Þar er niðurstaðan sú að Sjálfstæðisflokkurinn er stærsti flokkurinn í Reykjavík en hann mælist með 28,3 prósenta fylgi. Samfylkingin kemur fast á hæla Sjálfstæðisflokksins með 26 prósenta fylgi en Píratar eru með 11 prósent, Viðreisn 8,7 prósent, Vinstri græn 6,2 prósent, Miðflokkurinn 5,8 prósent og Flokkur fólksins með 3,8 prósent.
Sé eitthvað að marka könnunina verða sjö flokkar í borgarstjórn en næsti flokkur inn samkvæmt þessari könnun yrði Sósíalistaflokkurinn sem mælist með 3,4 prósenta fylgi en 2,9 prósent sögðust ætla að kjósa Framsóknarflokkinn.
Samkvæmt könnuninni geta aðeins Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn myndað tveggja flokka meirihluta.