Stefnt að því að setja upp umferðarljós við Jökulsárlón Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 28. maí 2018 10:43 Yfirlitsmynd með langsniði vegar sem sýnir umræddar aðgerðir. vegagerðin Vegagerðin stefnir að því að komin verði upp umferðarljós við einbreiðu brúna við Jökulsárlón fyrir haustið. Um verður að ræða einu umferðarljósin á hringveginum sem eru utan þéttbýlis. Þetta kemur fram í svari stofnunarinnar við fyrirspurn Vísis en heildarkostnaður verkefnisins er áætlaður 65 milljónir króna. Mest af þeirri upphæð fer í að hækka veginn beggja vegna brúarinnar til að auka vegsýnina, samhliða því að umferðarljósin verða sett upp. Er ráðist í framkvæmdirnar til að bæta umferðaröryggi við brúna, en brúin er ekki aðeins einbreið heldur einnig með blindhæð. Vegagerðin fékk frekar hátt tilboð hækkun vegarins fyrir helgi og óljóst hvernig því verði tekið, samkvæmt svari stofnunarinnar, en um hraðtilboð var að ræða eftir að búið var að bjóða verkið út einu sinni. Engu að síður er stefnt á að verkið klárist fyrir haustið. Í minnisblaði Vegagerðarinnar vegna framkvæmdanna er réttilega bent á það að Jökulsárlón er með fjölsóttari ferðamannastöðum landsins. Árdagsumferð þar hefur vaxið um 227 prósent frá árinu 2013 en árið 2016 var árdagsumferð áætluð um 1000 bílar á dag og sumardagsumferð um 1690 bílar á dag. Var það aukning um 190 prósent frá 2013. Vetrardagsumferð árið 2016 var 510 bílar á dag sem var aukning um 310 prósent frá árinu 2013. Áætlað er að hækka veginn á um 150 metra kafla beggja megin brúarinnar til að bæta vegsýn við brúna. „Í skipulagsdrögum af svæðinu er gert ráð fyrir um 100 m langri bráðabirgðavegtengingu að núverandi þjónustusvæðinu ofan vegar austan ár og annari vegteningu að fyrirhuguðu bílastæði neðan vegar vestan ár, en vegtengingum verði lokað vestan ár ofan vegar og austan ár neðan vegar. Á staðfestu deiliskipulagi er gert ráð fyrir vegtenginu að nýju þjónustusvæði um 600 m austan Jökulsá,“ segir í minnisblaði Vegagerðarinnar. Samgöngur Tengdar fréttir Málefnaþáttur Stöðvar 2: Ferðamannalandið Ísland Í fyrsta málefnaþætti Stöðvar 2 fyrir sveitarstjórnarkosningarnar sem fram fara þann 26. maí næstkomandi er fjallað um ferðaþjónustuna sem hefur vaxið mjög fiskur um hrygg frá því að síðast var kosið til sveitarstjórna árið 2014. 17. maí 2018 22:00 Ferðamannasprengjan gjörbreytt bændasamfélögum á Suðurlandi Blaðamaður Vísis heimsótti þrjú misstór sveitarfélög á Suðurlandi í aðdraganda sveitarstjórnarkosninganna sem fara fram í lok mánaðarins. 11. maí 2018 14:00 Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Fleiri fréttir Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Sjá meira
Vegagerðin stefnir að því að komin verði upp umferðarljós við einbreiðu brúna við Jökulsárlón fyrir haustið. Um verður að ræða einu umferðarljósin á hringveginum sem eru utan þéttbýlis. Þetta kemur fram í svari stofnunarinnar við fyrirspurn Vísis en heildarkostnaður verkefnisins er áætlaður 65 milljónir króna. Mest af þeirri upphæð fer í að hækka veginn beggja vegna brúarinnar til að auka vegsýnina, samhliða því að umferðarljósin verða sett upp. Er ráðist í framkvæmdirnar til að bæta umferðaröryggi við brúna, en brúin er ekki aðeins einbreið heldur einnig með blindhæð. Vegagerðin fékk frekar hátt tilboð hækkun vegarins fyrir helgi og óljóst hvernig því verði tekið, samkvæmt svari stofnunarinnar, en um hraðtilboð var að ræða eftir að búið var að bjóða verkið út einu sinni. Engu að síður er stefnt á að verkið klárist fyrir haustið. Í minnisblaði Vegagerðarinnar vegna framkvæmdanna er réttilega bent á það að Jökulsárlón er með fjölsóttari ferðamannastöðum landsins. Árdagsumferð þar hefur vaxið um 227 prósent frá árinu 2013 en árið 2016 var árdagsumferð áætluð um 1000 bílar á dag og sumardagsumferð um 1690 bílar á dag. Var það aukning um 190 prósent frá 2013. Vetrardagsumferð árið 2016 var 510 bílar á dag sem var aukning um 310 prósent frá árinu 2013. Áætlað er að hækka veginn á um 150 metra kafla beggja megin brúarinnar til að bæta vegsýn við brúna. „Í skipulagsdrögum af svæðinu er gert ráð fyrir um 100 m langri bráðabirgðavegtengingu að núverandi þjónustusvæðinu ofan vegar austan ár og annari vegteningu að fyrirhuguðu bílastæði neðan vegar vestan ár, en vegtengingum verði lokað vestan ár ofan vegar og austan ár neðan vegar. Á staðfestu deiliskipulagi er gert ráð fyrir vegtenginu að nýju þjónustusvæði um 600 m austan Jökulsá,“ segir í minnisblaði Vegagerðarinnar.
Samgöngur Tengdar fréttir Málefnaþáttur Stöðvar 2: Ferðamannalandið Ísland Í fyrsta málefnaþætti Stöðvar 2 fyrir sveitarstjórnarkosningarnar sem fram fara þann 26. maí næstkomandi er fjallað um ferðaþjónustuna sem hefur vaxið mjög fiskur um hrygg frá því að síðast var kosið til sveitarstjórna árið 2014. 17. maí 2018 22:00 Ferðamannasprengjan gjörbreytt bændasamfélögum á Suðurlandi Blaðamaður Vísis heimsótti þrjú misstór sveitarfélög á Suðurlandi í aðdraganda sveitarstjórnarkosninganna sem fara fram í lok mánaðarins. 11. maí 2018 14:00 Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Fleiri fréttir Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Sjá meira
Málefnaþáttur Stöðvar 2: Ferðamannalandið Ísland Í fyrsta málefnaþætti Stöðvar 2 fyrir sveitarstjórnarkosningarnar sem fram fara þann 26. maí næstkomandi er fjallað um ferðaþjónustuna sem hefur vaxið mjög fiskur um hrygg frá því að síðast var kosið til sveitarstjórna árið 2014. 17. maí 2018 22:00
Ferðamannasprengjan gjörbreytt bændasamfélögum á Suðurlandi Blaðamaður Vísis heimsótti þrjú misstór sveitarfélög á Suðurlandi í aðdraganda sveitarstjórnarkosninganna sem fara fram í lok mánaðarins. 11. maí 2018 14:00