Samið um ljósleiðaravæðingu Voga Tinni Sveinsson skrifar 24. maí 2018 11:30 Erling Freyr og Ingþór handsöluðu samninginn einnig í gær. Gagnaveita Reykjavíkur og sveitarfélagið Vogar hafa gert með sér samkomulag um ljósleiðaravæðingu í þéttbýli. Viljayfirlýsing þessa efnis var undirrituð í gær af framkvæmdastjóra Gagnaveitu Reykjavíkur, Erling Frey Guðmundssyni og forseta bæjarstjórnar Voga, Ingþóri Guðmundssyni. Þetta er meðal þess sem kemur fram í fréttatilkynningu frá Gagnaveitu Reykjavíkur. Eins og fjallað hefur verið um á Vísi hafa íbúar í Vogunum líst yfir áhyggjum sínum og svekkelsi með ljósleiðaraleysi í bænum. Stafræn framtíð Voga Ingþór Guðmundsson forseti bæjarstjórnar telur að öflugt gagnasamband sé ein grunnstoð lífsgæða. „Ljósleiðarasamband kemur til með að styðja við snjallvæðingu heimila og stafrænt líf íbúa Voga. Vogar eru nú þegar vel tengdir nágrönnum sínum á höfuðborgarsvæðinu og verða enn betur tengdir að ljósleiðaravæðingu lokinni,“ segir Ingþór. Þessi tenging íbúa í sveitarfélaginu við opið net Ljósleiðarans styður við markmið stjórnvalda um ljósleiðaravæðingu alls Íslands. Verkefnið í Vogum er alfarið á viðskiptalegum forsendum og ekki er sótt um ríkisstyrki vegna hennar. Stefnt er að því að ljúka verkefninu fyrir árslok 2021 en nánari upplýsingar er að finna á síðunni ljosleidarinn.is/vogar. Auglýsa eftir fleiri samstarfsaðilum Samhliða samkomulaginu við Voga hefur Gagnaveita Reykjavíkur auglýst eftir samstarfsaðilum. Samstarfið getur verið meðal annars: að selja GR fjarskiptalagnir sem fyrir eru í sveitarfélaginu og nýst geta við ljósleiðaravæðinguna, eða með samnýtingu framkvæmda með öðrum veitufyrirtækjum, fjarskiptafyrirtækjum eða sveitarfélaginu sjálfu. Nú sér fyrir endann á verkefnum Gagnaveitu Reykjavíkur við uppbyggingu Ljósleiðarans í þéttbýlinu á höfuðborgarsvæðinu. Tengingu heimila innan þéttbýlis Reykjavíkur lauk 2015 og á þessu ári verður lokið við að tengja síðustu húsin í Kópavogi, Garðabæ, Hafnarfirði og Mosfellsbæ. Jafnframt er unnið að lagningu ljósleiðara í Borgarnesi og fleiri byggðakjörnum í Borgarbyggð. „Nýlega lögðum við stofnstreng á Reykjanes sem opnar á stækkun þjónustusvæðis Ljósleiðarans á Suðurnesjum. Búið er að lýsa yfir vilja til ljósleiðaravæðingar í Reykjanesbæ og við bjóðum íbúa Voga velkomna í hópinn,“ segir Erling Freyr Guðmundsson, framkvæmdastjóri Gagnaveitu Reykjavíkur. Nú þegar eru um 90 þúsund heimili tengd opnu neti Ljósleiðarans. Það eru um 65% allra heimila í landinu. Áætlað er að 6 þúsund heimili bætist við á þessu ári. Árið 2021, þegar stefnt að því að tengingum með samkomulaginu við Voga og nýlegu samkomulagi við Árborg og Reykjanesbæ verði lokið, er reiknað með að um 114 þúsund heimili eigi kost á þjónustu Ljósleiðarans, segir í fréttatilkynningunni. Vogar Tækni Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira
Gagnaveita Reykjavíkur og sveitarfélagið Vogar hafa gert með sér samkomulag um ljósleiðaravæðingu í þéttbýli. Viljayfirlýsing þessa efnis var undirrituð í gær af framkvæmdastjóra Gagnaveitu Reykjavíkur, Erling Frey Guðmundssyni og forseta bæjarstjórnar Voga, Ingþóri Guðmundssyni. Þetta er meðal þess sem kemur fram í fréttatilkynningu frá Gagnaveitu Reykjavíkur. Eins og fjallað hefur verið um á Vísi hafa íbúar í Vogunum líst yfir áhyggjum sínum og svekkelsi með ljósleiðaraleysi í bænum. Stafræn framtíð Voga Ingþór Guðmundsson forseti bæjarstjórnar telur að öflugt gagnasamband sé ein grunnstoð lífsgæða. „Ljósleiðarasamband kemur til með að styðja við snjallvæðingu heimila og stafrænt líf íbúa Voga. Vogar eru nú þegar vel tengdir nágrönnum sínum á höfuðborgarsvæðinu og verða enn betur tengdir að ljósleiðaravæðingu lokinni,“ segir Ingþór. Þessi tenging íbúa í sveitarfélaginu við opið net Ljósleiðarans styður við markmið stjórnvalda um ljósleiðaravæðingu alls Íslands. Verkefnið í Vogum er alfarið á viðskiptalegum forsendum og ekki er sótt um ríkisstyrki vegna hennar. Stefnt er að því að ljúka verkefninu fyrir árslok 2021 en nánari upplýsingar er að finna á síðunni ljosleidarinn.is/vogar. Auglýsa eftir fleiri samstarfsaðilum Samhliða samkomulaginu við Voga hefur Gagnaveita Reykjavíkur auglýst eftir samstarfsaðilum. Samstarfið getur verið meðal annars: að selja GR fjarskiptalagnir sem fyrir eru í sveitarfélaginu og nýst geta við ljósleiðaravæðinguna, eða með samnýtingu framkvæmda með öðrum veitufyrirtækjum, fjarskiptafyrirtækjum eða sveitarfélaginu sjálfu. Nú sér fyrir endann á verkefnum Gagnaveitu Reykjavíkur við uppbyggingu Ljósleiðarans í þéttbýlinu á höfuðborgarsvæðinu. Tengingu heimila innan þéttbýlis Reykjavíkur lauk 2015 og á þessu ári verður lokið við að tengja síðustu húsin í Kópavogi, Garðabæ, Hafnarfirði og Mosfellsbæ. Jafnframt er unnið að lagningu ljósleiðara í Borgarnesi og fleiri byggðakjörnum í Borgarbyggð. „Nýlega lögðum við stofnstreng á Reykjanes sem opnar á stækkun þjónustusvæðis Ljósleiðarans á Suðurnesjum. Búið er að lýsa yfir vilja til ljósleiðaravæðingar í Reykjanesbæ og við bjóðum íbúa Voga velkomna í hópinn,“ segir Erling Freyr Guðmundsson, framkvæmdastjóri Gagnaveitu Reykjavíkur. Nú þegar eru um 90 þúsund heimili tengd opnu neti Ljósleiðarans. Það eru um 65% allra heimila í landinu. Áætlað er að 6 þúsund heimili bætist við á þessu ári. Árið 2021, þegar stefnt að því að tengingum með samkomulaginu við Voga og nýlegu samkomulagi við Árborg og Reykjanesbæ verði lokið, er reiknað með að um 114 þúsund heimili eigi kost á þjónustu Ljósleiðarans, segir í fréttatilkynningunni.
Vogar Tækni Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira