Frítt í strætó Ingvar Mar Jónsson skrifar 25. maí 2018 07:00 Dæmin sýna að það virkar, í Hasselt í Belgíu jókst aðsókn í strætó um 1300% á árunum 1997 til 2013 með slíkri aðgerð. Það er frítt í strætó í Færeyjum og á Akureyri sem hefur gengið vel. Fyrir 5 árum voru íbúar Tallinn í Eistlandi spurðir í íbúakosningu hvort þeir vildu fríar almenningssamgöngur. Þeir vildu það og aðgerðin tókst vel því Tallinn varð í kjölfarið eftirsóttari staður til að búa á. Ekki nóg með það heldur jukust tekjur borgarinnar vegna þess að fleira fólk vildi búa í borginni og þar með jukust skatttekjur langt umfram það sem kostar að hafa fríar almenningssamgöngur. En hvers vegna? Vegna þess að fríar almenningssamgöngur hvetja fólk til að ferðast á milli staða borgarinnar og njóta þess sem hún hefur upp á að bjóða, t.a.m. verslanir, leikhús, veitingastaðir og söfn. Hagkerfið nýtur góðs af aðgerðum sem þessum. Eistar eru að hugsa um að ganga enn lengra og hafa frítt í almenningssamgöngur í landinu öllu. Áður en almenningssamgöngur voru fríar í Tallinn var mikil bílaumferð í borginni, eins og við upplifum nú í Reykjavík. Það er engin ástæða til að ætla annað en að frítt í strætó í Reykjavík muni virka jafn vel og það hefur gert annars staðar í heiminum. Þess vegna vill Framsóknarflokkurinn í Reykjavík hafa frítt í strætó. Það munu allir græða á því ! Fleiri borgir eru að átta sig á þeirri skynsemi sem felst í fríum almenningssamgöngum, t.d. nokkrar borgir í Póllandi, Þýskalandi og Frakklandi, jafnvel París. Fjölmargar borgir hafa prófað mismunandi útfærslur á fríum almenningssamgöngum. Má þar nefna frítt eða ódýrara í strætó um helgar eða á þeim tíma dags sem umferð er minni. Framsóknarflokkurinn í Reykjavík er ekki á móti borgarlínu en okkur finnst mikilvægt að landsmenn séu upplýstir um kostnað við framkvæmd hennar. Talað hefur verið um að innviðauppbyggingin kosti u.þ.b. 70 milljarða króna og þá á eftir að kaupa vagnana sjálfa. Opinberar framkvæmdir fara að meðaltali 45% fram úr kostnaðaráætlun og ef það verður raunin með borgarlínu þá er verðmiðinn kominn yfir 100 milljarða króna. Það eru tæplega 2 milljónir króna á hverja fjögurra manna fjölskyldu á höfuðborgarsvæðinu. Að hafa frítt í strætó kostar lítið brot af þeirri upphæð eða um 1.9 milljarða á ári í áður greiddum fargjöldum. Áður en farið er af stað í kostnaðarsamar óafturkræfar framkvæmdir við borgarlínu prófum þá fyrst að hafa frítt í strætó í eitt ár og sjáum svo til með framhaldið. Getum við ekki verið sammála um það?Hlekkur á blaðagrein um fríar almenningssamgöngur íTallinHöfundur er oddviti Framsóknar í borgarstjórnarkosningum 26. maí. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2018 Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Dæmin sýna að það virkar, í Hasselt í Belgíu jókst aðsókn í strætó um 1300% á árunum 1997 til 2013 með slíkri aðgerð. Það er frítt í strætó í Færeyjum og á Akureyri sem hefur gengið vel. Fyrir 5 árum voru íbúar Tallinn í Eistlandi spurðir í íbúakosningu hvort þeir vildu fríar almenningssamgöngur. Þeir vildu það og aðgerðin tókst vel því Tallinn varð í kjölfarið eftirsóttari staður til að búa á. Ekki nóg með það heldur jukust tekjur borgarinnar vegna þess að fleira fólk vildi búa í borginni og þar með jukust skatttekjur langt umfram það sem kostar að hafa fríar almenningssamgöngur. En hvers vegna? Vegna þess að fríar almenningssamgöngur hvetja fólk til að ferðast á milli staða borgarinnar og njóta þess sem hún hefur upp á að bjóða, t.a.m. verslanir, leikhús, veitingastaðir og söfn. Hagkerfið nýtur góðs af aðgerðum sem þessum. Eistar eru að hugsa um að ganga enn lengra og hafa frítt í almenningssamgöngur í landinu öllu. Áður en almenningssamgöngur voru fríar í Tallinn var mikil bílaumferð í borginni, eins og við upplifum nú í Reykjavík. Það er engin ástæða til að ætla annað en að frítt í strætó í Reykjavík muni virka jafn vel og það hefur gert annars staðar í heiminum. Þess vegna vill Framsóknarflokkurinn í Reykjavík hafa frítt í strætó. Það munu allir græða á því ! Fleiri borgir eru að átta sig á þeirri skynsemi sem felst í fríum almenningssamgöngum, t.d. nokkrar borgir í Póllandi, Þýskalandi og Frakklandi, jafnvel París. Fjölmargar borgir hafa prófað mismunandi útfærslur á fríum almenningssamgöngum. Má þar nefna frítt eða ódýrara í strætó um helgar eða á þeim tíma dags sem umferð er minni. Framsóknarflokkurinn í Reykjavík er ekki á móti borgarlínu en okkur finnst mikilvægt að landsmenn séu upplýstir um kostnað við framkvæmd hennar. Talað hefur verið um að innviðauppbyggingin kosti u.þ.b. 70 milljarða króna og þá á eftir að kaupa vagnana sjálfa. Opinberar framkvæmdir fara að meðaltali 45% fram úr kostnaðaráætlun og ef það verður raunin með borgarlínu þá er verðmiðinn kominn yfir 100 milljarða króna. Það eru tæplega 2 milljónir króna á hverja fjögurra manna fjölskyldu á höfuðborgarsvæðinu. Að hafa frítt í strætó kostar lítið brot af þeirri upphæð eða um 1.9 milljarða á ári í áður greiddum fargjöldum. Áður en farið er af stað í kostnaðarsamar óafturkræfar framkvæmdir við borgarlínu prófum þá fyrst að hafa frítt í strætó í eitt ár og sjáum svo til með framhaldið. Getum við ekki verið sammála um það?Hlekkur á blaðagrein um fríar almenningssamgöngur íTallinHöfundur er oddviti Framsóknar í borgarstjórnarkosningum 26. maí.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar