Boston keyrði yfir Cavaliers í fyrsta leik Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 13. maí 2018 22:10 Marcus Morris var á meðal stigahæstu manna í kvöld Vísir/Getty Boston Celtic tók forystuna í úrslitaeinvígi austurdeildar NBA deildarinnar í körfubolta gegn Cleveland Cavaliers í kvöld. Sigur Boston var aldrei í hættu og forystan verðskulduð. Gestirnir frá Cleveland komust í þriggja stiga forystu snemma leiks en eftir það sáu þeir vart til sólar allt til endaloka. Boston fór í 17 stiga áhlaup og breytti stöðunni úr 4-7 í 21-7. Aron Baynes kom muninum upp í 20 stig í 29-9 þegar rúmar tvær mínútur voru eftir af fyrsta leikhluta og þegar honum lauk var Boston með tvöfalt fleiri stig en Cleveland, staðan 18-36. Munurinn hélst við 20 stigin í öðrum leikhluta, liðin voru þar nokkuð jöfn í stigaskorun. Þegar stutt var til hálfleiks setti Al Horford þriggja stiga skot sem kom forystu Celtics í 25 stig og lagði svo upp þriggja stiga körfu Jaylen Brown sem kom stöðunni í 33-61. Kyle Korver skoraði sárabótakörfu fyrir Cleveland, staðan í hálfleik var 35-61 og þrátt fyrir að allt geti gerst í körfubolta var orðið nokkuð ljóst hver úrslitin yrðu. Cleveland náði aðeins að laga stöðuna í þriðja leikhluta, gestirnir unnu hann með 29 stigum gegn 17 og munaði aðeins fjórtán stigum á liðunum fyrir loka fjórðunginn. Heimamenn byrjuðu hann hins vegar á sjö stiga áhlaupi og voru fljótir að gera þetta aftur að nærri 30 stiga leik. Lokatölur í Boston urðu 108-83. Brown skoraði 23 stig í liði Celtic, Marcus Morris 21 og Horford 20. Kevin Love skoraði 17 stig fyrir Cleveland og LeBron James 15. Gestirnir misnotuðu fyrstu 14 þriggja stiga skot sín í leiknum og heildarskotnýting þeirra í fyrri hálfleik var aðeins 32 prósent. 26 stiga munurinn sem var á liðunum í hálfleik er sá mesti sem LeBron hefur verið að tapa með í hálfleik í úrslitakeppni á hans ferli. Liðin mætast öðru sinni á þriðjudagskvöld.Rozier kicks to Marcus Morris for his 3rd triple!#CUsRise 101 | #WhateverItTakes 79 3:30 remaining in the 4th on #NBAonABCpic.twitter.com/RjgnTNCnJB — NBA (@NBA) May 13, 2018Jeff Green as time expires! #WhateverItTakes#NBAonABCpic.twitter.com/uDMZAnnVeO — NBA (@NBA) May 13, 2018 NBA Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Íslenski boltinn Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Sport Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótbolti Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Sjá meira
Boston Celtic tók forystuna í úrslitaeinvígi austurdeildar NBA deildarinnar í körfubolta gegn Cleveland Cavaliers í kvöld. Sigur Boston var aldrei í hættu og forystan verðskulduð. Gestirnir frá Cleveland komust í þriggja stiga forystu snemma leiks en eftir það sáu þeir vart til sólar allt til endaloka. Boston fór í 17 stiga áhlaup og breytti stöðunni úr 4-7 í 21-7. Aron Baynes kom muninum upp í 20 stig í 29-9 þegar rúmar tvær mínútur voru eftir af fyrsta leikhluta og þegar honum lauk var Boston með tvöfalt fleiri stig en Cleveland, staðan 18-36. Munurinn hélst við 20 stigin í öðrum leikhluta, liðin voru þar nokkuð jöfn í stigaskorun. Þegar stutt var til hálfleiks setti Al Horford þriggja stiga skot sem kom forystu Celtics í 25 stig og lagði svo upp þriggja stiga körfu Jaylen Brown sem kom stöðunni í 33-61. Kyle Korver skoraði sárabótakörfu fyrir Cleveland, staðan í hálfleik var 35-61 og þrátt fyrir að allt geti gerst í körfubolta var orðið nokkuð ljóst hver úrslitin yrðu. Cleveland náði aðeins að laga stöðuna í þriðja leikhluta, gestirnir unnu hann með 29 stigum gegn 17 og munaði aðeins fjórtán stigum á liðunum fyrir loka fjórðunginn. Heimamenn byrjuðu hann hins vegar á sjö stiga áhlaupi og voru fljótir að gera þetta aftur að nærri 30 stiga leik. Lokatölur í Boston urðu 108-83. Brown skoraði 23 stig í liði Celtic, Marcus Morris 21 og Horford 20. Kevin Love skoraði 17 stig fyrir Cleveland og LeBron James 15. Gestirnir misnotuðu fyrstu 14 þriggja stiga skot sín í leiknum og heildarskotnýting þeirra í fyrri hálfleik var aðeins 32 prósent. 26 stiga munurinn sem var á liðunum í hálfleik er sá mesti sem LeBron hefur verið að tapa með í hálfleik í úrslitakeppni á hans ferli. Liðin mætast öðru sinni á þriðjudagskvöld.Rozier kicks to Marcus Morris for his 3rd triple!#CUsRise 101 | #WhateverItTakes 79 3:30 remaining in the 4th on #NBAonABCpic.twitter.com/RjgnTNCnJB — NBA (@NBA) May 13, 2018Jeff Green as time expires! #WhateverItTakes#NBAonABCpic.twitter.com/uDMZAnnVeO — NBA (@NBA) May 13, 2018
NBA Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Íslenski boltinn Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Sport Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótbolti Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Sjá meira