Nefndin greindi frá þessum niðurstöðum sínum á blaðamannafundi í morgun.
Allir sem um borð voru í Boeing 777-flugvél Malaysian Airlines í flugi MH17 fórust þegar hún var skotin niður yfir Úkraínu. Vélin var á leiðinni frá Amsterdam til Kuala Lumpur.
BUK-flugskeyti var notað til að skjóta vélina niður frá yfirráðasvæði aðskilnaðarsinna, sem studdir eru af Rússum, í Úkraínu. Rússar hafa neitað að vopn frá þeim hafi verið notuð til að skjóa vélina niður.
Flugvélin var skotin niður þegar átökin á milli úkraínska hersins og aðskilnaðarsinna, hliðhollir Rússlandi, stóðu sem hæst.
Í október 2015 greindi hollensk rannsóknarnefnd frá því að BUK-flugskeyti, framleitt í Rússlandi, hefði skotið vélina niður. Í september ári síðar komst alþjóðlega rannsóknarnefndin að sömu niðurstöðu í frumrannsókn sinni.
Dmitry Peskov, talsmaður rússneskra yfirvalda, sagði við BBC inntur eftir viðbrögðum við niðurstöðu rannsóknarnefndarinnar nú að Rússar gætu ekki samþykkt þetta sem sannleikann í málinu.
„Ég þori að veðja að þú hefur ekki séð nein sönnunargögn,“ sagði hann.