðimenn eru alveg brjálaðir sækja hart fram en laxeldismenn verjast af stakri snilld og hrekja hvert orð sem laxveiðimenn láta út úr sér. Laxveiðimenn eru tilfinningaverur. Það er oft talað um að karlmenn eigi bágt með að tjá tilfinningar sínar en ef það er eitthvað sem ég hef lært frá því fyrsti laxinn var settur í kví er að laxveiðimenn eru tilfinningaverur. Þeir finna til vegna hins íslenska laxastofns. Slíkt ber að virða. Ég heyrði í einum góðum manni sem hefur engra sérstakra hagsmuna að gæta. Hefur áhuga á að hnýta flugur og gista í veiðihúsum. En honum finnst sushi gott. Sérstaklega í Færeyjum. Þar er yfirburða sushi svo því sé haldið til haga. Eldislaxinn þar er stórkostlegur. Hann benti mér á eina ansi góða staðreynd. Arnarlax má selja sitt til Whole Foods í Ameríku. Það eru aðeins örfá eldi í heiminum sem fá þann stimpil. Það eru mjög góð meðmæli. Ég skoðaði aðeins hvað það þýðir að hafa þennan stimpil á sér en það eru ótrúlega strangar kröfur sem Whole Foods setur upp. Það má ekki nota nein sýklalyf, ekki nota lúsaböð, kvíarnar mega ekki innihalda kopar eða önnur spillandi efni, það er bannað að hafa meira en 20 kíló af fiski á hvern rúmmetra – í kvíum Arnarlax eru 16 kíló á rúmmetrann – og fóðrið verður að vera vottað og fleira og fleira. Ég ætla því að vera stoltur af laxeldi á Íslandi. Við eigum jú að vera stolt af okkar afurðum. Og ég ætla að taka afstöðu með vísindamönnum en ekki tilfinningaverum. Því ef tilfinningar ráða för en ekki staðreyndir þá getur maður ekki annað sagt en Guð hjálpi okkur. Og hann er sannarlega til.
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun