Öruggari Reykjavík Svala Hjörleifsdóttir skrifar 13. maí 2018 07:00 Nöturlegur veruleiki kvenna á Íslandi hefur verið afhjúpaður í fjölmörgum byltingum undanfarinna ára. Beauty tips, #konurtala, #höfumhátt og nú síðast #metoo hafa sýnt að kynbundið ofbeldi er rótgróið samfélagsmein sem er samofið öllum stofnunum samfélagsins. Kvennahreyfingin hefur einsett sér að uppræta ofbeldi og tryggja öryggi fólks af öllum kynjum og óháðuppruna. Til að Reykjavík geti orðið raunverulega örugg borg þarf að takast á við ofbeldi fortíðarinnar og ofbeldi samtímans á sama tíma og við verðum að fyrirbyggja frekara ofbeldi.Fortíðin Ofbeldi fortíðar hefur gríðarleg áhrif á samfélagið í dag. Gömul sár hafa gróið misvel, þau ýfast upp meðreglubundnu millibili og hafa áhrif á starfsorku, samskipti og daglegt líf þolenda. Reykjavíkurborg verður aðstyðja enn betur við bakið á þeim grasrótarsamtökum sem veita þolendum stuðning og hlúa vel að Bjarkarhlíðsvo hún fái að vaxa og dafna í samræmi við þarfir og vilja þolenda.Samtíminn Ofbeldi grasserar í samtímanum: á vinnustöðum, í skólum, heilbrigðiskerfinu og frístundum, á opinberum vettvangi og inni á heimilum, í nánum samböndum og milli algerlega ókunnugra einstaklinga. Þetta ofbeldi er afleiðing nauðgunarmenningar sem hvílir á stoðum úreltra staðalmynda um prúðar og undirgefnar konur og ákveðna, sígraða karla. Þetta ofbeldi þrífst í þögn og aðgerðarleysi og er stutt af meðvirkni með gerendum og dómhörku gagnvart þolendum. Þessu verður að breyta. Kvennahreyfingin hyggst standa fyrir almennum vitundarvakningum um ofbeldi og ofbeldismenningu í samstarfi við grasrótarsamtök, fyrirtæki og stofnanir. Markviss og regluleg fræðsla verður eðlilegur hluti af daglegum störfum alls starfsfólks borgarinnar. Verkferlar verða yfirfarnir og tryggt að gripið verði til aðgerða um leið og ofbeldi lætur á sér kræla, án þess að þolandinn þurfi að bera á því ábyrgð. Samstarf lögreglu og barnaverndar verður elft enn frekar til að tryggja fumlaus og rétt viðbrögð við heimilisofbeldi og barnavernd verður elfd til muna.Framtíðin Til að brjóta upp ofbeldismenningu samfélagsins mun Kvennahreyfingin leggja til stórelfdan Jafnréttisskóla með nægum mannafla og fjármagni til að fræða allt starfsfólk í skóla- og frístundastarfi um kynjaðar staðalmyndir og skaðleg áhrif þeirra. Öll börn munu fá sérstök kynjafræðinámskeið með reglulegu millibili gegnum allt skólakerfið þar sem þau verða styrkt til að brjótast úr viðjum skaðlegra staðalmynda og rækta áhugamál og hæfileika óháð viðmiðum samfélagsins þar um. Unglingar fá fræðslu um virðingu í nánum samböndum og mörkin milli kynlífs og ofbeldis. Þannig ætlum við að tryggja frelsi komandi kynslóða undan ofbeldismenningunni sem heftir okkur öll.Femínísk borgarstjórn getur breytt Það skiptir máli að hafa femínísta í æðstu embættum. Bjarkarhlíð er gott dæmi um það sem getur gerst þegar konur komast í stöður þar sem þær hafa vald til að breyta. Sóley og Heiða Björg í borgarstjórn, Eygló sem félagsmálaráðherra og Sigríður Björk sem lögreglustjóri tóku höndum saman og létu þennan langþráða draum rætast. Konur sem skilja og virða reynsluheim kvenna og setja velferð kvenna í forgang. Kvennahreyfingin heitir því að leggja allt sitt af mörkum til að tryggja öryggi allra borgarbúa. Hún ætlar aðskapa borg þar sem fólk af öllum kynjum getur gengið um borgina á öllum tímum sólarhrings án þess að vera með lykla milli fingranna. Hún ætlar að skapa borg þar sem unglingar þekkja og virða mörk í kynferðislegum samskiptum. Hún ætlar að skapa borg þar sem fólk af öllum kynjum og ólíkum uppruna er metið að verðleikum, hefur jöfn tækifæri og getur tekið virkan þátt í öllu því sem Reykjavík hefur uppá að bjóða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2018 Mest lesið Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Afreksverk Lilju Daggar Alfreðsdóttur Atli Valur Jóhannsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Fullorðins greining á loftslags stefnumálum Páll Gunnarsson,Matthías Ólafsson Skoðun Stórsigur fyrir lífeyrisþega Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Streituvaldar heimilanna Anna Karen Sch. Ellertsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ný nálgun í heilbrigðismálum – bréf frá einstakling með ADHD Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Er þetta gott plan í heilbrigðismálum? Jón Ívar Einarsson skrifar Skoðun Einkaframtakinu þarf að fylgja ábyrgð Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar Skoðun Vindorkuver? Ekki svona, ekki núna! Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin - lofað upp í ermina á sér Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri til breytinga með Samfylkingunni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Hvernig getur þú stutt þjóðarmorð? Ingólfur Gíslason skrifar Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson skrifar Skoðun Viljum við frjálshyggju? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Af hverju að kjósa Viðreisn - C fyrir frelsi og frið Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Fleiri læk – betra skap Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Öflugt atvinnulíf undir forystu Sjálfstæðisflokksins Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Wybory islandzkie i sprawy polskie Maksymilian Haraldur Frach skrifar Skoðun Grasrótin í brennidepli undir forystu Ásmundar Einars Ólafur Magnússon skrifar Skoðun United Silicon í Reykjanesbæ – víti til varnaðar fyrir Ölfus! Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun 108 ár – hverjum treystir þú? Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Róluvallaráðherra Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hveitipoki á fjörutíu þúsund Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Tími til að endurvekja frelsið Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Einkaframtakið í sinni fegurstu mynd Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Viðreisn vakti hjá mér von Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvernig metum við listir og menningu? Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Ef þú vilt breytingar - kjóstu þá flokk sem tryggir breytingar Víðir Reynisson,Ása Berglind Hjálmarsdóttir,Sverrir Bergmann,Arna Ír Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fóturinn tekinn af vegna tannpínu Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Á ábyrgð okkar allra Grímur Grímsson skrifar Skoðun „Þú ert þjóðinni til skammar að spyrja þessara spurninga“ Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Hin íslenska láglaunastefna Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Mikilvægasta kosningamálið Hrafnkell Guðnason skrifar Skoðun Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Sjá meira
Nöturlegur veruleiki kvenna á Íslandi hefur verið afhjúpaður í fjölmörgum byltingum undanfarinna ára. Beauty tips, #konurtala, #höfumhátt og nú síðast #metoo hafa sýnt að kynbundið ofbeldi er rótgróið samfélagsmein sem er samofið öllum stofnunum samfélagsins. Kvennahreyfingin hefur einsett sér að uppræta ofbeldi og tryggja öryggi fólks af öllum kynjum og óháðuppruna. Til að Reykjavík geti orðið raunverulega örugg borg þarf að takast á við ofbeldi fortíðarinnar og ofbeldi samtímans á sama tíma og við verðum að fyrirbyggja frekara ofbeldi.Fortíðin Ofbeldi fortíðar hefur gríðarleg áhrif á samfélagið í dag. Gömul sár hafa gróið misvel, þau ýfast upp meðreglubundnu millibili og hafa áhrif á starfsorku, samskipti og daglegt líf þolenda. Reykjavíkurborg verður aðstyðja enn betur við bakið á þeim grasrótarsamtökum sem veita þolendum stuðning og hlúa vel að Bjarkarhlíðsvo hún fái að vaxa og dafna í samræmi við þarfir og vilja þolenda.Samtíminn Ofbeldi grasserar í samtímanum: á vinnustöðum, í skólum, heilbrigðiskerfinu og frístundum, á opinberum vettvangi og inni á heimilum, í nánum samböndum og milli algerlega ókunnugra einstaklinga. Þetta ofbeldi er afleiðing nauðgunarmenningar sem hvílir á stoðum úreltra staðalmynda um prúðar og undirgefnar konur og ákveðna, sígraða karla. Þetta ofbeldi þrífst í þögn og aðgerðarleysi og er stutt af meðvirkni með gerendum og dómhörku gagnvart þolendum. Þessu verður að breyta. Kvennahreyfingin hyggst standa fyrir almennum vitundarvakningum um ofbeldi og ofbeldismenningu í samstarfi við grasrótarsamtök, fyrirtæki og stofnanir. Markviss og regluleg fræðsla verður eðlilegur hluti af daglegum störfum alls starfsfólks borgarinnar. Verkferlar verða yfirfarnir og tryggt að gripið verði til aðgerða um leið og ofbeldi lætur á sér kræla, án þess að þolandinn þurfi að bera á því ábyrgð. Samstarf lögreglu og barnaverndar verður elft enn frekar til að tryggja fumlaus og rétt viðbrögð við heimilisofbeldi og barnavernd verður elfd til muna.Framtíðin Til að brjóta upp ofbeldismenningu samfélagsins mun Kvennahreyfingin leggja til stórelfdan Jafnréttisskóla með nægum mannafla og fjármagni til að fræða allt starfsfólk í skóla- og frístundastarfi um kynjaðar staðalmyndir og skaðleg áhrif þeirra. Öll börn munu fá sérstök kynjafræðinámskeið með reglulegu millibili gegnum allt skólakerfið þar sem þau verða styrkt til að brjótast úr viðjum skaðlegra staðalmynda og rækta áhugamál og hæfileika óháð viðmiðum samfélagsins þar um. Unglingar fá fræðslu um virðingu í nánum samböndum og mörkin milli kynlífs og ofbeldis. Þannig ætlum við að tryggja frelsi komandi kynslóða undan ofbeldismenningunni sem heftir okkur öll.Femínísk borgarstjórn getur breytt Það skiptir máli að hafa femínísta í æðstu embættum. Bjarkarhlíð er gott dæmi um það sem getur gerst þegar konur komast í stöður þar sem þær hafa vald til að breyta. Sóley og Heiða Björg í borgarstjórn, Eygló sem félagsmálaráðherra og Sigríður Björk sem lögreglustjóri tóku höndum saman og létu þennan langþráða draum rætast. Konur sem skilja og virða reynsluheim kvenna og setja velferð kvenna í forgang. Kvennahreyfingin heitir því að leggja allt sitt af mörkum til að tryggja öryggi allra borgarbúa. Hún ætlar aðskapa borg þar sem fólk af öllum kynjum getur gengið um borgina á öllum tímum sólarhrings án þess að vera með lykla milli fingranna. Hún ætlar að skapa borg þar sem unglingar þekkja og virða mörk í kynferðislegum samskiptum. Hún ætlar að skapa borg þar sem fólk af öllum kynjum og ólíkum uppruna er metið að verðleikum, hefur jöfn tækifæri og getur tekið virkan þátt í öllu því sem Reykjavík hefur uppá að bjóða.
Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Skoðun United Silicon í Reykjanesbæ – víti til varnaðar fyrir Ölfus! Berglind Friðriksdóttir skrifar
Skoðun Ef þú vilt breytingar - kjóstu þá flokk sem tryggir breytingar Víðir Reynisson,Ása Berglind Hjálmarsdóttir,Sverrir Bergmann,Arna Ír Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Hjálmtýr Heiðdal Skoðun