Lýðræði í miðaldrakrísu Sif Sigmarsdóttir skrifar 26. maí 2018 07:00 Þegar ég var ellefu ára fór ég í fyrsta fjölskyldufríið með foreldrum mínum og bræðrum. Förinni var heitið til Majorka. Það var þó ekki aðeins sólin og sundlaugarbakkinn sem vöktu eftirvæntingu. Dögum saman gramsaði ég í fataskápum heimilisins í leit að rétta dressinu fyrir flugið. Fyrir valinu urðu bleikar smekkbuxur og blússa með herðapúðum. Tíminn hefur leikið stílinn grátt og fjarlægðinni ekki tekist að draga úr stærð herðapúðanna en mér fannst ég fáránlega flott þar sem ég sat í vélinni umkringd uppábúnum Íslendingum. Þegar ég var átján ára tók ég í fyrsta skipti þátt í kosningum. Ég man ekki hvað ég kaus en ég man að ég valdi klæðnaðinn sem ég mætti í á kjörstað af kostgæfni: míní-pils og klumbuskór í anda Spice Girls – „yo, I’ll tell you what I want, what I really, really want.“ Í dag dressar sig enginn lengur upp til að stíga um borð í flugvél. Að sitja í þröngum sætum, með þrútna fætur og japla á langloku með skinku og osti sem á meira skylt við baðsvamp en mat er hversdagsleg athöfn sem kallar á joggingbuxur og strigaskó. Klæðir fólk sig enn þá upp fyrir kjörstað? Svör óskast í athugasemdum á Frettabladid.is.Trump er eins og mótorhjól Lýðræðið er í krísu – að minnsta kosti ef marka má nýjustu bókartitla. Bókum sem bera titla á borð við „How Democracy Ends“ og „How Democracies Die“ rignir yfir engilsaxneska lesendur. Árið 1992 lýsti bandaríski stjórnmálafræðingurinn Francis Fukuyama yfir „endalokum sögunnar“. Fukuyama taldi að hugmyndafræðilegri þróun mannkynsins hefði lokið við fall Sovétríkjanna er hið vestræna lýðræði bar sigur úr býtum. Á síðustu tuttugu og fimm árum flakkaði lýðræðið þó frá fullnaðarsigri að þverhníptri bjargbrún yfirvofandi endaloka. Hvað klikkaði? Þótt titlar nýjustu bóka stjórnmálafræðinga séu dómsdagsspár er innihald þeirra ekki eintóm bölsýni. Í „How Democracy Ends“ eygir David Runciman, stjórnmálafræðingur við Cambridge háskóla, von þrátt fyrir „andstyggð samtímans á lýðræðisstjórnmálum“. Runciman segir ekki komið að leikslokum heldur eigi lýðræðið aðeins í „miðaldrakrísu“ þar sem Donald Trump er „mótorhjólið“. Hvað sem endalokunum líður er ljóst að lýðræðið er þó hverfulla en Fukuyama taldi. Breski heimspekingurinn og metsöluhöfundurinn John Gray sendi frá sér nýja bók á dögunum þar sem hann segir lýðræðið hvergi nærri hólpið. Í bókinni „Seven Types of Atheism“ gagnrýnir Gray blinda trú á framþróun mannkyns og segir hugmyndir Vesturlanda um frjálslyndi – lýðræði, mannréttindi og víðsýni – jafnast á við trúarbrögð. Gray segir að þótt línuleg framþróun sé möguleg þegar kemur að tækni og vísindum – skref fyrir skref bætist við ný þekking og gamlar kenningar glatast sem reyndust rangar – á það sama ekki við um mannlegt samfélag. Skoðanir, siðferði, stjórnmál, hvað þykir rétt og rangt hverfist í hringi. Gleðilegan kjördag Í dag ganga Íslendingar til sveitarstjórnarkosninga. Kosningaþátttaka hefur farið minnkandi undanfarin ár. Árið 1994 var hún 86,6 prósent en í síðustu sveitarstjórnarkosningum árið 2014 var hún komin niður í 66,5 prósent. Lýðræðið er kannski ekki á heljarþröm. En að því steðjar þó hætta. Lýðræðið er ekki fullkomið; það er stundum klunnalegt og vanmáttugt; kjósendur velja sér slappa leiðtoga; það er krambúlerað á að líta í miðaldrakrísunni sinni. Hættan liggur hins vegar annars staðar. Við virðumst farin að líta á lýðræði eins og flugsamgöngur: óafturkræft framfaraskref sem er orðið svo hversdagslegt að við nennum ekki lengur að punta okkur fyrir það. En tækniþekkingin sem tryggir flugsamgöngur hvílir á áþreifanlegri framþróun á sviði vísinda, þekkingu sem ekki glatast. Lýðræði er hins vegar samfélagssáttmáli sem þarf að viðhalda. Hvort sem fólk kýs að klæða sig upp eða ekki er óskandi að sem flestir mæti á kjörstað. Því lýðræðið er hvorki sjálfgefið né ófrávíkjanlegt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2018 Sif Sigmarsdóttir Mest lesið 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun Tökum Ísland til baka Baldur Borgþórsson,Sigfús Aðalsteinsson Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Skoðun Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Sjá meira
Þegar ég var ellefu ára fór ég í fyrsta fjölskyldufríið með foreldrum mínum og bræðrum. Förinni var heitið til Majorka. Það var þó ekki aðeins sólin og sundlaugarbakkinn sem vöktu eftirvæntingu. Dögum saman gramsaði ég í fataskápum heimilisins í leit að rétta dressinu fyrir flugið. Fyrir valinu urðu bleikar smekkbuxur og blússa með herðapúðum. Tíminn hefur leikið stílinn grátt og fjarlægðinni ekki tekist að draga úr stærð herðapúðanna en mér fannst ég fáránlega flott þar sem ég sat í vélinni umkringd uppábúnum Íslendingum. Þegar ég var átján ára tók ég í fyrsta skipti þátt í kosningum. Ég man ekki hvað ég kaus en ég man að ég valdi klæðnaðinn sem ég mætti í á kjörstað af kostgæfni: míní-pils og klumbuskór í anda Spice Girls – „yo, I’ll tell you what I want, what I really, really want.“ Í dag dressar sig enginn lengur upp til að stíga um borð í flugvél. Að sitja í þröngum sætum, með þrútna fætur og japla á langloku með skinku og osti sem á meira skylt við baðsvamp en mat er hversdagsleg athöfn sem kallar á joggingbuxur og strigaskó. Klæðir fólk sig enn þá upp fyrir kjörstað? Svör óskast í athugasemdum á Frettabladid.is.Trump er eins og mótorhjól Lýðræðið er í krísu – að minnsta kosti ef marka má nýjustu bókartitla. Bókum sem bera titla á borð við „How Democracy Ends“ og „How Democracies Die“ rignir yfir engilsaxneska lesendur. Árið 1992 lýsti bandaríski stjórnmálafræðingurinn Francis Fukuyama yfir „endalokum sögunnar“. Fukuyama taldi að hugmyndafræðilegri þróun mannkynsins hefði lokið við fall Sovétríkjanna er hið vestræna lýðræði bar sigur úr býtum. Á síðustu tuttugu og fimm árum flakkaði lýðræðið þó frá fullnaðarsigri að þverhníptri bjargbrún yfirvofandi endaloka. Hvað klikkaði? Þótt titlar nýjustu bóka stjórnmálafræðinga séu dómsdagsspár er innihald þeirra ekki eintóm bölsýni. Í „How Democracy Ends“ eygir David Runciman, stjórnmálafræðingur við Cambridge háskóla, von þrátt fyrir „andstyggð samtímans á lýðræðisstjórnmálum“. Runciman segir ekki komið að leikslokum heldur eigi lýðræðið aðeins í „miðaldrakrísu“ þar sem Donald Trump er „mótorhjólið“. Hvað sem endalokunum líður er ljóst að lýðræðið er þó hverfulla en Fukuyama taldi. Breski heimspekingurinn og metsöluhöfundurinn John Gray sendi frá sér nýja bók á dögunum þar sem hann segir lýðræðið hvergi nærri hólpið. Í bókinni „Seven Types of Atheism“ gagnrýnir Gray blinda trú á framþróun mannkyns og segir hugmyndir Vesturlanda um frjálslyndi – lýðræði, mannréttindi og víðsýni – jafnast á við trúarbrögð. Gray segir að þótt línuleg framþróun sé möguleg þegar kemur að tækni og vísindum – skref fyrir skref bætist við ný þekking og gamlar kenningar glatast sem reyndust rangar – á það sama ekki við um mannlegt samfélag. Skoðanir, siðferði, stjórnmál, hvað þykir rétt og rangt hverfist í hringi. Gleðilegan kjördag Í dag ganga Íslendingar til sveitarstjórnarkosninga. Kosningaþátttaka hefur farið minnkandi undanfarin ár. Árið 1994 var hún 86,6 prósent en í síðustu sveitarstjórnarkosningum árið 2014 var hún komin niður í 66,5 prósent. Lýðræðið er kannski ekki á heljarþröm. En að því steðjar þó hætta. Lýðræðið er ekki fullkomið; það er stundum klunnalegt og vanmáttugt; kjósendur velja sér slappa leiðtoga; það er krambúlerað á að líta í miðaldrakrísunni sinni. Hættan liggur hins vegar annars staðar. Við virðumst farin að líta á lýðræði eins og flugsamgöngur: óafturkræft framfaraskref sem er orðið svo hversdagslegt að við nennum ekki lengur að punta okkur fyrir það. En tækniþekkingin sem tryggir flugsamgöngur hvílir á áþreifanlegri framþróun á sviði vísinda, þekkingu sem ekki glatast. Lýðræði er hins vegar samfélagssáttmáli sem þarf að viðhalda. Hvort sem fólk kýs að klæða sig upp eða ekki er óskandi að sem flestir mæti á kjörstað. Því lýðræðið er hvorki sjálfgefið né ófrávíkjanlegt.
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun