Synir Netanjahú með vopnaða lífverði á Íslandi Kjartan Kjartansson skrifar 24. maí 2018 14:45 Tveir synir Benjamíns Netajahú, forsætisráðherra Ísraels, eru staddir á landinu í einkaferð. Vísir/EPA Ríkislögreglustjóri heimilaði lífvörðum tveggja sona forsætisráðherra Ísraels að bera skotvopn á meðan þeir eru á landinu. Synir forsætisráðherrans eru sagðir hér í einkaerindagjörðum en öryggisgæslan með þeim hefur vakið deilur í heimalandinu. Greint var frá því í gær að Avner og Yair Netanjahú, synir Benjamíns Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, væru staddir á landinu. Þeir séu í einkaferð með hópi frá Ísrael en ekki í opinberum erindagjörðum. Bræðurnir eru fyrstir fullorðinna barna forsætisráðherra til að fá fulla öryggisgæslu og hefur það verið umdeilt í Ísrael. Samkvæmt heimildum Vísis komu lífverðir bræðranna með skotvopn með sér til Íslands. Fyrst var greint frá vopnaburði lífvarðanna í Stundinni í morgun.Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri segir að sjálfsögðu ekki gefinn upp fjölda lífvarða né íslenskra lögreglumanna.vísir/gvaEnginn munur á opinberri eða einkaheimsókn Í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis staðfestir Haraldur Johannessen, ríkislögreglustjóri, að lífverðir bræðranna beri vopn undir stjórn sérsveitar ríkislögreglustjóra. Ríkislögreglustjóri geti samkvæmt lögum heimilað erlendum lögreglumönnum og öryggisvörðum að bera vopn við störf sín hér á landi enda starfi þeir undir stjórn lögreglunnar og fylgi reglum um vopnaburð og notkun vopna að öllu leyti. Ríkislögreglustjóri gefi út sérstök skírteini handa viðkomandi. Ekki er gerður greinarmunur á því hvort að um opinbera eða einkaheimsókn sé að ræða. Ákvörðun um að veita heimild til vopnaburðar er sögð byggjast á mati hverju sinni. Lífverðir bræðranna eru á vegum ísraelskra stjórnvalda en ríkislögreglustjóri gefur ekki upp hversu margir þeir eru eða hversu margir íslenskir lífverðir fylgja þeim. Tengdar fréttir Synir Netanyahu á Íslandi Þeir munu vera hér í einkaferð með hópi frá Ísrael og ekki á vegum ísraelska ríkisins en öryggisverðir eru með þeim. 23. maí 2018 16:30 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Fleiri fréttir Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Sjá meira
Ríkislögreglustjóri heimilaði lífvörðum tveggja sona forsætisráðherra Ísraels að bera skotvopn á meðan þeir eru á landinu. Synir forsætisráðherrans eru sagðir hér í einkaerindagjörðum en öryggisgæslan með þeim hefur vakið deilur í heimalandinu. Greint var frá því í gær að Avner og Yair Netanjahú, synir Benjamíns Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, væru staddir á landinu. Þeir séu í einkaferð með hópi frá Ísrael en ekki í opinberum erindagjörðum. Bræðurnir eru fyrstir fullorðinna barna forsætisráðherra til að fá fulla öryggisgæslu og hefur það verið umdeilt í Ísrael. Samkvæmt heimildum Vísis komu lífverðir bræðranna með skotvopn með sér til Íslands. Fyrst var greint frá vopnaburði lífvarðanna í Stundinni í morgun.Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri segir að sjálfsögðu ekki gefinn upp fjölda lífvarða né íslenskra lögreglumanna.vísir/gvaEnginn munur á opinberri eða einkaheimsókn Í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis staðfestir Haraldur Johannessen, ríkislögreglustjóri, að lífverðir bræðranna beri vopn undir stjórn sérsveitar ríkislögreglustjóra. Ríkislögreglustjóri geti samkvæmt lögum heimilað erlendum lögreglumönnum og öryggisvörðum að bera vopn við störf sín hér á landi enda starfi þeir undir stjórn lögreglunnar og fylgi reglum um vopnaburð og notkun vopna að öllu leyti. Ríkislögreglustjóri gefi út sérstök skírteini handa viðkomandi. Ekki er gerður greinarmunur á því hvort að um opinbera eða einkaheimsókn sé að ræða. Ákvörðun um að veita heimild til vopnaburðar er sögð byggjast á mati hverju sinni. Lífverðir bræðranna eru á vegum ísraelskra stjórnvalda en ríkislögreglustjóri gefur ekki upp hversu margir þeir eru eða hversu margir íslenskir lífverðir fylgja þeim.
Tengdar fréttir Synir Netanyahu á Íslandi Þeir munu vera hér í einkaferð með hópi frá Ísrael og ekki á vegum ísraelska ríkisins en öryggisverðir eru með þeim. 23. maí 2018 16:30 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Fleiri fréttir Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Sjá meira
Synir Netanyahu á Íslandi Þeir munu vera hér í einkaferð með hópi frá Ísrael og ekki á vegum ísraelska ríkisins en öryggisverðir eru með þeim. 23. maí 2018 16:30
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels