Forstjóri bresku leyniþjónustunnar kallar eftir nánu samstarfi til að koma í veg fyrir árásir Birgir Olgeirsson skrifar 13. maí 2018 23:30 Forstjóri MI5 segir að miðað við þá óvissu sem ríkir í heiminum í dag sé mikilvægt fyrir þjóðir í Evrópu að eiga í samstarfi. Forstjóri bresku leyniþjónustunnar segir Bretland og Evrópusambandið verða að eiga gott samstarf eftir Brexit til að hindra árásir hryðjuverkamanna og veita viðnám við tilraunum Rússa við að grafa undan lýðræði í Vesturlöndum.Greint er frá þessu á vef Reuters en þar segir að Bretar leitist eftir samkomulagi til að tryggja að þeir muni áfram hafa aðgang að upplýsingum sem stærstu þjóðir Evrópusambandsins búa yfir. Er vonast eftir samkomulagi í ljósi væntanlegrar útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu sem hefur verið nefnd Brexit. Reuters segir Andrew Parker, forstjóra MI5, ætla að flytja ávarp á ráðstefnu sem leyniþjónusta Þýskalands heldur í Berlín á morgun. Þar muni hann greina frá því að hryðjuverkasamtökin sem kenna sig við íslamskt ríki séu að undirbúa árásir sem Parker heldur fram að séu mun flóknari en gengur og gerist. Hann segir samstarf evrópskra leyniþjónusta ekki í líkingu við hvernig það var fyrir fimm árum. Hann segir að miðað við þá óvissu sem ríkir í heiminum í dag sé mikilvægt fyrir þjóðir í Evrópu að eiga í samstarfi. 36 fórust í fjórum hryðjuverkaárásum í Bretlandi í fyrra. Í mars í fyrra fórust fimm þegar bíl var ekið inn í hóp vegfarenda á Westminister-brúnni í London. Árásarmaðurinn stakk síðan lögreglumann til bana fyrir utan breska þingið. Þeirri árás fylgdi sjálfsvígssprengjuárás á tónleikum Ariönu Grande í Manchester 22. maí í fyrra þar sem 22 létu lífið. Í sama mánuði dóu átta þegar bíl var ekið inn í hóp vegfarenda á Lundúnarbrúnni áður en árásarmennirnir stungu gesti á nálægum veitingastöðum og börum. Tveimur vikum síðar var sendiferðabíl ekið inn í hóp nærri mosku í London en einn fórst í þeirri árás. Reuters hefur eftir Andrew Parker að komið var í veg fyrir 12 árásir frá hryðjuverkinu við Westminister í fyrra. Sagði hann að frá árinu 2013 hefði verið komið í veg fyrir 25 árásir. Parker benti á að Rússar væru orðnir ógn við Evrópu en Bretar hafa sakað Rússa um að eitra fyrir Sergei Skripal, fyrrverandi njósnara, og dóttur hans Yuliu. Sakaði hann rússnesk yfirvöld um að hafa þverbrotið alþjóðalög með þessari árás en rússneskir embættismenn hafa velt upp þeim möguleika að bresk yfirvöld beri ábyrgð á árásinni á Skripal-feðginin til að vekja andúð á Rússum. Brexit Taugaeitursárás í Bretlandi Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Fleiri fréttir Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi Sjá meira
Forstjóri bresku leyniþjónustunnar segir Bretland og Evrópusambandið verða að eiga gott samstarf eftir Brexit til að hindra árásir hryðjuverkamanna og veita viðnám við tilraunum Rússa við að grafa undan lýðræði í Vesturlöndum.Greint er frá þessu á vef Reuters en þar segir að Bretar leitist eftir samkomulagi til að tryggja að þeir muni áfram hafa aðgang að upplýsingum sem stærstu þjóðir Evrópusambandsins búa yfir. Er vonast eftir samkomulagi í ljósi væntanlegrar útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu sem hefur verið nefnd Brexit. Reuters segir Andrew Parker, forstjóra MI5, ætla að flytja ávarp á ráðstefnu sem leyniþjónusta Þýskalands heldur í Berlín á morgun. Þar muni hann greina frá því að hryðjuverkasamtökin sem kenna sig við íslamskt ríki séu að undirbúa árásir sem Parker heldur fram að séu mun flóknari en gengur og gerist. Hann segir samstarf evrópskra leyniþjónusta ekki í líkingu við hvernig það var fyrir fimm árum. Hann segir að miðað við þá óvissu sem ríkir í heiminum í dag sé mikilvægt fyrir þjóðir í Evrópu að eiga í samstarfi. 36 fórust í fjórum hryðjuverkaárásum í Bretlandi í fyrra. Í mars í fyrra fórust fimm þegar bíl var ekið inn í hóp vegfarenda á Westminister-brúnni í London. Árásarmaðurinn stakk síðan lögreglumann til bana fyrir utan breska þingið. Þeirri árás fylgdi sjálfsvígssprengjuárás á tónleikum Ariönu Grande í Manchester 22. maí í fyrra þar sem 22 létu lífið. Í sama mánuði dóu átta þegar bíl var ekið inn í hóp vegfarenda á Lundúnarbrúnni áður en árásarmennirnir stungu gesti á nálægum veitingastöðum og börum. Tveimur vikum síðar var sendiferðabíl ekið inn í hóp nærri mosku í London en einn fórst í þeirri árás. Reuters hefur eftir Andrew Parker að komið var í veg fyrir 12 árásir frá hryðjuverkinu við Westminister í fyrra. Sagði hann að frá árinu 2013 hefði verið komið í veg fyrir 25 árásir. Parker benti á að Rússar væru orðnir ógn við Evrópu en Bretar hafa sakað Rússa um að eitra fyrir Sergei Skripal, fyrrverandi njósnara, og dóttur hans Yuliu. Sakaði hann rússnesk yfirvöld um að hafa þverbrotið alþjóðalög með þessari árás en rússneskir embættismenn hafa velt upp þeim möguleika að bresk yfirvöld beri ábyrgð á árásinni á Skripal-feðginin til að vekja andúð á Rússum.
Brexit Taugaeitursárás í Bretlandi Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Fleiri fréttir Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi Sjá meira