Berserkurinn í Biskupstungum í framboði Samúel Karl Ólason skrifar 14. maí 2018 14:45 Lögreglan á Suðurlandi verst allra fregna af máli ingvar sem gekk berserksgang við heimili sitt í Biskupstungum með tveggja tonna gröfu í gærkvöld. Nýtt afl Maðurinn sem gekk berserksgang á gröfu við heimili sitt í Biskupstungum í gær heitir Ingvar Örn Karlsson og er hann annar maður á lista Nýs afls í Bláskógabyggð. Í tilkynningu frá lögreglunni kemur fram að hann var ölvaður. Lögreglan á Suðurlandi verst fregna af málinu og vill ekki segja í hverju „berserksgangurinn“ fólst. Þá mun embættið segja sig frá rannsókn málsins að hluta vegna vanhæfis. Ingvar var nafngreindur í frétt DV í dag og segir þar að hann sé einnig ritari Björgunarsveitar Biskupstungna og slökkviliðsmaður Brunavarna Árnessýslu. Slökkt er á síma hans.Þvingaði lögregluþjóna út fyrir veg Þegar lögregluþjónar voru á leið til heimilis Ingvars mættu þeir honum á bíl og þegar þeir reyndu að fara fram úr honum þvingaði hann lögregluþjónana út fyrir veg. „Í ljósi ástands mannsins, aksturslags og þeirrar almennu umferðar sem þarna á leið um var ákveðið að beita lögreglubifreið til að stöðva akstur mannsins. Það var gert á Þjórsárdalsvegi en við það valt bifreið hans,“ segir í tilkynningu lögreglunnar frá því í gær. Hann var svo fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar á sjúkrahús í Reykjavík, með meðvitund og meiðsl hans voru ekki talin alvarleg.Munu segja sig frá rannsókn Tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hefur verið fengin til að aðstoða við rannsókn málsins. Lögreglan á Suðurlandi mun rannsaka það tjón sem hlaust af fyrrnefndum berserksgang með gröfuna. Hún mun hins vegar segja sig frá rannsókn á eftirförinni sem endaði utan vegar, þar sem lögreglumenn voru í raun gerendur í því að koma bílnum út af. Að öðru leyti verst lögreglan allra fregna af málinu. Í frétt DV kemur fram að frambjóðendur Nýs afls ætli sér að funda um málið í kvöld. Kosningar 2018 Lögreglumál Tengdar fréttir Lögregla kölluð til vegna ölvaðs manns sem gekk berserksgang með tveggja tonna gröfu við heimili sitt Maðurinn lagði á flótta neyddist lögreglan til að stöðva för hans sem varð til þess að bíllinn hans valt. 13. maí 2018 20:57 Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Fleiri fréttir Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Sjá meira
Maðurinn sem gekk berserksgang á gröfu við heimili sitt í Biskupstungum í gær heitir Ingvar Örn Karlsson og er hann annar maður á lista Nýs afls í Bláskógabyggð. Í tilkynningu frá lögreglunni kemur fram að hann var ölvaður. Lögreglan á Suðurlandi verst fregna af málinu og vill ekki segja í hverju „berserksgangurinn“ fólst. Þá mun embættið segja sig frá rannsókn málsins að hluta vegna vanhæfis. Ingvar var nafngreindur í frétt DV í dag og segir þar að hann sé einnig ritari Björgunarsveitar Biskupstungna og slökkviliðsmaður Brunavarna Árnessýslu. Slökkt er á síma hans.Þvingaði lögregluþjóna út fyrir veg Þegar lögregluþjónar voru á leið til heimilis Ingvars mættu þeir honum á bíl og þegar þeir reyndu að fara fram úr honum þvingaði hann lögregluþjónana út fyrir veg. „Í ljósi ástands mannsins, aksturslags og þeirrar almennu umferðar sem þarna á leið um var ákveðið að beita lögreglubifreið til að stöðva akstur mannsins. Það var gert á Þjórsárdalsvegi en við það valt bifreið hans,“ segir í tilkynningu lögreglunnar frá því í gær. Hann var svo fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar á sjúkrahús í Reykjavík, með meðvitund og meiðsl hans voru ekki talin alvarleg.Munu segja sig frá rannsókn Tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hefur verið fengin til að aðstoða við rannsókn málsins. Lögreglan á Suðurlandi mun rannsaka það tjón sem hlaust af fyrrnefndum berserksgang með gröfuna. Hún mun hins vegar segja sig frá rannsókn á eftirförinni sem endaði utan vegar, þar sem lögreglumenn voru í raun gerendur í því að koma bílnum út af. Að öðru leyti verst lögreglan allra fregna af málinu. Í frétt DV kemur fram að frambjóðendur Nýs afls ætli sér að funda um málið í kvöld.
Kosningar 2018 Lögreglumál Tengdar fréttir Lögregla kölluð til vegna ölvaðs manns sem gekk berserksgang með tveggja tonna gröfu við heimili sitt Maðurinn lagði á flótta neyddist lögreglan til að stöðva för hans sem varð til þess að bíllinn hans valt. 13. maí 2018 20:57 Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Fleiri fréttir Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Sjá meira
Lögregla kölluð til vegna ölvaðs manns sem gekk berserksgang með tveggja tonna gröfu við heimili sitt Maðurinn lagði á flótta neyddist lögreglan til að stöðva för hans sem varð til þess að bíllinn hans valt. 13. maí 2018 20:57