Metnaðarfull menntastefna Samfylkingarinnar Skúli Helgason skrifar 10. maí 2018 10:00 Samfylkingin hefur sett menntamál í borginni í forgang með því að auka framlög um 9 milljarða að raungildi frá 2014. Forgangsverkefni er að bæta kjör starfsfólks og vinnuumhverfi og nú liggja fyrir drög að framsækinni menntastefnu Reykjavíkur til 2030 sem þúsundir aðila í skólasamfélaginu hafa tekið þátt í að móta.Leikskólar fyrir börn frá 12 mánaða aldri Samfylkingin hefur einn flokka lagt fram raunhæfa áætlun um hvernig við brúum bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla. Strax í haust fjölgar leikskólaplássum um nærri 200 m.a. með viðbótarhúsnæði við starfandi leikskóla og á næsta ári fjölgar þeim um 200 til viðbótar m.a. með tilkomu nýs Dalskóla. Á árunum 2020-2024 er svo ráðgert að nýir borgarreknir leikskólar rísi á nýbygginga- og þéttingarsvæðum, á Kirkjusandi, í Vatnsmýri, Vogabyggð og víðar. Alls fjölgar leikskólarýmum um 750-800 og þar með getum við boðið öllum 12 mánaða börnum og eldri leikskólavist í borginni innan 4-6 ára. Sjö nýjar ungbarnadeildir með sérhæfðri aðstöðu fyrir yngstu börnin bætast við í haust og verða þær þá fjórtán alls í öllum borgarhlutum. Samhliða þessu verður haldið áfram að bæta kjör og vinnuumhverfi kennara og starfsfólks leikskóla og vinna með ríkinu að því að fjölga þeim sem leggja stund á kennaranám. Öflugra dagforeldrakerfi Við höfum líka skipulagt úrbætur á kerfi dagforeldraþjónustu í samráði við félög dagforeldra í borginni. Þær miða m.a. að því að auka gæði og öryggi þjónustunnar, tryggja húsnæðisstuðning, fagstuðning og fleira til að fjölga dagforeldrum og hvetja þá til að vinna saman í pörum og loks hækka niðurgreiðslur til foreldra.Jöfn tækifæri allra barna Jöfnuður í menntakerfinu er grundvallarmarkmið okkar jafnaðarmanna og brýnasta hlutverk okkar er að búa svo um hnútana að öll börn hafi jöfn tækifæri til menntunar og alhliða þroska en efnahagur og félagsleg staða foreldra setji ákveðnum börnum ekki stólinn fyrir dyrnar þegar kemur að tækifærum til þátttöku í fjölbreyttu skóla- og frístundastarfi. Mikilvægt er að einfalda allt fyrirkomulag sérkennslu og stuðnings og gera breytingar á fyrirkomulagi skólaþjónustunnar í þá veru að þjónusta við börn með sérstakar þarfir fari að mestu fram úti í skólunum. Stuðningur við börn á að miðast við þarfir þeirra en ekki vera háður læknisfræðilegum greiningum. Við viljum fjölga fagfólki sem starfi við hlið kennara í skólum að því að mæta fjölbreytilegum þörfum nemenda. Síðast en ekki síst viljum við að aukið fjármagn renni til skóla í hverfum þar sem er lágt menntunarstig foreldra og hátt hlutfall fólks sem býr við þröngan hag. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2018 Skúli Helgason Mest lesið Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans Skoðun Skoðun Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Sjá meira
Samfylkingin hefur sett menntamál í borginni í forgang með því að auka framlög um 9 milljarða að raungildi frá 2014. Forgangsverkefni er að bæta kjör starfsfólks og vinnuumhverfi og nú liggja fyrir drög að framsækinni menntastefnu Reykjavíkur til 2030 sem þúsundir aðila í skólasamfélaginu hafa tekið þátt í að móta.Leikskólar fyrir börn frá 12 mánaða aldri Samfylkingin hefur einn flokka lagt fram raunhæfa áætlun um hvernig við brúum bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla. Strax í haust fjölgar leikskólaplássum um nærri 200 m.a. með viðbótarhúsnæði við starfandi leikskóla og á næsta ári fjölgar þeim um 200 til viðbótar m.a. með tilkomu nýs Dalskóla. Á árunum 2020-2024 er svo ráðgert að nýir borgarreknir leikskólar rísi á nýbygginga- og þéttingarsvæðum, á Kirkjusandi, í Vatnsmýri, Vogabyggð og víðar. Alls fjölgar leikskólarýmum um 750-800 og þar með getum við boðið öllum 12 mánaða börnum og eldri leikskólavist í borginni innan 4-6 ára. Sjö nýjar ungbarnadeildir með sérhæfðri aðstöðu fyrir yngstu börnin bætast við í haust og verða þær þá fjórtán alls í öllum borgarhlutum. Samhliða þessu verður haldið áfram að bæta kjör og vinnuumhverfi kennara og starfsfólks leikskóla og vinna með ríkinu að því að fjölga þeim sem leggja stund á kennaranám. Öflugra dagforeldrakerfi Við höfum líka skipulagt úrbætur á kerfi dagforeldraþjónustu í samráði við félög dagforeldra í borginni. Þær miða m.a. að því að auka gæði og öryggi þjónustunnar, tryggja húsnæðisstuðning, fagstuðning og fleira til að fjölga dagforeldrum og hvetja þá til að vinna saman í pörum og loks hækka niðurgreiðslur til foreldra.Jöfn tækifæri allra barna Jöfnuður í menntakerfinu er grundvallarmarkmið okkar jafnaðarmanna og brýnasta hlutverk okkar er að búa svo um hnútana að öll börn hafi jöfn tækifæri til menntunar og alhliða þroska en efnahagur og félagsleg staða foreldra setji ákveðnum börnum ekki stólinn fyrir dyrnar þegar kemur að tækifærum til þátttöku í fjölbreyttu skóla- og frístundastarfi. Mikilvægt er að einfalda allt fyrirkomulag sérkennslu og stuðnings og gera breytingar á fyrirkomulagi skólaþjónustunnar í þá veru að þjónusta við börn með sérstakar þarfir fari að mestu fram úti í skólunum. Stuðningur við börn á að miðast við þarfir þeirra en ekki vera háður læknisfræðilegum greiningum. Við viljum fjölga fagfólki sem starfi við hlið kennara í skólum að því að mæta fjölbreytilegum þörfum nemenda. Síðast en ekki síst viljum við að aukið fjármagn renni til skóla í hverfum þar sem er lágt menntunarstig foreldra og hátt hlutfall fólks sem býr við þröngan hag.
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun