Vinstri grænir flýja skip Jórunn Pála Jónasdóttir skrifar 11. maí 2018 17:30 Í grein á Vísi sem birtist fyrr í dag leggja frambjóðendur Vinstri grænna í borginni til að friðlýsa Elliðaárdal. Það er fagnaðarefni að frambjóðendurnir séu á einu máli með Sjálfstæðisflokknum að þangað beri að stefna en skrifin gefa engu að síður tilefni til þess að skoða forsögu málsins nánar og sérstaklega aðkomu Vinstri Grænna sem telja nú að „starfsemi af þessu tagi muni hafa óafturkræf áhrif á gæði Elliðaárdalsins og rýra gildi hans sem útivistarsvæðis.“ Núverandi meirihluti í borgarstjórn, þar á meðal borgarfulltrúi og oddviti Vinstri grænna, Líf Magneudóttir, auk borgarstjóra og oddvita Samfylkingarinnar, Dags. B. Eggertssonar, samþykkti árið 2016 vilyrði á lóð í Elliðaárdal fyrir umfangsmiklum rekstri í tengslum við verkefnið Biodome Aldin. Vilyrðið nær nú alls til 13.000 m2 lóðar þar sem til að byrja með er gert ráð fyrir 3800 m2 grunnflöt bygginga. Þegar málið var til umfjöllunar lögðu fulltrúar Sjálfstæðisflokksins fram svohljóðandi bókun: „Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins telja að vilyrði fyrir lóð fyrir Biodome við Stekkjarbakka þurfi að meðhöndlast af mikilli varkárni gagnvart umhverfinu því margt getur komið upp á í því ferli sem framundan er. Ótal mörg skilyrði þarf að uppfylla til að þessi viðkvæmi staður geti komið til greina. Vinna þarf deiliskipulag fyrir staðinn þar sem ströng skilyrði vegna mögulegrar ljósmengunar verða sett og taka þarf tillit til samkeppnissjónarmiða við lóðaúthlutun verði af henni.“ Verkefnið gerir ráð fyrir 800 til 1000 gestum á dag og frá 50 til 85 bílastæðum. Gert er ráð fyrir að aðgangseyrir inn í hvelfinguna verði á við tvo bíómiða.Lax stekkur í Elliðaánum 10. október 2016 um kl. 17Íbúar í grennd við svæðið hafa ekki fengið heildstæða kynningu á verkefninu eða áhrif þess á umhverfið. Hins vegar liggja þær upplýsingar fyrir og hafa Hollvinasamtök Elliðaárdals til að mynda fengið ítarlega kynningu á verkefninu, með þeim skilyrðum að samtökin deili upplýsingunum ekki áfram til íbúa. Velta má fyrir sér hvers vegna íbúar fái ekki aðgang að þeim upplýsingum til jafns við samtökin. Áætlað er að verkefnið fari ekki í opið kynningarferli fyrr en síðar í þessum mánuði eða í júní nk. Útgangspunktur verkefnisins BioDome Aldin er að bjóða upp á mannleg upplifun í trópísku vistkerfi sem er framandi því fjölbreytta og viðkvæma vistkerfi sem er fyrir í dalnum, í eins konar gerviheimi. Núverandi staðarval gerir það að verkum að hin mannlega upplifun verður hins vegar ávallt á kostnað þeirrar mikilfenglegu náttúru sem er þar fyrir og vistkerfi Elliðaárdals látið njóta vafans. Sjálfstæðisflokkurinn hefur lagt fram tillögu í borgarráði um friðlýsingu Elliðaárdals. Skorað er á Vinstri græna að leggjast á árarnar með Sjálfstæðisflokknum og samþykkja tillöguna. Það er eina vörnin gegn freistni borgarfulltrúa um frekari úthlutun úr landi Elliðaárdals.Höfundur skipar 9. sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins til borgarstjórnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2018 Mest lesið Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Sjá meira
Í grein á Vísi sem birtist fyrr í dag leggja frambjóðendur Vinstri grænna í borginni til að friðlýsa Elliðaárdal. Það er fagnaðarefni að frambjóðendurnir séu á einu máli með Sjálfstæðisflokknum að þangað beri að stefna en skrifin gefa engu að síður tilefni til þess að skoða forsögu málsins nánar og sérstaklega aðkomu Vinstri Grænna sem telja nú að „starfsemi af þessu tagi muni hafa óafturkræf áhrif á gæði Elliðaárdalsins og rýra gildi hans sem útivistarsvæðis.“ Núverandi meirihluti í borgarstjórn, þar á meðal borgarfulltrúi og oddviti Vinstri grænna, Líf Magneudóttir, auk borgarstjóra og oddvita Samfylkingarinnar, Dags. B. Eggertssonar, samþykkti árið 2016 vilyrði á lóð í Elliðaárdal fyrir umfangsmiklum rekstri í tengslum við verkefnið Biodome Aldin. Vilyrðið nær nú alls til 13.000 m2 lóðar þar sem til að byrja með er gert ráð fyrir 3800 m2 grunnflöt bygginga. Þegar málið var til umfjöllunar lögðu fulltrúar Sjálfstæðisflokksins fram svohljóðandi bókun: „Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins telja að vilyrði fyrir lóð fyrir Biodome við Stekkjarbakka þurfi að meðhöndlast af mikilli varkárni gagnvart umhverfinu því margt getur komið upp á í því ferli sem framundan er. Ótal mörg skilyrði þarf að uppfylla til að þessi viðkvæmi staður geti komið til greina. Vinna þarf deiliskipulag fyrir staðinn þar sem ströng skilyrði vegna mögulegrar ljósmengunar verða sett og taka þarf tillit til samkeppnissjónarmiða við lóðaúthlutun verði af henni.“ Verkefnið gerir ráð fyrir 800 til 1000 gestum á dag og frá 50 til 85 bílastæðum. Gert er ráð fyrir að aðgangseyrir inn í hvelfinguna verði á við tvo bíómiða.Lax stekkur í Elliðaánum 10. október 2016 um kl. 17Íbúar í grennd við svæðið hafa ekki fengið heildstæða kynningu á verkefninu eða áhrif þess á umhverfið. Hins vegar liggja þær upplýsingar fyrir og hafa Hollvinasamtök Elliðaárdals til að mynda fengið ítarlega kynningu á verkefninu, með þeim skilyrðum að samtökin deili upplýsingunum ekki áfram til íbúa. Velta má fyrir sér hvers vegna íbúar fái ekki aðgang að þeim upplýsingum til jafns við samtökin. Áætlað er að verkefnið fari ekki í opið kynningarferli fyrr en síðar í þessum mánuði eða í júní nk. Útgangspunktur verkefnisins BioDome Aldin er að bjóða upp á mannleg upplifun í trópísku vistkerfi sem er framandi því fjölbreytta og viðkvæma vistkerfi sem er fyrir í dalnum, í eins konar gerviheimi. Núverandi staðarval gerir það að verkum að hin mannlega upplifun verður hins vegar ávallt á kostnað þeirrar mikilfenglegu náttúru sem er þar fyrir og vistkerfi Elliðaárdals látið njóta vafans. Sjálfstæðisflokkurinn hefur lagt fram tillögu í borgarráði um friðlýsingu Elliðaárdals. Skorað er á Vinstri græna að leggjast á árarnar með Sjálfstæðisflokknum og samþykkja tillöguna. Það er eina vörnin gegn freistni borgarfulltrúa um frekari úthlutun úr landi Elliðaárdals.Höfundur skipar 9. sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins til borgarstjórnar.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar