Skildi drenginn eftir einan og spilaði Pokémon Go á heimleiðinni Stefán Ó. Jónsson skrifar 29. maí 2018 07:52 Drenguinn hékk fram af svölunum þegar Mamoudou Gassama mætti á svæðið. Skjáskot Faðir drengsins, sem bjargað var af svölum í París á dögunum, hefur verið kærður fyrir vanrækslu. Hann er sagður hafa skilið son sinn einan eftir í íbúðinni á meðan hann fór að versla.Myndband af björguninni hefur vakið mikla athygli en á því má sjá hvernig hinn 22 ára gamli Mamaoudou Gassama klifrar upp fjórar hæðir til þess að koma drengnum til bjargar á laugardaginn. „Hann er sannkölluð hetja,“ er haft eftir ömmu drengsins á vef breska ríkisútvarpsins, þegar hún var beðin um að lýsa Gassama. Fjölskyldan segist munu verða Malímanninum ævinlega þakklát. Gassama var sæmdur heiðursorðu fyrir björgunina auk þess sem honum var boðinn franskur ríkisborgararéttur.Hann gæti þó þurft að koma drengnum aftur til bjargar ef marka má frásagnir fjölskyldunnar. This man did not hesitate a second, risked his life and saved the kid! #truehero #spiderman #paris pic.twitter.com/u1fvid3i1j— Fred (@FredBC77) May 27, 2018 Þetta sé nefnilega ekki í fyrsta sinn sem faðirinn hefur skilið barn sitt eftir eitt heima og bætir móðir drengsins við að maðurinn sé ekki vanur því að passa barnið einn. „Ég get ekki réttlætt það sem eiginmaður minn gerði. Fólk mun benda á að þetta getur komið fyrir hvern sem er og þetta hefur komið fyrir aðra. Sonur minn var einfaldlega heppinn,“ er haft eftir móður drengsins. Saksóknarar segja jafnframt að maðurinn hafi ekkert verið að drífa sig heim úr búðinni, því hann hafi ákveðið að spila Pokémon Go á heimleiðinni. Drengurinn hafði flutt til föður síns, sem býr í París þar sem hann starfar, fyrir um þremur vikum síðan. Amma hans og móðir ætluðu svo að flytja til feðganna í júní. Faðirinn er sagður miður sín vegna málsins og að starfsmenn frönsku félagsþjónustunnar muni ræða við fjölskylduna á næstu dögum. Pokemon Go Tengdar fréttir Hylltur sem hetja eftir frækilega björgun barns Frakkar hafa hyllt unga mann frá Malí sem hetju eftir að hann bjargaði barni í París á laugardaginn. 27. maí 2018 23:48 Hetjudáðir og hugrekki Mamoudou Gassama heillaði heimsbyggðina með hetjudáð í París um helgina sem náðist á myndband. Fyrir hlaut hann orðu og ríkisborgararétt. Hér verður farið yfir nokkrar hversdagshetjur úr sögunni. 29. maí 2018 06:00 „Köngulóarmaðurinn“ fær ríkisborgararétt í verðlaun Malímaðurinn Mamoudou Gassama, sem hylltur hefur verið sem hetja í Frakklandi eftir frækilega björgun á fjögurra ára gamli barni, mun fá franskan ríkisborgararétt í verðlaun fyrir björgunina. 28. maí 2018 10:51 Mest lesið Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Innlent Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana Erlent Sérsveitin aðstoðaði lögregluna Innlent „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Hæddist að vörnum Dana á Grænlandi: „Þeir bættu við einum hundasleða“ Upphaf langra málaferla Ítrekaðar íhlutanir í „bakgarði“ Bandaríkjanna Fjallaljón banaði konu eftir að ráðist var á mann Maduro verður leiddur fyrir dómara síðdegis Rétta yfir löggu fyrir aðgerðaleysi á meðan börn og kennarar voru myrt Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Reyna að koma sextán skipum gegnum herkví Rannsaka klámmyndir spjallmennis Musk af táningum Aðgerðasinnar tóku rafmagnið af Berlín Rúmlega þrjátíu Kúbverjar sagðir hafa fallið í Venesúela Búið að bera kennsl á alla sem létust í brunanum Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd „Nú er nóg komið“ Sjá meira
Faðir drengsins, sem bjargað var af svölum í París á dögunum, hefur verið kærður fyrir vanrækslu. Hann er sagður hafa skilið son sinn einan eftir í íbúðinni á meðan hann fór að versla.Myndband af björguninni hefur vakið mikla athygli en á því má sjá hvernig hinn 22 ára gamli Mamaoudou Gassama klifrar upp fjórar hæðir til þess að koma drengnum til bjargar á laugardaginn. „Hann er sannkölluð hetja,“ er haft eftir ömmu drengsins á vef breska ríkisútvarpsins, þegar hún var beðin um að lýsa Gassama. Fjölskyldan segist munu verða Malímanninum ævinlega þakklát. Gassama var sæmdur heiðursorðu fyrir björgunina auk þess sem honum var boðinn franskur ríkisborgararéttur.Hann gæti þó þurft að koma drengnum aftur til bjargar ef marka má frásagnir fjölskyldunnar. This man did not hesitate a second, risked his life and saved the kid! #truehero #spiderman #paris pic.twitter.com/u1fvid3i1j— Fred (@FredBC77) May 27, 2018 Þetta sé nefnilega ekki í fyrsta sinn sem faðirinn hefur skilið barn sitt eftir eitt heima og bætir móðir drengsins við að maðurinn sé ekki vanur því að passa barnið einn. „Ég get ekki réttlætt það sem eiginmaður minn gerði. Fólk mun benda á að þetta getur komið fyrir hvern sem er og þetta hefur komið fyrir aðra. Sonur minn var einfaldlega heppinn,“ er haft eftir móður drengsins. Saksóknarar segja jafnframt að maðurinn hafi ekkert verið að drífa sig heim úr búðinni, því hann hafi ákveðið að spila Pokémon Go á heimleiðinni. Drengurinn hafði flutt til föður síns, sem býr í París þar sem hann starfar, fyrir um þremur vikum síðan. Amma hans og móðir ætluðu svo að flytja til feðganna í júní. Faðirinn er sagður miður sín vegna málsins og að starfsmenn frönsku félagsþjónustunnar muni ræða við fjölskylduna á næstu dögum.
Pokemon Go Tengdar fréttir Hylltur sem hetja eftir frækilega björgun barns Frakkar hafa hyllt unga mann frá Malí sem hetju eftir að hann bjargaði barni í París á laugardaginn. 27. maí 2018 23:48 Hetjudáðir og hugrekki Mamoudou Gassama heillaði heimsbyggðina með hetjudáð í París um helgina sem náðist á myndband. Fyrir hlaut hann orðu og ríkisborgararétt. Hér verður farið yfir nokkrar hversdagshetjur úr sögunni. 29. maí 2018 06:00 „Köngulóarmaðurinn“ fær ríkisborgararétt í verðlaun Malímaðurinn Mamoudou Gassama, sem hylltur hefur verið sem hetja í Frakklandi eftir frækilega björgun á fjögurra ára gamli barni, mun fá franskan ríkisborgararétt í verðlaun fyrir björgunina. 28. maí 2018 10:51 Mest lesið Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Innlent Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana Erlent Sérsveitin aðstoðaði lögregluna Innlent „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Hæddist að vörnum Dana á Grænlandi: „Þeir bættu við einum hundasleða“ Upphaf langra málaferla Ítrekaðar íhlutanir í „bakgarði“ Bandaríkjanna Fjallaljón banaði konu eftir að ráðist var á mann Maduro verður leiddur fyrir dómara síðdegis Rétta yfir löggu fyrir aðgerðaleysi á meðan börn og kennarar voru myrt Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Reyna að koma sextán skipum gegnum herkví Rannsaka klámmyndir spjallmennis Musk af táningum Aðgerðasinnar tóku rafmagnið af Berlín Rúmlega þrjátíu Kúbverjar sagðir hafa fallið í Venesúela Búið að bera kennsl á alla sem létust í brunanum Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd „Nú er nóg komið“ Sjá meira
Hylltur sem hetja eftir frækilega björgun barns Frakkar hafa hyllt unga mann frá Malí sem hetju eftir að hann bjargaði barni í París á laugardaginn. 27. maí 2018 23:48
Hetjudáðir og hugrekki Mamoudou Gassama heillaði heimsbyggðina með hetjudáð í París um helgina sem náðist á myndband. Fyrir hlaut hann orðu og ríkisborgararétt. Hér verður farið yfir nokkrar hversdagshetjur úr sögunni. 29. maí 2018 06:00
„Köngulóarmaðurinn“ fær ríkisborgararétt í verðlaun Malímaðurinn Mamoudou Gassama, sem hylltur hefur verið sem hetja í Frakklandi eftir frækilega björgun á fjögurra ára gamli barni, mun fá franskan ríkisborgararétt í verðlaun fyrir björgunina. 28. maí 2018 10:51