Facebook vill nektarmyndir fyrirfram Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 24. maí 2018 06:00 Facebook vill stemma stigu við dreifingu nektarmynda. William Iven Valdir notendur Facebook í Bandaríkjunum, Kanada, Bretlandi og Ástralíu fá nú að taka þátt í tilraunaverkefni samfélagsmiðilsins þar sem þeim býðst að senda Facebook nektarmyndir af sjálfum sér áður en myndin er síðan er send öðrum. Ýmsar öryggisstofnanir í löndunum fjórum taka þátt í verkefninu með Facebook. Frá þessu greindi Antigone Davis, yfirmaður öryggismála hjá Facebook, en um er að ræða nýtt skref í baráttu Facebook gegn stafrænu kynferðisofbeldi og framhald á tilraun sem gerð var í Ástralíu í nóvember síðastliðnum. Notendur, sem óttast að nektarmynd af þeim verði deilt án samþykkis, geta nú haft samband við eina af þeim stofnunum sem vinna með Facebook að verkefninu og fyllt út eyðublað. Þá fær viðkomandi einnota hlekk til að hlaða upp nektarmyndinni. Sérþjálfaður starfsmaður Facebook fer svo yfir beiðnina og býr til sérstakan einkenniskóða (e. hash) fyrir hana. Samkvæmt Davis mun myndinni svo verða eytt úr tölvukerfi Facebook innan sjö daga. Kóðinn er hins vegar geymdur svo hægt sé að loka á að myndinni sé hlaðið inn á Facebook eða Instagram. „Það er niðurlægjandi og hrikalegt þegar nektarmyndum er deilt án samþykkis. Við viljum gera allt sem í okkar valdi stendur til að hjálpa þolendum stafræns kynferðisofbeldis,“ sagði Davis í tilkynningunni. Birtist í Fréttablaðinu Facebook Mest lesið Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Valdir notendur Facebook í Bandaríkjunum, Kanada, Bretlandi og Ástralíu fá nú að taka þátt í tilraunaverkefni samfélagsmiðilsins þar sem þeim býðst að senda Facebook nektarmyndir af sjálfum sér áður en myndin er síðan er send öðrum. Ýmsar öryggisstofnanir í löndunum fjórum taka þátt í verkefninu með Facebook. Frá þessu greindi Antigone Davis, yfirmaður öryggismála hjá Facebook, en um er að ræða nýtt skref í baráttu Facebook gegn stafrænu kynferðisofbeldi og framhald á tilraun sem gerð var í Ástralíu í nóvember síðastliðnum. Notendur, sem óttast að nektarmynd af þeim verði deilt án samþykkis, geta nú haft samband við eina af þeim stofnunum sem vinna með Facebook að verkefninu og fyllt út eyðublað. Þá fær viðkomandi einnota hlekk til að hlaða upp nektarmyndinni. Sérþjálfaður starfsmaður Facebook fer svo yfir beiðnina og býr til sérstakan einkenniskóða (e. hash) fyrir hana. Samkvæmt Davis mun myndinni svo verða eytt úr tölvukerfi Facebook innan sjö daga. Kóðinn er hins vegar geymdur svo hægt sé að loka á að myndinni sé hlaðið inn á Facebook eða Instagram. „Það er niðurlægjandi og hrikalegt þegar nektarmyndum er deilt án samþykkis. Við viljum gera allt sem í okkar valdi stendur til að hjálpa þolendum stafræns kynferðisofbeldis,“ sagði Davis í tilkynningunni.
Birtist í Fréttablaðinu Facebook Mest lesið Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira