Kvennahreyfingin mætir ekki á frambjóðendafund Kennarafélags vegna Ragnars Þórs Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 14. maí 2018 18:18 Ragnar Þór Pétursson er nýr formaður Kennarasambands Íslands. vísir/vilhelm Kvennahreyfingin ætlar ekki að taka þátt í fundi Kennarafélags Reykjavíkur í kvöld með frambjóðendum til borgarstjórnar. Ástæðan er að fundurinn á að hefjast á opnunarerindi nýs formanns Kennarasambandsins, Ragnars Þórs Péturssonar. Í tilkynningu frá flokknum kemur fram að Ragnar Þór hafi ekki verið tilbúinn til að taka þátt og axla ábyrgð í kjölfar #metoo byltingarinnar. „Á landsþingi KÍ var skorað á Ragnar Þór að taka ekki við formennsku sambandsins nema að undangegninni nýrri kosningu, enda höfðu alvarlegar ásakanir um blygðunarbrot litið dagsins ljós eftir að kosning í embættið fór fram. Tillögunni var vísað frá af naumum meirihluta þingfulltrúa og Ragnar Þór varð ekki við áskoruninni.“Sjá einnig: Ásökunin snerist um furðulegt klám á heimili kennarans Í yfirlýsingunni kemur fram að þetta hafi ekki verið auðveld ákvörðun fyrir kvennahreyfinguna. „Kvennahreyfingin er femínískt afl. Hún vill uppræta ofbeldi, hlusta á raddir þolenda og taka þær alvarlega á sama tíma og hún vill standa með kennurum sem eru vanmetin lykilstétt í samfélaginu.“ Eftir ítarlega yfirferð á málinu ákváðu þær að þiggja ekki boð um þátttöku. „Við getum ekki látið sem ekkert sé eftir allt sem á undan er gengið. Við getum ekki tekið þátt í áframhaldandi hunsun og þöggun þolenda með því að hlýða á opnunarerindi manns sem ekki var tilbúinn til að taka þátt og axla ábyrgð í kjölfar #metoo. Okkur þykir það miður, því þannig verðum við af dýrmætu samtali við stétt sem okkur þykir vænt um og metum mikils.“Listi flokksins var kynntur á Bríetartorgi fyrr í þessum mánuði.Vísir/EgillYfirlýsinguna má lesa í heild sinni hér að neðan: Í kvöld mun Kennarafélag Reykjavíkur standa fyrir fundi með frambjóðendum til borgarstjórnar. Fundurinn mun hefjast á opnunarerindi nýs formanns Kennarasambandsins, Ragnars Þórs Péturssonar.Á landsþingi KÍ var skorað á Ragnar Þór að taka ekki við formennsku sambandsins nema að undangenginni nýrri kosningu, enda höfðu alvarlegar ásakanir um blygðunarbrot litið dagsins ljós eftir að kosning í embættið fór fram. Tillögunni var vísað frá af naumum meirihluta þingfulltrúa og Ragnar Þór varð ekki við áskoruninni. Ákvörðun um að þiggja boð Kennarafélagsins eða ekki reyndist okkur því mjög erfið.Kvennahreyfingin er femínískt afl. Hún vill uppræta ofbeldi, hlusta á raddir þolenda og taka þær alvarlega á sama tíma og hún vill standa með kennurum sem eru vanmetin lykilstétt í samfélaginu. Kvennahreyfingin telur skólakerfið gegna mikilvægu hlutverki í jafnréttismálum og telur brýnt að ræða þær leiðir sem færar eru til að tryggja að börnin okkar geti þroskast og elfst án skaðlegra áhrifa staðalmynda kynjanna og hvernig skólakerfið getur tekið þátt í að byggja öruggara umhverfi fyrir okkur öll.Sú klemma sem við upplifum með fundarboðinu er gott dæmi um dagleg viðfangsefni fólksins í borginni okkar. Öll þekkjum við gerendur og þolendur, meinta eða ekki. Við þurfum stöðugt að velta fyrir okkur áhrifum þess sem við gerum og segjum og hvernig við getum staðið með þolendum, jafnvel þó það kosti fórnir, erfiðar rökræður, útskýringar og jafnvel úthrópanir.Eftir ítarlega yfirferð á málinu höfum við þó ákveðið að þiggja ekki boð um þátttöku í fundinum. Við getum ekki látið sem ekkert sé eftir allt sem á undan er gengið. Við getum ekki tekið þátt í áframhaldandi hunsun og þöggun þolenda með því að hlýða á opnunarerindi manns sem ekki var tilbúinn til að taka þátt og axla ábyrgð í kjölfar #metoo. Okkur þykir það miður, því þannig verðum við af dýrmætu samtali við stétt sem okkur þykir vænt um og metum mikils. MeToo Tengdar fréttir Ásökunin snerist um furðulegt klám á heimili kennarans Nýkjörinn formaður Kennarasambands Íslands varðist ásökunum í bloggskrifum og Kastljósi árið 2013. Fjórum árum síðar stígur Ragnar Þór Marinósson fram og segir sína sögu. 3. desember 2017 14:00 Tillögu um áskorun til Ragnars Þórs vísað frá kennaraþingi Þingsályktunartillögu þar sem lagt var til að Kennarasamband Íslands myndi skora á Ragnar Þór Pétursson, tilvonandi formann KÍ, um að endurnýja umboð sitt var vísað frá á þingi KÍ nú á sjötta tímanum. 13. apríl 2018 17:38 Ragnar tók við formennskunni eftir átakafund sambandsins Hitafundur varhjá Kennarasambandi Íslands í gær þar sem nýr formaður tók við. 14. apríl 2018 07:45 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Fleiri fréttir „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Sjá meira
Kvennahreyfingin ætlar ekki að taka þátt í fundi Kennarafélags Reykjavíkur í kvöld með frambjóðendum til borgarstjórnar. Ástæðan er að fundurinn á að hefjast á opnunarerindi nýs formanns Kennarasambandsins, Ragnars Þórs Péturssonar. Í tilkynningu frá flokknum kemur fram að Ragnar Þór hafi ekki verið tilbúinn til að taka þátt og axla ábyrgð í kjölfar #metoo byltingarinnar. „Á landsþingi KÍ var skorað á Ragnar Þór að taka ekki við formennsku sambandsins nema að undangegninni nýrri kosningu, enda höfðu alvarlegar ásakanir um blygðunarbrot litið dagsins ljós eftir að kosning í embættið fór fram. Tillögunni var vísað frá af naumum meirihluta þingfulltrúa og Ragnar Þór varð ekki við áskoruninni.“Sjá einnig: Ásökunin snerist um furðulegt klám á heimili kennarans Í yfirlýsingunni kemur fram að þetta hafi ekki verið auðveld ákvörðun fyrir kvennahreyfinguna. „Kvennahreyfingin er femínískt afl. Hún vill uppræta ofbeldi, hlusta á raddir þolenda og taka þær alvarlega á sama tíma og hún vill standa með kennurum sem eru vanmetin lykilstétt í samfélaginu.“ Eftir ítarlega yfirferð á málinu ákváðu þær að þiggja ekki boð um þátttöku. „Við getum ekki látið sem ekkert sé eftir allt sem á undan er gengið. Við getum ekki tekið þátt í áframhaldandi hunsun og þöggun þolenda með því að hlýða á opnunarerindi manns sem ekki var tilbúinn til að taka þátt og axla ábyrgð í kjölfar #metoo. Okkur þykir það miður, því þannig verðum við af dýrmætu samtali við stétt sem okkur þykir vænt um og metum mikils.“Listi flokksins var kynntur á Bríetartorgi fyrr í þessum mánuði.Vísir/EgillYfirlýsinguna má lesa í heild sinni hér að neðan: Í kvöld mun Kennarafélag Reykjavíkur standa fyrir fundi með frambjóðendum til borgarstjórnar. Fundurinn mun hefjast á opnunarerindi nýs formanns Kennarasambandsins, Ragnars Þórs Péturssonar.Á landsþingi KÍ var skorað á Ragnar Þór að taka ekki við formennsku sambandsins nema að undangenginni nýrri kosningu, enda höfðu alvarlegar ásakanir um blygðunarbrot litið dagsins ljós eftir að kosning í embættið fór fram. Tillögunni var vísað frá af naumum meirihluta þingfulltrúa og Ragnar Þór varð ekki við áskoruninni. Ákvörðun um að þiggja boð Kennarafélagsins eða ekki reyndist okkur því mjög erfið.Kvennahreyfingin er femínískt afl. Hún vill uppræta ofbeldi, hlusta á raddir þolenda og taka þær alvarlega á sama tíma og hún vill standa með kennurum sem eru vanmetin lykilstétt í samfélaginu. Kvennahreyfingin telur skólakerfið gegna mikilvægu hlutverki í jafnréttismálum og telur brýnt að ræða þær leiðir sem færar eru til að tryggja að börnin okkar geti þroskast og elfst án skaðlegra áhrifa staðalmynda kynjanna og hvernig skólakerfið getur tekið þátt í að byggja öruggara umhverfi fyrir okkur öll.Sú klemma sem við upplifum með fundarboðinu er gott dæmi um dagleg viðfangsefni fólksins í borginni okkar. Öll þekkjum við gerendur og þolendur, meinta eða ekki. Við þurfum stöðugt að velta fyrir okkur áhrifum þess sem við gerum og segjum og hvernig við getum staðið með þolendum, jafnvel þó það kosti fórnir, erfiðar rökræður, útskýringar og jafnvel úthrópanir.Eftir ítarlega yfirferð á málinu höfum við þó ákveðið að þiggja ekki boð um þátttöku í fundinum. Við getum ekki látið sem ekkert sé eftir allt sem á undan er gengið. Við getum ekki tekið þátt í áframhaldandi hunsun og þöggun þolenda með því að hlýða á opnunarerindi manns sem ekki var tilbúinn til að taka þátt og axla ábyrgð í kjölfar #metoo. Okkur þykir það miður, því þannig verðum við af dýrmætu samtali við stétt sem okkur þykir vænt um og metum mikils.
MeToo Tengdar fréttir Ásökunin snerist um furðulegt klám á heimili kennarans Nýkjörinn formaður Kennarasambands Íslands varðist ásökunum í bloggskrifum og Kastljósi árið 2013. Fjórum árum síðar stígur Ragnar Þór Marinósson fram og segir sína sögu. 3. desember 2017 14:00 Tillögu um áskorun til Ragnars Þórs vísað frá kennaraþingi Þingsályktunartillögu þar sem lagt var til að Kennarasamband Íslands myndi skora á Ragnar Þór Pétursson, tilvonandi formann KÍ, um að endurnýja umboð sitt var vísað frá á þingi KÍ nú á sjötta tímanum. 13. apríl 2018 17:38 Ragnar tók við formennskunni eftir átakafund sambandsins Hitafundur varhjá Kennarasambandi Íslands í gær þar sem nýr formaður tók við. 14. apríl 2018 07:45 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Fleiri fréttir „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Sjá meira
Ásökunin snerist um furðulegt klám á heimili kennarans Nýkjörinn formaður Kennarasambands Íslands varðist ásökunum í bloggskrifum og Kastljósi árið 2013. Fjórum árum síðar stígur Ragnar Þór Marinósson fram og segir sína sögu. 3. desember 2017 14:00
Tillögu um áskorun til Ragnars Þórs vísað frá kennaraþingi Þingsályktunartillögu þar sem lagt var til að Kennarasamband Íslands myndi skora á Ragnar Þór Pétursson, tilvonandi formann KÍ, um að endurnýja umboð sitt var vísað frá á þingi KÍ nú á sjötta tímanum. 13. apríl 2018 17:38
Ragnar tók við formennskunni eftir átakafund sambandsins Hitafundur varhjá Kennarasambandi Íslands í gær þar sem nýr formaður tók við. 14. apríl 2018 07:45